BREYTA

Nató reist níðstöng við Akureyrarflugvöll

akureyri seidur1 Síðastliðinn laugardag, 22. ágúst, reistu Samtök hernaðarandstæðinga á Norðurlandi Nató níðstöng við Akureyrarflugvöll. Þórarinn Hjartarson magnaði þennan seið þegar níðstöngin var reist:
    Heyrið og nemið níð það sem hér er reist og rist. Níðinu sný ég gegn orustuflugdrekum þeim sem ógna lofthelgi okkar, og makki íslenskra stjórnvalda þar um. Níðinu sný ég gegn hernum sem flugdrekar þessir þjóna og lengi hefur þjáð land vort og þjóð. Níðinu sný ég gegn félaginu NATO og allri þess heimsvaldastefnu á norðurhjara og vítt um veröld. Á stönginni er þessi rista: „NATO aldri þrífist“. Heiti ég á landvættir Íslands til hjálpar að þetta megi eftir ganga. Rístum rún á kvistu ránfuglum stáls og þjánar, öndverð reisi röndu regin og Íslands megir: Steypi þeim tap fyr stapa, stökkvi þeim tjón af Fróni, níð þetta allt þá elti og ólán á jarðar bóli.
akureyri seidur2













Fleiri myndir af gjörningnum hafa verið settar inn á fésbókarsvæði SHA: http://www.facebook.com/search/?q=sha&init=quick#/photo_search.php?oid=45949826268&view=all

Færslur

SHA_forsida_top

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf. verður haldinn laugardaginn 21. apríl n.k. kl. 14 í Friðarhúsi. Á …

SHA_forsida_top

Friðarhús í útleigu

Friðarhús í útleigu

Friðarhús er í útleigu þetta kvöld.

SHA_forsida_top

Barnagull

Barnagull

Það er talsvert um að börn friðarsinna mæti á fundi og samkomur í Friðarhús ásamt …

SHA_forsida_top

Mikil andstaða við NATO á Spáni

Mikil andstaða við NATO á Spáni

Samantekt á íslensku: Fyrirætlun NATO að staðsetja herstöðvar í Saragossa (á Spáni) og á …

SHA_forsida_top

Palindrome að kvöldi 30. mars

Palindrome að kvöldi 30. mars

Staðfest hefur verið að hljómsveitin Palindrome mun spila fyrir gesti að kvöldi 30. mars að …

SHA_forsida_top

Miðjarðarhafsmatseðill á 30. mars

Miðjarðarhafsmatseðill á 30. mars

30. mars er mikilvæg dagsetning í baráttusögu íslenskra friðarsinna, en á þeim degi samþykkti Alþingi …

SHA_forsida_top

Afnám hernáms

Afnám hernáms

eftir Ólaf Hannibalsson Eftirfarandi grein Ólafs Hannibalssonar birtist í Fréttablaðinu 21. mars, sjá einnig …

SHA_forsida_top

Velheppnaður fundur í Reykjavík gegn Íraksstríðinu – aðgerðir um allan heim

Velheppnaður fundur í Reykjavík gegn Íraksstríðinu – aðgerðir um allan heim

Baráttufundur gegn Íraksstríðinu í Austurbæ að kvöldi 19. mars tókst með ágætum. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir …

SHA_forsida_top

Íslendingar taka beinan þátt í stríðinu í Írak – og leggja til einn hermann

Íslendingar taka beinan þátt í stríðinu í Írak – og leggja til einn hermann

Í Morgunblaðinu 21. mars er frétt þess efnis að Herdís Sigurgrímsdóttir, 26 ára fjölmiðlamaður, sé …

SHA_forsida_top

Bætt aðgengi að Friðarvefnum

Bætt aðgengi að Friðarvefnum

Sífellt er unnið að endurbótum á Friðarvefnum, í því skyni að gera hann aðgengilegri fyrir …

SHA_forsida_top

Fyrirlestur Elíasar Davíðssonar á Akureyri

Fyrirlestur Elíasar Davíðssonar á Akureyri

Norðurlandsdeild SHA stóð fyrir fundi á Akureyri laugardaginn 17. mars í tilefni af 4 ára …

SHA_forsida_top

Ríkisstjórnarflokkarnir studdu innrásina í Írak

Ríkisstjórnarflokkarnir studdu innrásina í Írak

eftir Magnús Má Guðmundsson formann Ungra jafnaðarmanna Greinin birtist í Morgunblaðinu 18. mars …

SHA_forsida_top

Mótmælasamkoma í Austurbæ

Mótmælasamkoma í Austurbæ

Á fjögurra ára afmæli Íraksstríðsins efna ýmsir hópar og samtök til baráttusamkomu í Austurbæ, þar …

SHA_forsida_top

Kjarni málsins

Kjarni málsins

Stundin: Mánudagskvöldið 19. mars, kl. 20 Staðurinn: Austurbær (gamla Austurbæjarbíó) Dagskráin: Ávörp: Guðfríður Lilja Grétarsdóttir …

SHA_forsida_top

Friðsöm utanríkisstefna

Friðsöm utanríkisstefna

Höfundur: Lárus Páll Birgisson Hér er hvatningarbréf sem Lárus Páll Birgisson, sjúkraliði og friðarsinni, …