BREYTA

Niður með múrinn! Stöðvið stríðsglæpina!

Mótmælafundur, fimmtudaginn 13. júlí á Austurvelli kl. 17:30 Síðastliðinn sunnudag (9. júlí) voru 2 ár liðin síðan Alþjóðadómstóllinn í Haag kvað upp úrskurð um ólögmæti Aðskilnaðarmúrsins sem verið er að reisa í hertekinni Palestínu, skyldu Ísraelsstjórnar til að brjóta hann og fjarlægja og að bæta íbúunum það tjón sem hann hefur valdið. Þar var líka kveðið á um skyldu allra aðildarþjóða Sameinuðu þjóðanna til að fylgja því eftir að Ísraelsríki hlíti úrskurðinum. Sú skylda nær líka til Íslands. En sem fyrri daginn lætur Ísraelsstjórn eins og hún sé hafin yfir lög og rétt. Bygging Aðsklinaðarmúrsins á Vesturbakkanum heldur áfram og síðustu vikur hafa okkur borist óhugnanlega fréttir af árásum Ísraelshers á óbreytta borgara og samfélagsstoðir á Gaza svæðinu. Áköll berast til umheimsins frá ísraelskum og palestínskum friðarsamtökum, mannréttindasamtökum, kirkjufélögum og fleirum um að allir sem ekki geta látið sér á sama standa um örlög stríðshrjáðs fólks í Palestínu mótmæli af krafti framferði Ísraelshers. Félagið Ísland-Palestína hefur ákveðið að svara kallinu og boða til útifundar á Austurvelli, fimmtudaginn 13. júlí kl 17:30 til að mótmæla stríðsglæpunum í Palestínu og sýna samstöðu með íbúum herteknu svæðana. Dagskrá auglýst síðar. Fjölmennum og látum sem flesta vita!! Kröfurnar fundarins eru: Stöðvið stríðsglæpina! Ísraelsher burt úr Palestínu! Viðurkennum sjálfsákvörðunarrétt palestínsku þjóðarinnar! Niður með múrinn! Alþjóðlega vernd fyrir íbúa herteknu svæðanna! Frjáls Palestína! www.palestina.is Um ástandið í Palestínu, sjá grein Sveins Rúnars Haukssonar: Hvað getum við gert til að stöðva stríðgslæpi Ísraelshers í Palestínu?

Færslur

SHA_forsida_top

Ávarp flutt af Bjarna E. Guðleifssyni á Ráðhústorginu á Akureyri í lok friðargöngu á Þorláksmessu 2008

Ávarp flutt af Bjarna E. Guðleifssyni á Ráðhústorginu á Akureyri í lok friðargöngu á Þorláksmessu 2008

Góðir tilheyrendur. Stundum er hugtökum best lýst með andstæðum eða andheitum sínum. Andstæða ljóss er …

SHA_forsida_top

Vísindaferð HÍ

Vísindaferð HÍ

Vísindaferð háskólanema í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Friðargöngur á Þorláksmessu

Friðargöngur á Þorláksmessu

Íslenskir hernaðarandstæðingar standa fyrir friðargöngum á Þorláksmessu líkt og undanfarin ár. Í Reykjavík verður gengið …

SHA_forsida_top

Fjárlagafrumvarpið: 1,6 milljarður í hernaðarmál

Fjárlagafrumvarpið: 1,6 milljarður í hernaðarmál

Samkvæmt fjárlögum 2009 er gert ráð fyrir að tæplega einn og hálfur milljarður fari í …

SHA_forsida_top

Bulletin á netinu

Bulletin á netinu

Bulletin of the Atomic Scientists er líklega kunnasta og virtasta tímarit heims á sviði afvopnunarmála. …

SHA_forsida_top

Utanríkisráðherra undirritar samning um bann við klasasprengjum og fagnar gagnflaugakerfi Bandaríkjanna

Utanríkisráðherra undirritar samning um bann við klasasprengjum og fagnar gagnflaugakerfi Bandaríkjanna

Utanríkisráðherra Íslands var á annasömu ferðalagi í byrjun desember. Dagana 4. til 5. desember sat …

SHA_forsida_top

Bókmenntakynning MFÍK, 13.desember

Bókmenntakynning MFÍK, 13.desember

Hin árvissa bókmenntakynning MFÍK verður haldin laugardaginn 13. des. n.k. kl. 14 í MÍR-salnum Hverfisgötu …

SHA_forsida_top

Glæsileg menningardagskrá

Glæsileg menningardagskrá

Það verður boðið upp á vandaða menningardagskrá á fjáröflunarmálsverði og fullveldishátíð SHA n.k. föstudag (sjá …

SHA_forsida_top

Fullveldisfögnuður SHA, 28. nóv.

Fullveldisfögnuður SHA, 28. nóv.

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudaginn 28. nóvember n.k. Matseðillinn verður venju fremur glæsilegur, enda um …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur í Friðarhúsi

Miðnefndarfundur í Friðarhúsi

Miðnefnd SHA fundar.

SHA_forsida_top

Vísindaferð SHA

Vísindaferð SHA

Háskólastúdentar í vísindaferð í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Frumvarp um friðlýsingu Íslands fyrir kjarnorkuvopnum

Frumvarp um friðlýsingu Íslands fyrir kjarnorkuvopnum

Í dag, 17. nóvember, var í níunda sinn lagt fram á Alþingi frumvarp um friðlýsingu …

SHA_forsida_top

Ný miðnefnd SHA

Ný miðnefnd SHA

Nú miðnefnd SHA var kjörinn á landsráðstefnu þann 15. nóvember. Hana skipa: Aðalmenn: Auður Lilja …

SHA_forsida_top

Ályktanir landsráðstefnu SHA - I

Ályktanir landsráðstefnu SHA - I

Ályktun landsráðstefnu SHA, 15. nóvember 2008, um málefni Atlantshafsbandalagsins: Næstkomandi vor verða liðin 60 ár …

SHA_forsida_top

Ályktanir landsráðstefnu SHA - II

Ályktanir landsráðstefnu SHA - II

Ályktun um breskar herþotur og "loftrýmisgæslu": Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga, haldinn laugardaginn 15. nóvember, fagnar því …