BREYTA

Niður með múrinn! Stöðvið stríðsglæpina!

Mótmælafundur, fimmtudaginn 13. júlí á Austurvelli kl. 17:30 Síðastliðinn sunnudag (9. júlí) voru 2 ár liðin síðan Alþjóðadómstóllinn í Haag kvað upp úrskurð um ólögmæti Aðskilnaðarmúrsins sem verið er að reisa í hertekinni Palestínu, skyldu Ísraelsstjórnar til að brjóta hann og fjarlægja og að bæta íbúunum það tjón sem hann hefur valdið. Þar var líka kveðið á um skyldu allra aðildarþjóða Sameinuðu þjóðanna til að fylgja því eftir að Ísraelsríki hlíti úrskurðinum. Sú skylda nær líka til Íslands. En sem fyrri daginn lætur Ísraelsstjórn eins og hún sé hafin yfir lög og rétt. Bygging Aðsklinaðarmúrsins á Vesturbakkanum heldur áfram og síðustu vikur hafa okkur borist óhugnanlega fréttir af árásum Ísraelshers á óbreytta borgara og samfélagsstoðir á Gaza svæðinu. Áköll berast til umheimsins frá ísraelskum og palestínskum friðarsamtökum, mannréttindasamtökum, kirkjufélögum og fleirum um að allir sem ekki geta látið sér á sama standa um örlög stríðshrjáðs fólks í Palestínu mótmæli af krafti framferði Ísraelshers. Félagið Ísland-Palestína hefur ákveðið að svara kallinu og boða til útifundar á Austurvelli, fimmtudaginn 13. júlí kl 17:30 til að mótmæla stríðsglæpunum í Palestínu og sýna samstöðu með íbúum herteknu svæðana. Dagskrá auglýst síðar. Fjölmennum og látum sem flesta vita!! Kröfurnar fundarins eru: Stöðvið stríðsglæpina! Ísraelsher burt úr Palestínu! Viðurkennum sjálfsákvörðunarrétt palestínsku þjóðarinnar! Niður með múrinn! Alþjóðlega vernd fyrir íbúa herteknu svæðanna! Frjáls Palestína! www.palestina.is Um ástandið í Palestínu, sjá grein Sveins Rúnars Haukssonar: Hvað getum við gert til að stöðva stríðgslæpi Ísraelshers í Palestínu?

Færslur

SHA_forsida_top

Yfirlýsing fjórðu Kaíró-ráðstefnunnar

Yfirlýsing fjórðu Kaíró-ráðstefnunnar

Okkur hefur borist yfirlýsing fjórðu Kaíró-ráðstefnunnar sem lauk 26. mars og getið var hér. …

SHA_forsida_top

Nú er lag

Nú er lag

Eftirfarandi grein eftir gamlan félaga okkar í Samtökum herstöðvaandstæðinga, Sævar Sigbjarnarson frá Rauðholti, birtist …

SHA_forsida_top

Ályktun frá SHA

Ályktun frá SHA

Miðnefnd Samtaka herstöðvaandstæðinga fagnar fregnum af fyrirhugaðri brottför bandaríska hersins frá Íslandi. Sagan hefur þegar …

SHA_forsida_top

Heimsókn Condolezzu Rice mótmælt í Bretlandi

Heimsókn Condolezzu Rice mótmælt í Bretlandi

Condolezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú í heimsókn í Bretlandi. Ekki verður sagt að henni …

SHA_forsida_top

Húsfyllir í Friðarhúsi 30. mars

Húsfyllir í Friðarhúsi 30. mars

Húsfyllir var í Friðarhúsi að kvöldi 30. mars og var haft að orði að ekki …

SHA_forsida_top

Nýtt efni á Friðarvefnum

Nýtt efni á Friðarvefnum

Ályktun frá SHA Húsfyllir í Friðarhúsi 30. mars Ályktun þingflokks VG um …

SHA_forsida_top

Ályktun þingflokks VG um viðskilnað Bandaríkjahers

Ályktun þingflokks VG um viðskilnað Bandaríkjahers

Friðarvefnum hefur borist eftirfarandi ályktun frá þingflokki Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs: 30. mars 2006 Það …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi. Fundurinn er öllum opinn.

SHA_forsida_top

Alcoa í þjónustu bandaríska hersins í Írak

Alcoa í þjónustu bandaríska hersins í Írak

Þingmaður heimsækir Alcoa John P. Murtha heitir þingmaður í fulltrúadeild bandaríska þingsins. Hann er …

SHA_forsida_top

30. mars

30. mars

Þann 30. mars 1949 var innganga Íslands í NATO samþykkt á Alþingi. Friðarsinnar hafa upp …

SHA_forsida_top

Fjórða Kaíró-ráðstefnan 23.-26. mars

Fjórða Kaíró-ráðstefnan 23.-26. mars

Nú um helgina, 23.-26. mars, var haldin fjórða Kaíró-ráðstefnan. Þessar ráðstefnur hafa verið haldnar árlega …

SHA_forsida_top

Herstöðvaandstæðingar og Suðurnesjamenn taki höndum saman!

Herstöðvaandstæðingar og Suðurnesjamenn taki höndum saman!

Ein af þversögnum nútímafjölmiðla er sú staðreynd að þótt fréttatímum og umræðuþáttum um þjóðmál fjölgi …

SHA_forsida_top

Dagskrá í Friðarhúsi

Dagskrá í Friðarhúsi

SHA skipuleggur dagskrá í Friðarhúsi á miðvikudögum.

SHA_forsida_top

Hvað felst í herstöðvasamningnum?

Hvað felst í herstöðvasamningnum?

Þegar við fögnum því að herinn sé líklega á förum er rétt að hafa í …

SHA_forsida_top

Fundur í stjórn Friðarhúss

Fundur í stjórn Friðarhúss

Stjórn Friðarhúss SHA ehf. fundar. Á dagskrá er m.a. undirbúningur aðalfundar.