BREYTA

Norski herinn og karlablöðin

Í framhaldi af síðustu færslu þar sem rifjuð var upp grein úr gömlum Dagfara, er rétt að grípa niður í pistil Steinunnar Rögnvaldsdóttur í nýjasta hefti Dagfara (sumar 2011). Þar fjallar Steinunn einmitt um norska herinn og óhefðbundnar söluaðferðir hans. Þar var vikið að mótmælum sem... ...voru haldin í skugga meira en vikulangs fjölmiðlafárs eftir birtingu sjokkerandi viðtals við norska hermenn í Afghanistan. Þar var m.a. haft eftir þeim að það sé betra að vera í stríði en að ríða, og „markmiðið“ sé að drepa. Ummælin birtust í viðtali við hermennina í nýjasta „karlablaði“ Noregs, Alfa. Þegar lestri viðtalsins við hina karlmannlegu hermenn er lokið er sem sé einfaldlega hægt að fletta á næstu síðu og skoða beran rass prakkaralegs forsíðumódelsins. Einhverra hluta vegna kemur það ekki á óvart að það sé akkúrat í klámblaði sem að manndráp eru sett á stall með kynlífi. Happiness is a warm gun „Maður fer ekki til Afghanistan til að bjarga heiminum, heldur til að taka þátt í almennilegu stríði“, segir í viðtalinu, þar sem að hermenn lýsa spennunni við að beita skotvopnum og einbeittum vilja sínum til að drepa óvininn. Ummæli hermanna í viðtalinu hafa gefið sögum um „ónauðsynleg“ borgaraleg dauðsföll, þ.e.a.s. að hermennirnir séu ansi gikkglaðir, byr undir báða vængi. Í kjölfar ummælanna voru boðaðir krísufundir á æðstu stöðum í hernum og varnarmálaráðuneytinu, og yfirmenn hersins, þ.á.m. Greta Faremo varnarmálaráðherra, lýstu áhyggjum sínum af því að hermennirnir beri ekki virðingu fyrir mannslífum og séu haldnir hefndarhug. Þó að yfirmennirnir segjist taka „ómenninguna“ alvarlega þá reyndu þeir að tóna niður dramatíkina í umræðunni, sögðu vandann einskorðast við fámennan hóp og boðuðu aukna umræðu um siðfræði og manngildi innan hersins – en á því hálfa ári sem liðið er síðan, hefur lítið farið fyrir slíkri umræðu opinberlega. Það sem hefur verið kallað „ómenning“ innan hersins einskorðast þó ekki við þessi ummæli hermannanna. Í fjölmiðlum hafa m.a. komið fram spurningar um uppgang nýnasisma innan hersins, eða a.m.k. innan Telemark herdeildarinnar, en frá meðlimum hennar eru ummælin í Alfa komin. Þær spurningar eiga rætur sínar að rekja til notkunnar hermannanna á táknum úr norrænni goðafræði, t.d. herópsins „Til Valhallar!“ (þó að ýmsir blási á slíkar kenningar og bendi á að nokkurra ára-veldi Hitlers hafi ekki fært honum einkarétt á norrænnum menningararfi). Þá hafa meðlimir þessarar herdeildar tekið uppá því að bera hauskúpumerki eða svokallað „Punisher“-tákn á búningum sínum og gjarnan áletrunina „Jokke, við munum aldrei gleyma“ (Jokke hét fullu nafni Claes Joachim Olson og var hermaður í Telemark herdeildinni, en lést af völdum vegasprengju í Afghanistan á síðasta ári). Þetta hauskúpumerki hafa hermennirnir líka spreyjað á hús Afghana sem hermennirnir hafa grun um að hafi tengsl við uppreisnarmenn. Er nauðsynlegt að skjóta þá? Yfirmenn norska hersins hafa tekið fram að það sé ekki óvenjulegt eða óæskilegt að hermenn noti tákn og slagorð sem að tjá samstöðu og bræðralag. Slíkt megi þó ekki vera þess eðlis að það grafi undan siðferði hermannanna. Sporin hræði, enda sé sagan smekkfull af dæmum um hermenn sem hafa „farið yfir strikið“ með skelfilegum afleiðingum. En slík ummæli vekja upp spurningar um hvar þetta strik sé eða hvar það eigi að vera? Mannfall óbreyttra borgara er daglegt brauð í Afghanistan. Borgaraleg fórnarlömb eru tugir þúsunda. Árásarherirnir hafa ekki einu sinni tölu á hversu marga er búið að drepa. Flokkast allt þetta fólk ekki sem „ónauðsynlegt mannfall“? Var nauðsynlegt að drepa það? Hinir hneyksluðu, þar með talinn varnarmálaráðherrann, voru í umræðunni gagnrýnd fyrir að viðurkenna ekki eða að reyna að draga dul á að svona er stríð einfaldlega. Þetta er það sem stríð gengur útá, að hermenn gera sitt besta til að drepa óvininn – segja þeir sem gripið hafa til varna fyrir herdeildina vígreifu, þ.á.m. hægrisinnaðir stjórnmálamenn og fyrrum hermenn. Að þeirra mati er það aukaatriði hvort hermennirnir hafi gaman að því að drepa eður ei, aðalatriðið er að þeir eru að vinna vinnuna sína. En skiptir það þá kannski ekki máli hvort hermennirnir voru graðir, í hefndarhug, í hópeflisleikjum, aðeins of spenntir fyrir byssunni sinni, að kaupa sér teppi í Kjúklingastræti eða langaði bara að vera í alvöru stríði, þegar að tugþúsundir manna liggja í valnum eftir bráðum tíu ár í Afghanistan? Kannski finnst sumum betra að fólk sé drepið útaf því að hermenn vinna vinnuna sína, frekar en útaf því að hermenn hafi gaman af því að vinna vinnuna sína. En ég held að stríðsfórnarlömb séu að hugsa um flest annað þegar kúlan hæfir þau. Steinunn Rögnvaldsdóttir

Færslur

SHA_forsida_top

Friðarhús - Njálsgötu 87

Friðarhús - Njálsgötu 87

23. apríl 2009 Þann 19. ágúst 2005 varð langþráður draumur að veruleika þegar Friðarhús …

SHA_forsida_top

Fundað um fjármál

Fundað um fjármál

Hið nýja húsnæði SHA, Friðarhúsið á horni Snorrabrautar og Njálsgötu, er óðum að taka á …

SHA_forsida_top

Fimmtudagsfundur um stefnuskrá

Fimmtudagsfundur um stefnuskrá

Stefnuskrá Samtaka herstöðvaandstæðinga var samþykkt á landsráðstefnu síðla árs 1995. Stefnt er að því að …

SHA_forsida_top

Stefnuskrá SHA

Stefnuskrá SHA

Samþykkt á Landsráðstefnu 5. nóv. 2005 Samtök hernaðarandstæðinga berjast fyrir því að alþjóðleg deilumál verði …

SHA_forsida_top

Kvennabarátta fyrir jafnrétti, jöfnuði og betra mannlífi

Kvennabarátta fyrir jafnrétti, jöfnuði og betra mannlífi

Þessi grein Maríu S. Gunnarsdóttur, formanns MFÍK, birtist í Morgunblaðinu mánudaginn 24. okt. 2005. BARÁTTA …

SHA_forsida_top

Ályktun frá félagsfundi SHA

Ályktun frá félagsfundi SHA

Almennur félagsfundur Samtaka herstöðvaandstæðinga, haldinn fimmtudaginn 20. október, hvetur til þess að slitið verði á …

SHA_forsida_top

Friðarhorfur í Búrúndí

Friðarhorfur í Búrúndí

Það virðist vera hægt að lesa um endalaust af hörmungum í fjölmiðlum heimsins. Þjóðarmorð hér …

SHA_forsida_top

Geysifjölmenn mótmæli í Washington

Geysifjölmenn mótmæli í Washington

Um helgina efndu andstæðingar Íraksstríðsins í Bandaríkjunum til mótmælaaðgerða í Washington. Aðgerðirnar voru geysifjölmennar. Að …

SHA_forsida_top

BNA geymdu kjarnorkuvopn í Suður-Kóreu

BNA geymdu kjarnorkuvopn í Suður-Kóreu

Kjarnorkuvopn á Kóreuskaganum hafa verið talsvert til umræðu upp á síðkastið í tengslum við torræðar …

SHA_forsida_top

Mótmælaaðgerðir gegn Íraksstríðinu 24. september

Mótmælaaðgerðir gegn Íraksstríðinu 24. september

Í Bandaríkjunum er nú í fullum gangi undirbúningur að miklum mótmælaaðgerðum gegn Íraksstríðinu helgina 24.-25. …

SHA_forsida_top

Herstöðin á Diego Garcia og mannréttindabrot Breta

Herstöðin á Diego Garcia og mannréttindabrot Breta

Úti í miðju Indlandshafi, um það bil 1600 km suður af Indlandi, er lítil kóraleyja, …

SHA_forsida_top

Herstöðin á Diego Garcia og mannréttindabrot Breta

Herstöðin á Diego Garcia og mannréttindabrot Breta

Úti í miðju Indlandshafi, um það bil 1600 km suður af Indlandi, er lítil kóraleyja, …

SHA_forsida_top

Blómin í ánni

Blómin í ánni

Ávarp flutt í tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur þann 9.ágúst 2005 á fundi friðarhreyfinga til minningar um …

SHA_forsida_top

Ávarp við kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn 9.ágúst 2005

Ávarp við kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn 9.ágúst 2005

Ágætu friðarsinnar. Við erum samankomin hér við Tjörnina á þessu ágústkvöldi til að minnast fórnarlamba …

SHA_forsida_top

60 ár frá kjarnorkuárásum á Hiroshima og Nagasaki – minningarfundur í Ráðhúsinu

60 ár frá kjarnorkuárásum á Hiroshima og Nagasaki – minningarfundur í Ráðhúsinu

Þriðjudaginn 9. ágúst minnast íslenskar friðarhreyfingar þess að 60 ár eru liðin frá því að …