BREYTA

Norski herinn og karlablöðin

Í framhaldi af síðustu færslu þar sem rifjuð var upp grein úr gömlum Dagfara, er rétt að grípa niður í pistil Steinunnar Rögnvaldsdóttur í nýjasta hefti Dagfara (sumar 2011). Þar fjallar Steinunn einmitt um norska herinn og óhefðbundnar söluaðferðir hans. Þar var vikið að mótmælum sem... ...voru haldin í skugga meira en vikulangs fjölmiðlafárs eftir birtingu sjokkerandi viðtals við norska hermenn í Afghanistan. Þar var m.a. haft eftir þeim að það sé betra að vera í stríði en að ríða, og „markmiðið“ sé að drepa. Ummælin birtust í viðtali við hermennina í nýjasta „karlablaði“ Noregs, Alfa. Þegar lestri viðtalsins við hina karlmannlegu hermenn er lokið er sem sé einfaldlega hægt að fletta á næstu síðu og skoða beran rass prakkaralegs forsíðumódelsins. Einhverra hluta vegna kemur það ekki á óvart að það sé akkúrat í klámblaði sem að manndráp eru sett á stall með kynlífi. Happiness is a warm gun „Maður fer ekki til Afghanistan til að bjarga heiminum, heldur til að taka þátt í almennilegu stríði“, segir í viðtalinu, þar sem að hermenn lýsa spennunni við að beita skotvopnum og einbeittum vilja sínum til að drepa óvininn. Ummæli hermanna í viðtalinu hafa gefið sögum um „ónauðsynleg“ borgaraleg dauðsföll, þ.e.a.s. að hermennirnir séu ansi gikkglaðir, byr undir báða vængi. Í kjölfar ummælanna voru boðaðir krísufundir á æðstu stöðum í hernum og varnarmálaráðuneytinu, og yfirmenn hersins, þ.á.m. Greta Faremo varnarmálaráðherra, lýstu áhyggjum sínum af því að hermennirnir beri ekki virðingu fyrir mannslífum og séu haldnir hefndarhug. Þó að yfirmennirnir segjist taka „ómenninguna“ alvarlega þá reyndu þeir að tóna niður dramatíkina í umræðunni, sögðu vandann einskorðast við fámennan hóp og boðuðu aukna umræðu um siðfræði og manngildi innan hersins – en á því hálfa ári sem liðið er síðan, hefur lítið farið fyrir slíkri umræðu opinberlega. Það sem hefur verið kallað „ómenning“ innan hersins einskorðast þó ekki við þessi ummæli hermannanna. Í fjölmiðlum hafa m.a. komið fram spurningar um uppgang nýnasisma innan hersins, eða a.m.k. innan Telemark herdeildarinnar, en frá meðlimum hennar eru ummælin í Alfa komin. Þær spurningar eiga rætur sínar að rekja til notkunnar hermannanna á táknum úr norrænni goðafræði, t.d. herópsins „Til Valhallar!“ (þó að ýmsir blási á slíkar kenningar og bendi á að nokkurra ára-veldi Hitlers hafi ekki fært honum einkarétt á norrænnum menningararfi). Þá hafa meðlimir þessarar herdeildar tekið uppá því að bera hauskúpumerki eða svokallað „Punisher“-tákn á búningum sínum og gjarnan áletrunina „Jokke, við munum aldrei gleyma“ (Jokke hét fullu nafni Claes Joachim Olson og var hermaður í Telemark herdeildinni, en lést af völdum vegasprengju í Afghanistan á síðasta ári). Þetta hauskúpumerki hafa hermennirnir líka spreyjað á hús Afghana sem hermennirnir hafa grun um að hafi tengsl við uppreisnarmenn. Er nauðsynlegt að skjóta þá? Yfirmenn norska hersins hafa tekið fram að það sé ekki óvenjulegt eða óæskilegt að hermenn noti tákn og slagorð sem að tjá samstöðu og bræðralag. Slíkt megi þó ekki vera þess eðlis að það grafi undan siðferði hermannanna. Sporin hræði, enda sé sagan smekkfull af dæmum um hermenn sem hafa „farið yfir strikið“ með skelfilegum afleiðingum. En slík ummæli vekja upp spurningar um hvar þetta strik sé eða hvar það eigi að vera? Mannfall óbreyttra borgara er daglegt brauð í Afghanistan. Borgaraleg fórnarlömb eru tugir þúsunda. Árásarherirnir hafa ekki einu sinni tölu á hversu marga er búið að drepa. Flokkast allt þetta fólk ekki sem „ónauðsynlegt mannfall“? Var nauðsynlegt að drepa það? Hinir hneyksluðu, þar með talinn varnarmálaráðherrann, voru í umræðunni gagnrýnd fyrir að viðurkenna ekki eða að reyna að draga dul á að svona er stríð einfaldlega. Þetta er það sem stríð gengur útá, að hermenn gera sitt besta til að drepa óvininn – segja þeir sem gripið hafa til varna fyrir herdeildina vígreifu, þ.á.m. hægrisinnaðir stjórnmálamenn og fyrrum hermenn. Að þeirra mati er það aukaatriði hvort hermennirnir hafi gaman að því að drepa eður ei, aðalatriðið er að þeir eru að vinna vinnuna sína. En skiptir það þá kannski ekki máli hvort hermennirnir voru graðir, í hefndarhug, í hópeflisleikjum, aðeins of spenntir fyrir byssunni sinni, að kaupa sér teppi í Kjúklingastræti eða langaði bara að vera í alvöru stríði, þegar að tugþúsundir manna liggja í valnum eftir bráðum tíu ár í Afghanistan? Kannski finnst sumum betra að fólk sé drepið útaf því að hermenn vinna vinnuna sína, frekar en útaf því að hermenn hafi gaman af því að vinna vinnuna sína. En ég held að stríðsfórnarlömb séu að hugsa um flest annað þegar kúlan hæfir þau. Steinunn Rögnvaldsdóttir

Færslur

SHA_forsida_top

About Us - Basic

About Us - Basic

How We Got Started Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Lorem quam, …

SHA_forsida_top

Amazing standard post

Amazing standard post

In varius varius justo, eget ultrices mauris rhoncus non. Morbi tristique, mauris eu imperdiet bibendum, …

SHA_forsida_top

Skömmin

Skömmin

Tíu ár eru um þessar mundir frá innrásinni í Írak. Innrásin og vargöldin sem braust …

SHA_forsida_top

Auctor consectetur ligula gravida

Auctor consectetur ligula gravida

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Morbi vitae dui et nunc ornare vulputate …

SHA_forsida_top

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf, eignarhaldsfélags Friðarhússins á Njálsgötu 87, verður haldið sunnudaginn 17. mars kl. …

SHA_forsida_top

Ambrose Redmoon

Ambrose Redmoon

SHA_forsida_top

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna, 8. mars

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna, 8. mars

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna verður haldinn hátíðlegur þann 8. mars. Samtök hernaðarandstæðinga eru samkvæmt venju meðal …

SHA_forsida_top

Málsverður, 1. mars

Málsverður, 1. mars

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður að þessu sinni haldinn föstudagskvöldið 1. mars að Njálsgötu 87. Kokkurinn að …

SHA_forsida_top

Fyrsti fjáröflunarmálsverður ársins

Fyrsti fjáröflunarmálsverður ársins

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 25. janúar. Matseld verður að þessu sinni í höndum stjórnarkvenna …

SHA_forsida_top

Friðargöngur í Reykjavík, Ísafirði og Akureyri

Friðargöngur í Reykjavík, Ísafirði og Akureyri

Íslenskir friðarsinnar hafa efnt til friðargöngu niður Laugaveginn á Þorláksmessu í rúmlega þrjá áratugi. Óhætt …

SHA_forsida_top

Ályktun um kjarnorkufriðlýsingu

Ályktun um kjarnorkufriðlýsingu

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á landsfundi SHA sl. sunnudag: Á dögunum fjölgaði enn í hópi …

SHA_forsida_top

Ályktun um herflugsæfingar

Ályktun um herflugsæfingar

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á landsfundi SHA sl. sunnudag: Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga, haldinn sunnudaginn …

SHA_forsida_top

Ályktun um Nató og alþjóðamál

Ályktun um Nató og alþjóðamál

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á landsfundi SHA sl. sunnudag: Tólf ár eru liðin frá …

SHA_forsida_top

Ný miðnefnd SHA

Ný miðnefnd SHA

Ný miðnefnd SHA var kjörin á landsfundi samtakanna í dag, sunnudaginn 2. desember. Hana skipa: …

SHA_forsida_top

Landsfundarhelgi SHA + málsverður

Landsfundarhelgi SHA + málsverður

Samtök hernaðarandstæðinga standa í stórræðum um þessa helgi. Föstudagskvöldið 30. nóvember verður fáröflunarmálsverðurinn mánaðarlegi. Glæsilegt …