BREYTA

Norður-Atlantshafs læknamorðingjabandalagið: Ályktun frá miðnefnd SHA

Siðferðislegt gjaldþrot hernaðar Nató-ríkja í Afganistan var fullkomnað á dögunum með árás Bandaríkjahers á sjúkrahús Lækna án landamæra, þar sem fjöldi fólks lét lífið. Árásaraðilar hafa svo gott sem viðurkennt að sprengjunum hafi verið varpað á sjúkrahúsið af yfirlögðu ráði. Það er viðbjóðslegur stríðsglæpur, en þó ekki úr takti við blóðidrifna sögu vestrænna herja í landinu allt frá byrjun stríðsins árið 2001. „Stríðið gegn hryðjuverkum“ hefur nú staðið í á fimmtánda ár, knúið áfram af sturluðum ranghugmyndum um að koma megi á friði með því að varpa sprengjum úr orrustuþotum eða ómönnuðum flygildum á skotmörk á jörðu niðri. Niðurstaðan er sífellt sú sama: dráp á óbreyttum borgurum og aukin olía á eld andstæðinganna. Ísland ber sem Nató-ríki fulla ábyrgð á dauða fólksins á sjúkrahúsinu í Kunduz, sem og þeirra þúsunda afgönsku borgara sem vestræn hernaðaryfirvöld líta á sem óhjákvæmlilegan meðafla í nútímavæddum stríðsrekstri sínum. Það er einhver ljótasti bletturinn í stuttri sögu okkar sem sjálfstæðrar þjóðar. Kviksyndið í Afganistan hefur þó engu breytt um aðferðir og hugmyndafræði Nató-ríkja. Sama trúin á sömu aðferðirnar er við lýði víða um lönd, þar sem Bandaríkjastjórn og fylgiríki þeirra fótum troða alþjóðalög á degi hverjum með hátæknihernaði úr lofti. Þess verður vart langt að bíða uns við gröndum næsta spítala.

Færslur

SHA_forsida_top

Erill á Menningarnótt

Erill á Menningarnótt

Það verður nóg á seyði hjá SHA á Menningarnótt í Reykjavík: Kl. 16:30 verður efnt …

SHA_forsida_top

Frá mótmælunum gegn heræfingum í Reykjavík 14. ágúst 2007

Frá mótmælunum gegn heræfingum í Reykjavík 14. ágúst 2007

Stefán Pálsson stjórnar aðgerðum við norska sendiráðið Stefán Pálsson tekur fram gjafir til Norðmanna: bangsa, …

SHA_forsida_top

Ávörp til norskra, bandarískra, danskra og íslenskra sjórnvalda

Ávörp til norskra, bandarískra, danskra og íslenskra sjórnvalda

Eftirfarandi ávörp voru afhent fulltrúum norskra, bandarískra, danskra og íslenskra stjórnvalda við mótmælaaðgerðir gegn heræfingum …

SHA_forsida_top

Þriðja ræða frá heræfingamótmælum

Þriðja ræða frá heræfingamótmælum

Steinunn Þóra Árnadóttir flutti ræðu fyrir framan danska sendiráðið í gær. Hún fylgir hér á …

SHA_forsida_top

Önnur ræða frá heræfingamótmælum

Önnur ræða frá heræfingamótmælum

Þorvaldur Þorvaldsson, fulltrúi í miðnefnd SHA, flutti ræðu fyrir framan bandaríska sendiráðið í gær. Hún …

SHA_forsida_top

Ræða frá heræfingamótmælum

Ræða frá heræfingamótmælum

Garðar Stefánsson, róttæklingur og hagfræðinemi, flutti ræðustúf fyrir framan norska sendiráðið á mótmælum SHA í …

SHA_forsida_top

Hryðjuverkastarfsemi í skjóli æfinga

Hryðjuverkastarfsemi í skjóli æfinga

eftir Elías Davíðsson Reykjavík, 14. ágúst 2007 – Fjölmiðlar greindu í dag frá tvíþættum heræfingum, …

SHA_forsida_top

Mótmæli gegn heræfingum NATO þriðjudaginn 14. ágúst kl. 17

Mótmæli gegn heræfingum NATO þriðjudaginn 14. ágúst kl. 17

Safnast verður saman við norska sendiráðið (við Fjólugötu), þriðjudaginn 14. ágúst kl. 17. Þaðan …

SHA_forsida_top

Mótmæli gegn heræfingum

Mótmæli gegn heræfingum

SHA mótmæla heræfingum á Íslandi. Safnast saman við norska sendiráðið kl. 17.

SHA_forsida_top

Mótmæli gegn heræfingum

Mótmæli gegn heræfingum

Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla yfirstandandi heræfingum hér á landi og þeirri stefnu íslenskra ráðamanna að gera …

SHA_forsida_top

Ávarp við kertafleytingu á Akureyri 9. ágúst

Ávarp við kertafleytingu á Akureyri 9. ágúst

Á Akureyri stóðu Samtök hernaðarandstæðinga fyrir kertafleytingu við Minjasafnstjörnina kl. 22.30 fimmtudaginn 9. ágúst …

SHA_forsida_top

Friður í okkar nafni

Friður í okkar nafni

Ávarp Gunnars Hersveins við kertafleytingu 9. ágúst 2007 í Reykjavík Enn fellur sprengja til …

SHA_forsida_top

Kertafleyting 9.ágúst í Reykjavík og á Akureyri

Kertafleyting 9.ágúst í Reykjavík og á Akureyri

Kertafleyting verður við Tjörnina í Reykjavík og við Minjasafnstjörnina á Akureyri fimmtudaginn 9.ágúst næstkomandi …

SHA_forsida_top

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn

Friðarsinnar fleyta kertum á Reykjavíkurtjörn kl. 22:30 til að minnast kjarnorkuárásanna á Hiroshima og Nagasaki.

SHA_forsida_top

„Varnarstefna“ ríkisstjórnarinnar og spurningar Þorsteins Pálssonar

„Varnarstefna“ ríkisstjórnarinnar og spurningar Þorsteins Pálssonar

Eftirfarandi grein birtist á vefriti Ögmundar Jónassonar, ogmundur.is, 30. júlí Fram hefur komið í …