BREYTA

Nú er lag

Sævar Sigurbjarnason Eftirfarandi grein eftir gamlan félaga okkar í Samtökum herstöðvaandstæðinga, Sævar Sigbjarnarson frá Rauðholti, birtist í Morgunblaðinu 22. mars. Það var 15. mars, sem Bush sagði bless. Af því tilefni segi ég: Til hamingju Ísland ! Svolítið varð ég nú fyrir vonbrigðum með stjórnmálamennina okkar. Enginn virtist skynja þetta sem mikið fagnaðarefni. Mér finnst að viðbrögð þeirra, sem ég heyrði í, megi túlka þannig. Jú, Steingrímur og Jón Baldvin voru að vísu fegnir að blekkingaleiknum væri lokið, hefðu mátt útskýra orð sín betur og létu ekki í ljós mikla hrifningu yfir tækifærunum sem nú blasa við. Ingibjörg Sólrún virtist föst í hervarnanetinu. Það var bara farið vitlaust í þetta samningaferli! En allt í lagi að semja um hervarnir. Forsætisráðherrann var svolítið sár: Við sem studdum þá í öllum þeirra djöfulskap, en fáum ekki einu sinni að hafa táknrænar varnir eða atvinnubótavinnu utan um þær. Kæru landar, við skulum þakka fyrir að þessi tákngervingar hroka og hryðjuverka hverfi af landi okkar. Þennan sama dag voru verndarar frelsis og lýðræðis að gera mestu loftárásir til þessa í Íraksstríðinu (skv. RÚV). Nokkur hundruð andspyrnu- og vígamanna voru felldir nálægt borginni Samara um 100 km norður af Bagdad. Kæru vinir lögðuð þið nokkuð eyrun við þessum fréttum í útvarpinu okkar? Datt nokkrum í hug að það gæti kallast hryðjuverk að fella nokkur hundruð íraska andspyrnumenn? Datt nokkrum í hug, að þeir, sem berjast gegn útlendum innrásarher, eru sumsstaðar kallaðar frelsishetjur? Datt nokkrum í hug að í sömu byggðum kynnu að hafa verið konur og börn og það kynnu að hafa fallið nokkur þúsund? Trúir einhver Íslendingur því að við tryggjum landið okkar gegn hryðjuverkaárásum með því að drepa fólk í fjarlægum löndum? Eða erum við ekki í hópi hinna staðföstu stuðningsaðila þessarra aðgerða? Eða með því að biðja þá sem þetta stunda að vernda okkur. Nú er mál að snúa við blaðinu. Hreinsa landið af öllu sem heyrir undir hernað. Það var gott að við tókum við friðarsúlunni frá Yoko Ono. Það er gott að gera sér grein fyrir að það er hægt að fá önnur tákn frá U.S.A. en öskrandi herþotur. Nú eigum við að bjóða fram krafta og land undir alþjóðlegan friðarháskóla og alþjóðlega friðarrannsóknarstöð. Fá þannig mörg og dýrmæt störf inní landið í stað þeirra sem eru að hverfa. Störf sem útrýma óttanum með þekkingu. Í viðræðum sem í hönd fara við grannþjóðir okkar skulum við biðja um hlutlausa úttekt á háskanum sem stafar af þeim þúsundum kjarnorkusprengja sem tærast upp í vopnabúrum gömlu risaveldanna, svo eitthvað sé nefnt af verkefnum sem liggja í þögninni í dag. Þetta er heilög skylda okkar. Það hefur engin þjóð aðra eins möguleika til frumkvæðis á þessu sviði eins og við hér mitt á milli Nýja og Gamla heimsins. Hér hittust Reagan og Gorbi og gerðu kaflaskil í mannkynssögunni. Hér var aldrei herskylda, o.s.frv. Rífum okkur upp úr blekkingarfeninu. Almenningur á Vesturlöndum er að vakna. Grípum tækifærið og vekjum valdhafana. Breytum nátttrölli kaldasríðsins, herstöðinni á Miðnesheiði, í kyndil friðar og þekkingar. Hættum að þjóna undir þá sem úrskurða þúsundir manna sem ólöglega vígamenn. Láta þá veslast upp án dóms og laga íþrælabúðum. Kveðjum herþoturnar fagnandi í eitt skipti fyrir öll. Nú er lag.

Færslur

SHA_forsida_top

Sprengjurnar

Sprengjurnar

Uppgjöf Japana var yfirvofandi, það var í raun engin ástæða fyrir okkur að beita þessu …

SHA_forsida_top

Hiroshima og Nagasaki enn í umræðunni

Hiroshima og Nagasaki enn í umræðunni

60 ár verða senn liðin frá kjarnorkuárásunum á Hiroshima og Nagasaki. Afmæli þessara hræðilegu sprenginga, …

SHA_forsida_top

Enn er unnið að stofnun Friðarhúss

Enn er unnið að stofnun Friðarhúss

Á síðustu landsráðstefnum SHA hafa verið samþykktar ályktanir þess efnis að unnið skuli að því …

SHA_forsida_top

SHA andæfa herskipaheimsókn

SHA andæfa herskipaheimsókn

Það ætti ekki að hafa farið fram hjá fréttaáhorfendum að rússnesk herskip halda til í …

SHA_forsida_top

Ályktun vegna kom rússneskra herskipa til Reykjavíkur

Ályktun vegna kom rússneskra herskipa til Reykjavíkur

Samtök herstöðvaandstæðinga mótmæla komu rússnesku herskipanna Levtsjenkó aðmíráls og Vjazma til Reykjavíkur og árétta að …

SHA_forsida_top

„Stríðið gegn hryðjuverkum“ kallar á hryðjuverk

„Stríðið gegn hryðjuverkum“ kallar á hryðjuverk

Hryðjuverkin í Lundúnum í morgun, þann 7. júlí 2005, eru óafsakanleg. Slíkan verknað, sem bitnar …

SHA_forsida_top

Kjarnorkuvopnabúr Rússlands

Kjarnorkuvopnabúr Rússlands

Bulletin of the Atomic Scientist er virtasta tímarit á sviði umfjöllunar um kjarnorkuvopnamál. Tímaritið er …

SHA_forsida_top

Ályktun frá miðnefnd SHA

Ályktun frá miðnefnd SHA

Miðnefnd Samtaka herstöðvaandstæðinga fordæmir misbeitingu lögreglu og dómstóla á gæsluvarðhaldi yfir Bretanum Paul Gill vegna …

SHA_forsida_top

Athyglisverð yfirlýsing Þorsteins Pálssonar

Athyglisverð yfirlýsing Þorsteins Pálssonar

Ráðstefna stjórnarskrárnefndar með fulltrúum frjálsra félagasamtaka var haldin að Hótel Loftleiðum í gær, laugardag. Samtök …

SHA_forsida_top

Stjórnarskrárnefnd fundar

Stjórnarskrárnefnd fundar

Um helgina efnir stjórnarskárnefnd til málþings, þar sem fulltrúar ýmissa félagasamtaka sem gert hafa athugasemdir …

SHA_forsida_top

Kjarnorkuvopnalaus Evrópa?

Kjarnorkuvopnalaus Evrópa?

Endurskoðunarráðstefnu NPT-samningsins um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna sem hófst í New York 2. maí lauk …

SHA_forsida_top

Baráttan gegn kjarnorkuvopnum og ábyrgð Bandaríkjanna

Baráttan gegn kjarnorkuvopnum og ábyrgð Bandaríkjanna

Þegar þetta er skrifað stendur yfir í New York ráðstefna um endurskoðun samningsins um bann …

SHA_forsida_top

Listi þeirra sem sáu að sér

Listi þeirra sem sáu að sér

Þessi grein Einars Ólafssonar, ritara SHA, birtist í fréttablaðinu 28. janúar sl. Það er svolítið …

SHA_forsida_top

Fimmtudagsfundur í Friðarhúsi

Fimmtudagsfundur í Friðarhúsi

SHA stendur fyrir fundum í Friðarhúsi öll fimmtudagskvöld. Dagskrá kynnt síðar.

SHA_forsida_top

Ályktanir landsráðstefnu SHA 2004

Ályktanir landsráðstefnu SHA 2004

Samtök herstöðvaandstæðinga bjóða ráðherrum áfallahjálp Öllum þeim sem fylgst hafa með fréttum undanfarin misseri er …