BREYTA

Nú er lag

Sævar Sigurbjarnason Eftirfarandi grein eftir gamlan félaga okkar í Samtökum herstöðvaandstæðinga, Sævar Sigbjarnarson frá Rauðholti, birtist í Morgunblaðinu 22. mars. Það var 15. mars, sem Bush sagði bless. Af því tilefni segi ég: Til hamingju Ísland ! Svolítið varð ég nú fyrir vonbrigðum með stjórnmálamennina okkar. Enginn virtist skynja þetta sem mikið fagnaðarefni. Mér finnst að viðbrögð þeirra, sem ég heyrði í, megi túlka þannig. Jú, Steingrímur og Jón Baldvin voru að vísu fegnir að blekkingaleiknum væri lokið, hefðu mátt útskýra orð sín betur og létu ekki í ljós mikla hrifningu yfir tækifærunum sem nú blasa við. Ingibjörg Sólrún virtist föst í hervarnanetinu. Það var bara farið vitlaust í þetta samningaferli! En allt í lagi að semja um hervarnir. Forsætisráðherrann var svolítið sár: Við sem studdum þá í öllum þeirra djöfulskap, en fáum ekki einu sinni að hafa táknrænar varnir eða atvinnubótavinnu utan um þær. Kæru landar, við skulum þakka fyrir að þessi tákngervingar hroka og hryðjuverka hverfi af landi okkar. Þennan sama dag voru verndarar frelsis og lýðræðis að gera mestu loftárásir til þessa í Íraksstríðinu (skv. RÚV). Nokkur hundruð andspyrnu- og vígamanna voru felldir nálægt borginni Samara um 100 km norður af Bagdad. Kæru vinir lögðuð þið nokkuð eyrun við þessum fréttum í útvarpinu okkar? Datt nokkrum í hug að það gæti kallast hryðjuverk að fella nokkur hundruð íraska andspyrnumenn? Datt nokkrum í hug, að þeir, sem berjast gegn útlendum innrásarher, eru sumsstaðar kallaðar frelsishetjur? Datt nokkrum í hug að í sömu byggðum kynnu að hafa verið konur og börn og það kynnu að hafa fallið nokkur þúsund? Trúir einhver Íslendingur því að við tryggjum landið okkar gegn hryðjuverkaárásum með því að drepa fólk í fjarlægum löndum? Eða erum við ekki í hópi hinna staðföstu stuðningsaðila þessarra aðgerða? Eða með því að biðja þá sem þetta stunda að vernda okkur. Nú er mál að snúa við blaðinu. Hreinsa landið af öllu sem heyrir undir hernað. Það var gott að við tókum við friðarsúlunni frá Yoko Ono. Það er gott að gera sér grein fyrir að það er hægt að fá önnur tákn frá U.S.A. en öskrandi herþotur. Nú eigum við að bjóða fram krafta og land undir alþjóðlegan friðarháskóla og alþjóðlega friðarrannsóknarstöð. Fá þannig mörg og dýrmæt störf inní landið í stað þeirra sem eru að hverfa. Störf sem útrýma óttanum með þekkingu. Í viðræðum sem í hönd fara við grannþjóðir okkar skulum við biðja um hlutlausa úttekt á háskanum sem stafar af þeim þúsundum kjarnorkusprengja sem tærast upp í vopnabúrum gömlu risaveldanna, svo eitthvað sé nefnt af verkefnum sem liggja í þögninni í dag. Þetta er heilög skylda okkar. Það hefur engin þjóð aðra eins möguleika til frumkvæðis á þessu sviði eins og við hér mitt á milli Nýja og Gamla heimsins. Hér hittust Reagan og Gorbi og gerðu kaflaskil í mannkynssögunni. Hér var aldrei herskylda, o.s.frv. Rífum okkur upp úr blekkingarfeninu. Almenningur á Vesturlöndum er að vakna. Grípum tækifærið og vekjum valdhafana. Breytum nátttrölli kaldasríðsins, herstöðinni á Miðnesheiði, í kyndil friðar og þekkingar. Hættum að þjóna undir þá sem úrskurða þúsundir manna sem ólöglega vígamenn. Láta þá veslast upp án dóms og laga íþrælabúðum. Kveðjum herþoturnar fagnandi í eitt skipti fyrir öll. Nú er lag.

Færslur

SHA_forsida_top

Hvað er á seyði í Tyrklandi? - Bakgrunnur átakanna skýrður

Hvað er á seyði í Tyrklandi? - Bakgrunnur átakanna skýrður

Fréttir hafa borist af stórfelldum mótmælum í Tyrklandi og vangaveltur verið um hvort stjórnarskipta sé …

SHA_forsida_top

Enginn málsverður í maí

Enginn málsverður í maí

Rétt er að taka fram að það verður ekki fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi föstudaginn 30. maí. …

SHA_forsida_top

Vestræn hernaðarstefna og við

Vestræn hernaðarstefna og við

Þórarinn Hjartarson, liðsmaður SHA um árabil og forystumaður Norðurlandsdeildar, flutti eftirfarandi erindi á félagsfundi MFÍK …

SHA_forsida_top

Vestræn hermaðarstefna og við - fundur í Friðarhúsi

Vestræn hermaðarstefna og við - fundur í Friðarhúsi

Opinn félagsfundur MFÍK verður föstudaginn 17. maí kl. 19 í Friðarhúsi Þórarinn Hjartarson flytur erindið: …

SHA_forsida_top

1. maí kaffi SHA 2013

1. maí kaffi SHA 2013

Morgunkaffi SHA á 1. maí er víðfræg samkoma og í hugum margra ómissandi hluti af …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Föstudagskvöldið 26. apríl n.k., kvöldið fyrir kosningar, verður fjáröflunarmálsverður Friðarhúss. Systa eldar. Matseðill: * Kreólahrísgrjón …

SHA_forsida_top

Pricing Tables

Pricing Tables

This is included You even get this Yes, this too! …

SHA_forsida_top

Taxi to the Dark Side - fimmtudagsbíó í Friðarhúsi

Taxi to the Dark Side - fimmtudagsbíó í Friðarhúsi

Heimildarmyndin Taxi to the Dark Side hlaut Óskarsverðlaunin sem besta heimildarmynd ársins 2007. Hún segir …

SHA_forsida_top

Fiskisúpa á föstudaginn langa

Fiskisúpa á föstudaginn langa

Fjáröflunarmálsverðir Friðarhúss fara ekki í frí yfir hátíðarnar. Næsti málsverður verður haldinn að kvöldi föstudagsins …

SHA_forsida_top

Blog

Blog

SHA_forsida_top

Contact Alternative

Contact Alternative

[nectar_gmap size="500" map_center_lat="52.365629" map_center_lng="4.871331" zoom="16" enable_zoom="1" map_markers="52.366441|4.868499|Our awesome location 52.363506|4.864336|Don't judge us for owning so …

SHA_forsida_top

Sidebar

Sidebar

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Quisque malesuada felis eget sapien viverra fringilla. …

SHA_forsida_top

Elements

Elements

Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Fusce velit tortor, dictum in gravida nec, …

SHA_forsida_top

About

About

SHA_forsida_top

About Me Creative

About Me Creative

A little bit about me Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Integer …