BREYTA

Nú er lag

Sævar Sigurbjarnason Eftirfarandi grein eftir gamlan félaga okkar í Samtökum herstöðvaandstæðinga, Sævar Sigbjarnarson frá Rauðholti, birtist í Morgunblaðinu 22. mars. Það var 15. mars, sem Bush sagði bless. Af því tilefni segi ég: Til hamingju Ísland ! Svolítið varð ég nú fyrir vonbrigðum með stjórnmálamennina okkar. Enginn virtist skynja þetta sem mikið fagnaðarefni. Mér finnst að viðbrögð þeirra, sem ég heyrði í, megi túlka þannig. Jú, Steingrímur og Jón Baldvin voru að vísu fegnir að blekkingaleiknum væri lokið, hefðu mátt útskýra orð sín betur og létu ekki í ljós mikla hrifningu yfir tækifærunum sem nú blasa við. Ingibjörg Sólrún virtist föst í hervarnanetinu. Það var bara farið vitlaust í þetta samningaferli! En allt í lagi að semja um hervarnir. Forsætisráðherrann var svolítið sár: Við sem studdum þá í öllum þeirra djöfulskap, en fáum ekki einu sinni að hafa táknrænar varnir eða atvinnubótavinnu utan um þær. Kæru landar, við skulum þakka fyrir að þessi tákngervingar hroka og hryðjuverka hverfi af landi okkar. Þennan sama dag voru verndarar frelsis og lýðræðis að gera mestu loftárásir til þessa í Íraksstríðinu (skv. RÚV). Nokkur hundruð andspyrnu- og vígamanna voru felldir nálægt borginni Samara um 100 km norður af Bagdad. Kæru vinir lögðuð þið nokkuð eyrun við þessum fréttum í útvarpinu okkar? Datt nokkrum í hug að það gæti kallast hryðjuverk að fella nokkur hundruð íraska andspyrnumenn? Datt nokkrum í hug, að þeir, sem berjast gegn útlendum innrásarher, eru sumsstaðar kallaðar frelsishetjur? Datt nokkrum í hug að í sömu byggðum kynnu að hafa verið konur og börn og það kynnu að hafa fallið nokkur þúsund? Trúir einhver Íslendingur því að við tryggjum landið okkar gegn hryðjuverkaárásum með því að drepa fólk í fjarlægum löndum? Eða erum við ekki í hópi hinna staðföstu stuðningsaðila þessarra aðgerða? Eða með því að biðja þá sem þetta stunda að vernda okkur. Nú er mál að snúa við blaðinu. Hreinsa landið af öllu sem heyrir undir hernað. Það var gott að við tókum við friðarsúlunni frá Yoko Ono. Það er gott að gera sér grein fyrir að það er hægt að fá önnur tákn frá U.S.A. en öskrandi herþotur. Nú eigum við að bjóða fram krafta og land undir alþjóðlegan friðarháskóla og alþjóðlega friðarrannsóknarstöð. Fá þannig mörg og dýrmæt störf inní landið í stað þeirra sem eru að hverfa. Störf sem útrýma óttanum með þekkingu. Í viðræðum sem í hönd fara við grannþjóðir okkar skulum við biðja um hlutlausa úttekt á háskanum sem stafar af þeim þúsundum kjarnorkusprengja sem tærast upp í vopnabúrum gömlu risaveldanna, svo eitthvað sé nefnt af verkefnum sem liggja í þögninni í dag. Þetta er heilög skylda okkar. Það hefur engin þjóð aðra eins möguleika til frumkvæðis á þessu sviði eins og við hér mitt á milli Nýja og Gamla heimsins. Hér hittust Reagan og Gorbi og gerðu kaflaskil í mannkynssögunni. Hér var aldrei herskylda, o.s.frv. Rífum okkur upp úr blekkingarfeninu. Almenningur á Vesturlöndum er að vakna. Grípum tækifærið og vekjum valdhafana. Breytum nátttrölli kaldasríðsins, herstöðinni á Miðnesheiði, í kyndil friðar og þekkingar. Hættum að þjóna undir þá sem úrskurða þúsundir manna sem ólöglega vígamenn. Láta þá veslast upp án dóms og laga íþrælabúðum. Kveðjum herþoturnar fagnandi í eitt skipti fyrir öll. Nú er lag.

Færslur

SHA_forsida_top

Þroskumst sem þjóð

Þroskumst sem þjóð

Eftirfarandi grein eftir Stefán Þorgrímsson birtist í Morgunblaðinu 23. október Við Íslendingar höfum nú fengið …

SHA_forsida_top

Varnir Íslands upp á náð Kínverja?

Varnir Íslands upp á náð Kínverja?

Frétt í Morgunblaðinu 22. október hófst svo: „Íslendingar munu fagna áramótunum með hefðbundnum hætti. Það …

SHA_forsida_top

Ályktun frá SHA v. Bretaflugs

Ályktun frá SHA v. Bretaflugs

Samtök hernaðarandstæðinga fagna orðum starfandi utanríkisráðherra um að heimsóknir breskra herþotna verði afþakkaðar á næstunni …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur í Friðarhúsi

Miðnefndarfundur í Friðarhúsi

Miðnefnd SHA fundar.

SHA_forsida_top

Annar heimur er mögulegur - European Social Forum í Málmey

Annar heimur er mögulegur - European Social Forum í Málmey

Sjá frásögn Guðríðar Sigurbjörnsdóttur og Önnu Sigríðar Hróðmarsdóttur á vef MFÍK: www.mfik.is/European%20Social%20Forum%202008.htm …

SHA_forsida_top

Fundur um „European Social Forum“

Fundur um „European Social Forum“

Opinn félagsfundur MFÍK þriðjudaginn 7. október kl. 19 í Friðarhúsinu (á horni Njálsgötu og …

SHA_forsida_top

Málsverður, föstudagskvöld

Málsverður, föstudagskvöld

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 3. október. Guðrún Bóasdóttir (Systa) sér um matseldina og …

SHA_forsida_top

Stjórn Friðarhúss fundar

Stjórn Friðarhúss fundar

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

SHA_forsida_top

Evrópski samfélagsvettvangurinn í Malmö 17.-21. september

Evrópski samfélagsvettvangurinn í Malmö 17.-21. september

Dagana 17. til 21. september síðastliðinn var fimmti Evrópski samfélagsvettvangurinn (Europan Social Forum - …

SHA_forsida_top

Málsverðurinn frestast!

Málsverðurinn frestast!

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss sem vera átti í dag, föstudag, frestast um viku vegna veikinda. Ný dagsetning …

SHA_forsida_top

Komum taumhaldi á vopnin

Komum taumhaldi á vopnin

Amnesty International hefur undanfarin fimm ár staðið að herferðinni „Komum taumhaldi á vopni“ ásamt samtökunum …

SHA_forsida_top

Málsverðurinn frestast!

Málsverðurinn frestast!

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss sem vera átti á morgun, föstudag, frestast um viku vegna veikinda. Ný dagsetning …

SHA_forsida_top

Fyrsti málsverður haustsins

Fyrsti málsverður haustsins

Hinir feykivinsælu fjáröflunarmálsverðir Friðarhúss hefjast á ný n.k. föstudagskvöld, 26. september. Systa sér um …

SHA_forsida_top

Gagnflaugakerfið og „virka utanríkisstefnan“

Gagnflaugakerfið og „virka utanríkisstefnan“

eftir Finn Dellsén Eftirfarandi grein birtist í vefritinu ogmundur.is 12. september Ein glórulausasta hervæðingarárátta …