BREYTA

Ný miðnefnd SHA kosin á landsfundi

Landsfundur SHA 2022 fór fram núna um helgina og var vel sóttur. Skýrsla miðnefndar var lögð fram og línurnar lagðar fyrir næsta starfsár þar sem verður stefnt að meiri virkni eftir ládeyðu kófsins. Nína Helgadóttir frá Rauða krossinum kom til okkar eftir hádegishlé og sagði okkur frá málefnum flóttafólks og þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir vegna stríðsins í Úkraínu. Það var mjög fræðandi og það sköpuðust líflegar umræður í kjölfarið. Greinilegt er að það er margt sem mætti betur fara í móttöku flóttafólks en vonandi verður aukinn vilji til þess að hjálpa fórnarlömbum stríðs til þess að eitthvað breytist. Guttormur Þorsteinsson var endurkjörinn sem formaður og ný miðnefnd tók til starfa. Hana skipa Anna Lísa Björnsdóttir sem kemur ný inn, Friðrik Atlason, Gyða Dröfn Jónudóttir Hjaltadóttir, Karl Héðinn Kristjánsson sem kemur einnig nýr inn, Lowana Veal, Sigurður Flosason, Stefán Pálsson og Þorvaldur Þorvaldsson. Til vara voru kosin Alexandra Ýr van Erven, Ólína Lind og Þórarinn Snorri Sigurgeirsson sem kemur nýr inn. Hinsvegar er ekki hefð fyrir því að gera greinarmun á aðal- og varamönnum. Við hlökkum til að starfa saman að verkefnum næsta árs enda af nógu að taka.

Færslur

SHA_forsida_top

Bjartsýnisverðlaun Nóbels

Bjartsýnisverðlaun Nóbels

Átti Barack Obama skilin Friðarverðlaunin? Eftirfarandi grein Hörpu Stefánsdóttur birtist í Smugunni 10. október …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er í láni þetta kvöld til félagsins Vantrúar.

SHA_forsida_top

Silfurmaður í Friðarhúsi

Silfurmaður í Friðarhúsi

Bandaríski rithöfundurinn Webster Tarpley var gestur í sjónvarpsþættinum Silfri Egils sunnudaginn 26. september, þar sem …

SHA_forsida_top

Dagur án ofbeldis – 2. október

Dagur án ofbeldis – 2. október

Heimsganga í þágu friðar og tilveru án ofbeldis er alþjóðlegt verkefni sem beinist að …

SHA_forsida_top

Söguhópur SHA fundar

Söguhópur SHA fundar

Fundur í Söguhópi SHA.

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Málsverður í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Rauður vettvangur, félagsfundur

Rauður vettvangur, félagsfundur

Félagsfundur RV í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Fyrsti málsverður haustsins

Fyrsti málsverður haustsins

Komið er að fyrsta málsverði haustsins í Friðarhúsi. Auk þess að vera góð fjáröflun fyrir …

SHA_forsida_top

Heimsganga í þágu friðar og tilveru án ofbeldis 2. okt. 2009 til 2. jan. 2010

Heimsganga í þágu friðar og tilveru án ofbeldis 2. okt. 2009 til 2. jan. 2010

2. október næstkomandi hefst á Nýja Sjálandi heimsganga í þágu friðar og tilveru án ofbeldis. …

SHA_forsida_top

Ástandið á Sri Lanka

Ástandið á Sri Lanka

Borgarastríð hefur geysað á Sri Lanka nær samfellt í aldarfjórðung og komust átökin mjög í …

SHA_forsida_top

Mótmælandi Íslands, minningarsýning

Mótmælandi Íslands, minningarsýning

Sem kunnugt er lést Helgi Hóseasson á dögunum, en hann var þjóðkunnur baráttumaður fyrir friði …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar.

SHA_forsida_top

Stríðið á Sri Lanka

Stríðið á Sri Lanka

Kristján Guðmundsson fjallar um átökin á Sri Lanka.

SHA_forsida_top

Ritstjórnarfundur Dagfara

Ritstjórnarfundur Dagfara

Ritstjórn Dagfara fundar

SHA_forsida_top

Mótmælandi Íslands

Mótmælandi Íslands

Heimildarmynd um Helga Hóseasson í boði SHA og Vantrúar.