BREYTA

Ný miðnefnd SHA kosin á landsfundi

Landsfundur SHA 2022 fór fram núna um helgina og var vel sóttur. Skýrsla miðnefndar var lögð fram og línurnar lagðar fyrir næsta starfsár þar sem verður stefnt að meiri virkni eftir ládeyðu kófsins. Nína Helgadóttir frá Rauða krossinum kom til okkar eftir hádegishlé og sagði okkur frá málefnum flóttafólks og þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir vegna stríðsins í Úkraínu. Það var mjög fræðandi og það sköpuðust líflegar umræður í kjölfarið. Greinilegt er að það er margt sem mætti betur fara í móttöku flóttafólks en vonandi verður aukinn vilji til þess að hjálpa fórnarlömbum stríðs til þess að eitthvað breytist. Guttormur Þorsteinsson var endurkjörinn sem formaður og ný miðnefnd tók til starfa. Hana skipa Anna Lísa Björnsdóttir sem kemur ný inn, Friðrik Atlason, Gyða Dröfn Jónudóttir Hjaltadóttir, Karl Héðinn Kristjánsson sem kemur einnig nýr inn, Lowana Veal, Sigurður Flosason, Stefán Pálsson og Þorvaldur Þorvaldsson. Til vara voru kosin Alexandra Ýr van Erven, Ólína Lind og Þórarinn Snorri Sigurgeirsson sem kemur nýr inn. Hinsvegar er ekki hefð fyrir því að gera greinarmun á aðal- og varamönnum. Við hlökkum til að starfa saman að verkefnum næsta árs enda af nógu að taka.

Færslur

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. 8.mars

Undirbúningsfundur v. 8.mars

Undirbúningsfundur v. alþjóðlegs baráttudags kvenna.

SHA_forsida_top

Vísindaferð í Friðarhúsi?

Vísindaferð í Friðarhúsi?

Friðarhús er frátekið þennan dag v. vís.ferðar háskólanema.

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. 8.mars

Undirbúningsfundur v. 8.mars

Undirbúningsfundur v. alþjóðlegs baráttudags kvenna.

SHA_forsida_top

Aðalfundur MFÍK

Aðalfundur MFÍK

Aðalfundur MFÍK verður haldinn þann 30. janúar kl. 19:00 í Friðarhúsinu (á horni Snorrabrautar og …

SHA_forsida_top

Langur laugardagur í Friðarhúsi

Langur laugardagur í Friðarhúsi

Friðarhús er opið á löngum laugardegi. Heitt á könnunni.

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. 8.mars

Undirbúningsfundur v. 8.mars

Undirbúningsfundur v. alþjóðlegs baráttudags kvenna.

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni í dag.

SHA_forsida_top

Alþjóðlegi samfélagsvettvangurinn 26. janúar

Alþjóðlegi samfélagsvettvangurinn 26. janúar

Alþjóðlegi samfélagsvettvangurinn (World Social Forum) er að þessu sinni ekki stór samkoma á …

SHA_forsida_top

Ávarp í lok Þorláksmessugöngu á Ísafirði

Ávarp í lok Þorláksmessugöngu á Ísafirði

Í tólfta sinn var farin friðarganga á Þorláksmessu á Ísafirði. Þátttakendum hefur fjölgað ár frá …

SHA_forsida_top

Ávarp í lok Þorláksmessugöngu á Akureyri

Ávarp í lok Þorláksmessugöngu á Akureyri

Blysför gegn stríði var farin í sjöunda sinn í röð á Akureyri á Þorláksmessu kl. …

SHA_forsida_top

Friðarvefurinn og Samtök hernaðarandstæðinga óska landsmönnum árs og friðar

Friðarvefurinn og Samtök hernaðarandstæðinga óska landsmönnum árs og friðar

Því miður hafa vonir um heim án styrjalda og stríðsæsinga, án vígtóla og gegndarlausra hernaðarútgjalda, …

SHA_forsida_top

Ávarp í lok Þorláksmessugöngu

Ávarp í lok Þorláksmessugöngu

Hér gefur að líta ávarp Höllu Gunnarsdóttur blaðamanns, sem flutt var á Ingólfstorgi í lok …

SHA_forsida_top

Stóri sannleikur varnarmálanna

Stóri sannleikur varnarmálanna

eftir Einar Ólafsson Eftirfarandi grein birtist á vefritinu ogmundur.is 20. desember, en var send …

SHA_forsida_top

Friðarganga á Þorláksmessu

Friðarganga á Þorláksmessu

Samstarfshópur Friðarhreyfinga efnir til friðargöngu á Þorláksmessu.

SHA_forsida_top

Friðargöngur á Þorláksmessu í Reykjavík, á Akureyri og Ísafirði

Friðargöngur á Þorláksmessu í Reykjavík, á Akureyri og Ísafirði

Íslenskir friðarsinnar munu að venju standa að friðargöngum á Þorláksmessu. Tilkynnt hefur verið um friðargöngur …