BREYTA

Ný miðnefnd SHA kosin á landsfundi

Landsfundur SHA 2022 fór fram núna um helgina og var vel sóttur. Skýrsla miðnefndar var lögð fram og línurnar lagðar fyrir næsta starfsár þar sem verður stefnt að meiri virkni eftir ládeyðu kófsins. Nína Helgadóttir frá Rauða krossinum kom til okkar eftir hádegishlé og sagði okkur frá málefnum flóttafólks og þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir vegna stríðsins í Úkraínu. Það var mjög fræðandi og það sköpuðust líflegar umræður í kjölfarið. Greinilegt er að það er margt sem mætti betur fara í móttöku flóttafólks en vonandi verður aukinn vilji til þess að hjálpa fórnarlömbum stríðs til þess að eitthvað breytist. Guttormur Þorsteinsson var endurkjörinn sem formaður og ný miðnefnd tók til starfa. Hana skipa Anna Lísa Björnsdóttir sem kemur ný inn, Friðrik Atlason, Gyða Dröfn Jónudóttir Hjaltadóttir, Karl Héðinn Kristjánsson sem kemur einnig nýr inn, Lowana Veal, Sigurður Flosason, Stefán Pálsson og Þorvaldur Þorvaldsson. Til vara voru kosin Alexandra Ýr van Erven, Ólína Lind og Þórarinn Snorri Sigurgeirsson sem kemur nýr inn. Hinsvegar er ekki hefð fyrir því að gera greinarmun á aðal- og varamönnum. Við hlökkum til að starfa saman að verkefnum næsta árs enda af nógu að taka.

Færslur

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss SHA. Borðhald hefst kl. 19.

SHA_forsida_top

Ætlar utanríkisráðherra bara að halda sama kúrsi?

Ætlar utanríkisráðherra bara að halda sama kúrsi?

Því ber að fagna að utanríkisráðherra ítrekar í erindi sínu á ráðstefnu í Norræna húsinu …

SHA_forsida_top

Utanríkisráðherra fjallar um nýtt skeið í öryggis- og varnarmálum

Utanríkisráðherra fjallar um nýtt skeið í öryggis- og varnarmálum

Við leyfum okkur að birta hér hluta úr erindi sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hélt …

SHA_forsida_top

„Kapphlaupið á Norðurpólinn“

„Kapphlaupið á Norðurpólinn“

Um breytingar á stöðu Íslands og norðurlandanna í varnar- og öryggismálum Fyrirlestrar í samvinnu við …

SHA_forsida_top

Þingmenn deila um varnarmál

Þingmenn deila um varnarmál

Eftirfarandi grein Árna Páls Árnasonar þingmanns Samfylkingarinnar og varaformanns utanríkismálanefndar Alþingis birtist í Morgunblaðinu 23. …

SHA_forsida_top

Friðarsinninn Milan Rai aftur í fangelsi

Friðarsinninn Milan Rai aftur í fangelsi

Vinur okkar, Milan Rai, hefur nú verið fangelsaður í annað sinn á tveimur árum. Milan …

SHA_forsida_top

„Þetta er herinn sem byssustingjum beinir að…

„Þetta er herinn sem byssustingjum beinir að…

eftir Árna Þór Sigurðsson alþingismann Birtist í Morgunblaðinu 19. ágúst … börnum og …

SHA_forsida_top

Nató-fenið í Afganistan

Nató-fenið í Afganistan

eftir Steingrím J. Sigfússon Birtist í Fréttablaðinu 7. ágúst 2007 Nató-leiðangurinn í Afganistan, …

SHA_forsida_top

Kvikmyndasýning í Friðarhúsi

Kvikmyndasýning í Friðarhúsi

Kvikmyndasýning á vegum SHA og Slagsíðunnar.

SHA_forsida_top

Menningarnótt í Friðarhúsi

Menningarnótt í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Fimmtudagsbíó - aðdragandi Júgóslavíustríðsins

Fimmtudagsbíó - aðdragandi Júgóslavíustríðsins

Fimmtudagskvöldið 23. ágúst standa Samtök hernaðarandstæðinga fyrir kvikmyndasýningu í Friðarhúsi í samvinnu við aðstandendur bókabúðarinnar …

SHA_forsida_top

Útrýmum kjarnavopnum

Útrýmum kjarnavopnum

eftir Katrínu Jakobsdóttur Birtist í Fréttablaðinu 9. ágúst 2007 Í kvöld verður þess …

SHA_forsida_top

Hvenær hætta þeir að drepa?

Hvenær hætta þeir að drepa?

Eftirfarandi grein Guðmundar R. Jóhannssonar birtist á vefritinu ogmundur.is 19. ágúst 2007 Rússarnir eru komnir …

SHA_forsida_top

Vantar óvin

Vantar óvin

eftir Sigurð Flosason, gjaldkera SHA Birtist í Fréttablaðinu 7. ágúst 2007 Við hvað …

SHA_forsida_top

Ályktun SHA vegna hernaðarflugs Rússa

Ályktun SHA vegna hernaðarflugs Rússa

Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla flugi rússneskra herþotna við strendur Íslands. Æfinga- og eftirlitsflug á borð við …