BREYTA

Ný miðnefnd SHA kosin á landsfundi

Landsfundur SHA 2022 fór fram núna um helgina og var vel sóttur. Skýrsla miðnefndar var lögð fram og línurnar lagðar fyrir næsta starfsár þar sem verður stefnt að meiri virkni eftir ládeyðu kófsins. Nína Helgadóttir frá Rauða krossinum kom til okkar eftir hádegishlé og sagði okkur frá málefnum flóttafólks og þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir vegna stríðsins í Úkraínu. Það var mjög fræðandi og það sköpuðust líflegar umræður í kjölfarið. Greinilegt er að það er margt sem mætti betur fara í móttöku flóttafólks en vonandi verður aukinn vilji til þess að hjálpa fórnarlömbum stríðs til þess að eitthvað breytist. Guttormur Þorsteinsson var endurkjörinn sem formaður og ný miðnefnd tók til starfa. Hana skipa Anna Lísa Björnsdóttir sem kemur ný inn, Friðrik Atlason, Gyða Dröfn Jónudóttir Hjaltadóttir, Karl Héðinn Kristjánsson sem kemur einnig nýr inn, Lowana Veal, Sigurður Flosason, Stefán Pálsson og Þorvaldur Þorvaldsson. Til vara voru kosin Alexandra Ýr van Erven, Ólína Lind og Þórarinn Snorri Sigurgeirsson sem kemur nýr inn. Hinsvegar er ekki hefð fyrir því að gera greinarmun á aðal- og varamönnum. Við hlökkum til að starfa saman að verkefnum næsta árs enda af nógu að taka.

Færslur

SHA_forsida_top

Um orðið varnarlið

Um orðið varnarlið

Erindi Árna Björnssonar á herkveðjuhátíð í RÁNNI Keflavík 22. apríl 2006 Það kom fólki …

SHA_forsida_top

Herinn fer, fögnum nýjum tækifærum

Herinn fer, fögnum nýjum tækifærum

Erindi Jóhanns Geirdal á herkveðjuhátíð í RÁNNI Keflavík 22. apríl 2006 Komið þið sæl og …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni þennan dag

SHA_forsida_top

Gott ár hjá Njarðvíkingum

Gott ár hjá Njarðvíkingum

Á velheppnaðri herkveðjuhátíð Vinstri grænna á Suðurnesjum sem haldin var á Ránni í Keflavík í …

SHA_forsida_top

Keflavíkurflugvöllur - brottför hersins, viðbrögð og möguleikar

Keflavíkurflugvöllur - brottför hersins, viðbrögð og möguleikar

eftir Jóhann Geirdal Eftirfarandi greinaflokkur eftir Jóhann Geirdal, bæjarfulltrúa í Reykjanesbæ, birtist á vefritinu …

SHA_forsida_top

Velheppnuð herkveðjuhátíð í Keflavík

Velheppnuð herkveðjuhátíð í Keflavík

Húsfyllir var á veitingahúsinu Ránni í Keflavík laugardaginn 22. apríl þegar herstöðvaandstæðingar á Suðurnesjum héldu …

SHA_forsida_top

Herkveðjuhátíð á Ránni, Keflavík, laugardaginn 22. apríl kl. 13-17

Herkveðjuhátíð á Ránni, Keflavík, laugardaginn 22. apríl kl. 13-17

Vinstri græn á Suðurnesjum standa fyrir herkveðjuhátíð á Ránni í Keflavík nk. laugardag kl. 13-17. …

SHA_forsida_top

Fjórða evrópska samfélagþingið í Aþenu 4.-7. maí

Fjórða evrópska samfélagþingið í Aþenu 4.-7. maí

Evrópskir herstöðvaandstæðingar á samfélagsþinginu í Aþenu Fjórða Evrópska samfélagsþingið (European Social Forum - …

SHA_forsida_top

Friðarpípa á laugardegi

Friðarpípa á laugardegi

Friðarpípan, spurningakeppni SHA í Friðarhúsi. Allir velkomnir.

SHA_forsida_top

Dagskrá í Friðarhúsi

Dagskrá í Friðarhúsi

SHA skipuleggur dagskrá í Friðarhúsi á miðvikudögum.

SHA_forsida_top

Frá SHA - nóg við að vera um páskana

Frá SHA - nóg við að vera um páskana

Friðarpípan í Friðarhúsi 15. apríl Páskarnir eru tími ferðalaga. Friðarsinnar sem hyggjast halda sig í …

SHA_forsida_top

Alþingi: skýrsla utanríkisráðherra

Alþingi: skýrsla utanríkisráðherra

Í dag, 6. apríl, flutti utanríkisráðherra munnlega skýrslu um utanríkismál á Alþingi. Ræðu ráðherrans og …

SHA_forsida_top

Viðræðurnar um framtíð herstöðvarinnar

Viðræðurnar um framtíð herstöðvarinnar

Ekkert samráð við stjórnarandstöðuna Ekki virðist það nú hafa vakið mikinn ugg hjá þjóðinni …

SHA_forsida_top

Lágfóta dældirnar smó - Fox-fréttamennska á NFS

Lágfóta dældirnar smó - Fox-fréttamennska á NFS

Kristinn Schram og Kolbeinn Óttarsson Proppé fjalla um fréttaflutning af fundum andstæðinga Íraksstríðsins …

SHA_forsida_top

Þingsályktunartillaga um yfirtöku Íslendinga á rekstri Keflavíkurflugvallar

Þingsályktunartillaga um yfirtöku Íslendinga á rekstri Keflavíkurflugvallar

Fimmtudaginn 30. mars var tekin fyrir á Alþingi þingsályktunartillaga Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs um yfirtöku …