BREYTA

Ný miðnefnd tekur til starfa

Það var vel mætt á landsfund og málsverð og við þökkum öllum sem lögðu hönd á plóg. Magnús Þorkell Bernharðsson var með mjög fróðlegt erindi um arfleið Íraksstríðsins, bæði fyrir Írak og stöðu Bandaríkjanna í heiminum.
Guttormur Þorsteinsson var endurkjörinn formaður og í miðnefnd voru kosin: Friðrik Atlason, Karl Héðinn Kristjánsson, Lowana Veal, Sigurður Flosason, Soffía Sigurðardóttir, Stefán Pálsson, Tjörvi Schiöth og Þorvaldur Þorvaldsson sem aðalmenn og Hallberg Brynjar Guðmundsson, Harpa Kristbergsdóttir og Steinunn Sigþrúðardóttir Jónsdóttir til vara.

Færslur

SHA_forsida_top

Ályktun vegna umferðar kjarnorkuskipa í efnahagslögsögu Íslands

Ályktun vegna umferðar kjarnorkuskipa í efnahagslögsögu Íslands

Samtök herstöðvaandstæðinga vekja athygli á þeirri hættu sem vera rússneskra herskipa í efnahagslögsögu Íslands hefur …