BREYTA

Nýtt skref í frekari samvinnu NATO og Ísraels

nato nei NATO sendi frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu 16. október síðastliðinn, sem hér birtist í lauslegri þýðingu:
    Í dag luku Bandaríkin og Ísrael samningi um „Individual Cooperation Programme (ICP)“ sem hluta af hinu útvíkkaða Miðjarðarhafssamráði (Mediterranean Dialogue). Jafnframt hafa NATO og Ísrael lokið útfærslu á því með hvaða hætti Ísrael komi að NATO-áætluninni „Operation Active Endeavour“. Á leiðtogafundinum í Istanbúl ákváðu þjóðarleiðtogar NATO-ríkjanna að bjóða aðilum Miðjarðarhafssamráðsins aðgang að tvíhliða samvinnuáætlunum (Individual Cooperation Programmes) NATO og taka þátt í „Operation Active Endeavour“ í samhengi við hið útvíkkaða hlutverk Miðjarðarhafssamráðsins sem samþykkt var á fundinum. Ákvörðun Ísraels um að taka þátt í „Operation Active Endeavour“ og ganga frá samningi um „Individual Cooperation Programme“ með NATO er mikilvægt skref í átt til frekara samvinnu við bandalagið.
Frumtexti: http://www.nato.int/docu/pr/2006/p06-123e.htm Nánar um samvinnu NATO og Ísraels, sjá grein um NATO og Ísrael á Friðarvefnum 17. september. Operation Active Endeavour var ein af átta meiriháttar aðgerðum sem NATO hóf til stuðnings Bandaríkjunum eftir atburðina 11. september 2001. Í grófum dráttum felst aðgerðin í að reka herskipaflota á Miðjarðarhafinu til að koma í veg fyrir hryðjuverk: http://www.nato.int/issues/active_endeavour/index.html Miðjarðarhafssamráðið var sett á fót árið 1994 í samráði við Miðjarðarhafsríki, Mediterranean Dialogue, en aðild að því eiga Alsír, Máritanía, Marokkó, Túnis, Egyptaland, Jórdanía og Ísrael. Á leiðtogafundinum í Istanbúl í júní 2004 var samþykktur nýr samráðsvettvangur með Istanbul-samstarfsáætluninni (Istanbul Cooperation Initiative) og þar með frekari starfsemi NATO í Miðausturlöndum. Í umfjöllun í NATO-fréttum veturinn 2005, er komist svo að orði: „... nú má skipta stefnu NATO gagnvart Miðjarðarhafssvæðinu og nágrenni þess niður á þrjár stoðir, þ.e.a.s. Miðjarðarhafssamráðið, Istanbúl-samstarfsáætlunina og afskipti af Írak.“ Ákveðið var að hefja þetta með tvíhliða samvinnu við Persaflóasamstarfsráðið, en það var stofnað 1981 sem samstarfsráð sex ríkja við Persaflóann, Bareins, Kúveits, Ómans, Katars, Sádi-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Hvorki Írak né Íran hafa átt aðild að þessu ráði. Í umfjöllun um samstarfsverkefni NATO í NATO-fréttum vorið 2004 segir svo um Miðjarðarhafssamráðið: „Í dag hefur landfræðilegt umfang öryggissamstarfs NATO og samráðsríkjanna stækkað til austurs, allt til Afganistan og jafnvel lengra. Hinni svonefndu „Clinton-nálgun” gagnvart suður- og austur-Miðjarðarhafssvæðinu, þar sem áhersla var lögð á viðræður, samninga, byggingu trausts og efnahagslega hvatningu, hefur verið varpað fyrir róða og í staðinn tekin upp stefna sem felst í meðal annars í hindrunaraðgerðum og íhlutun. Íhlutunarstefnu Bandaríkjanna í Miðausturlöndum fylgir viðleitni til þess að breyta gildismati í þessum heimshluta og færa það nær lýðræðishugsun Vesturlanda.“ Sjá nánar: www.nato.int/docu/update/2004/06-june/e0629d.htm www.nato.int/docu/review/2004/issue1/icelandic/main.htm www.nato.int/docu/review/2005/issue4/icelandic/art1.html www.nato.int/docu/review/2004/issue1/icelandic/summaries.html

Færslur

SHA_forsida_top

Ályktun um uppsögn varnarsamningsins

Ályktun um uppsögn varnarsamningsins

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga haldinn 12. september 2020 áréttar nauðsyn þess að varnarsamningi Íslands og Bandaríkjanna …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA 12. september

Landsfundur SHA 12. september

Að öllu jöfnu hefði landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga verið haldinn í marsmánuði en vegna heimsfaraldurs varð …

SHA_forsida_top

Kertafleyting 2020

Kertafleyting 2020

Í dag, 6. ágúst, eru 75 ár liðin frá kjarnorkuárásunum á Hírósíma og Nagasakí. Allt …

SHA_forsida_top

Kertafleyting með óvenjulegu sniði

Kertafleyting með óvenjulegu sniði

75 ár eru um þessar mundir frá því að Bandaríkin vörpuðu kjarnorkusprengju á japönsku borgirnar …

SHA_forsida_top

Her­væðing lög­reglunnar

Her­væðing lög­reglunnar

Þeir sem eitthvað hafa fylgst með í fréttum og samfélagsmiðlum ættu að vera meðvitaðir …

SHA_forsida_top

Bandarískt leyniskjal afhjúpað

Bandarískt leyniskjal afhjúpað

Bandarísk stjórnvöld hafa aflétt leynd af ýmsum skjölum sem varpa ljósi á Kalda stríðið. Þar …

SHA_forsida_top

Maímálsverður

Maímálsverður

Eftir nokkurt hlé hefjast fjáröflunarmálsverðir SHA í Friðarhúsi, Njálsgötu 87 á nýjan leik. Fyllsta öryggis …

SHA_forsida_top

English

English

  Campaign Against Militarism Icelanders have opposed military activities and NATO since …

SHA_forsida_top

Hvað gerðist á meðan við litum undan?

Hvað gerðist á meðan við litum undan?

Staða mála í Miðausturlöndum í skugga Covid. Samtök hernaðarandstæðinga efna til fundar um spennu- og …

SHA_forsida_top

Hernaðarbrölt í heimsfaraldri

Hernaðarbrölt í heimsfaraldri

Á miðvikudaginn sendi Trump Bandaríkjaforseti herafla til Karabíska hafsins í framhaldi af ákæru á …

SHA_forsida_top

Martyn Lowe um lögreglunjósnara

Martyn Lowe um lögreglunjósnara

Um árabil hafa lögreglumenn villt á sér heimildir sem aðgerðasinnar og njósnað um baráttusamtök í …

SHA_forsida_top

Landsfundi frestað, hætt við marsmálsverð

Landsfundi frestað, hætt við marsmálsverð

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga fundaði í gær. Í ljósi yfirstandandi faraldurs var ákveðið að fjáröflunarmálsverður Friðarhúss …

SHA_forsida_top

Höfnum stríði við Íran

Höfnum stríði við Íran

Laugardagurinn 25. janúar var helgaður alþjóðlegum mótmælum gegn stríði við Íran. Spennuna á milli …

SHA_forsida_top

Janúarmálsverður í Friðarhúsi

Janúarmálsverður í Friðarhúsi

Bræðurnir Friðrik Atlason og Gísli Hrafn Atlason sjá um janúarmálsverð friðarhúss. Í boði verður kjúklingagúmmelaði …

SHA_forsida_top

Ávarp Drífu Snædal á Þorláksmessu

Ávarp Drífu Snædal á Þorláksmessu

Kæru friðarsinnar, Friður og lýðræði eru í mínum huga nánar systur og verða ekki …