BREYTA

Nýtt skref í frekari samvinnu NATO og Ísraels

nato nei NATO sendi frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu 16. október síðastliðinn, sem hér birtist í lauslegri þýðingu:
    Í dag luku Bandaríkin og Ísrael samningi um „Individual Cooperation Programme (ICP)“ sem hluta af hinu útvíkkaða Miðjarðarhafssamráði (Mediterranean Dialogue). Jafnframt hafa NATO og Ísrael lokið útfærslu á því með hvaða hætti Ísrael komi að NATO-áætluninni „Operation Active Endeavour“. Á leiðtogafundinum í Istanbúl ákváðu þjóðarleiðtogar NATO-ríkjanna að bjóða aðilum Miðjarðarhafssamráðsins aðgang að tvíhliða samvinnuáætlunum (Individual Cooperation Programmes) NATO og taka þátt í „Operation Active Endeavour“ í samhengi við hið útvíkkaða hlutverk Miðjarðarhafssamráðsins sem samþykkt var á fundinum. Ákvörðun Ísraels um að taka þátt í „Operation Active Endeavour“ og ganga frá samningi um „Individual Cooperation Programme“ með NATO er mikilvægt skref í átt til frekara samvinnu við bandalagið.
Frumtexti: http://www.nato.int/docu/pr/2006/p06-123e.htm Nánar um samvinnu NATO og Ísraels, sjá grein um NATO og Ísrael á Friðarvefnum 17. september. Operation Active Endeavour var ein af átta meiriháttar aðgerðum sem NATO hóf til stuðnings Bandaríkjunum eftir atburðina 11. september 2001. Í grófum dráttum felst aðgerðin í að reka herskipaflota á Miðjarðarhafinu til að koma í veg fyrir hryðjuverk: http://www.nato.int/issues/active_endeavour/index.html Miðjarðarhafssamráðið var sett á fót árið 1994 í samráði við Miðjarðarhafsríki, Mediterranean Dialogue, en aðild að því eiga Alsír, Máritanía, Marokkó, Túnis, Egyptaland, Jórdanía og Ísrael. Á leiðtogafundinum í Istanbúl í júní 2004 var samþykktur nýr samráðsvettvangur með Istanbul-samstarfsáætluninni (Istanbul Cooperation Initiative) og þar með frekari starfsemi NATO í Miðausturlöndum. Í umfjöllun í NATO-fréttum veturinn 2005, er komist svo að orði: „... nú má skipta stefnu NATO gagnvart Miðjarðarhafssvæðinu og nágrenni þess niður á þrjár stoðir, þ.e.a.s. Miðjarðarhafssamráðið, Istanbúl-samstarfsáætlunina og afskipti af Írak.“ Ákveðið var að hefja þetta með tvíhliða samvinnu við Persaflóasamstarfsráðið, en það var stofnað 1981 sem samstarfsráð sex ríkja við Persaflóann, Bareins, Kúveits, Ómans, Katars, Sádi-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Hvorki Írak né Íran hafa átt aðild að þessu ráði. Í umfjöllun um samstarfsverkefni NATO í NATO-fréttum vorið 2004 segir svo um Miðjarðarhafssamráðið: „Í dag hefur landfræðilegt umfang öryggissamstarfs NATO og samráðsríkjanna stækkað til austurs, allt til Afganistan og jafnvel lengra. Hinni svonefndu „Clinton-nálgun” gagnvart suður- og austur-Miðjarðarhafssvæðinu, þar sem áhersla var lögð á viðræður, samninga, byggingu trausts og efnahagslega hvatningu, hefur verið varpað fyrir róða og í staðinn tekin upp stefna sem felst í meðal annars í hindrunaraðgerðum og íhlutun. Íhlutunarstefnu Bandaríkjanna í Miðausturlöndum fylgir viðleitni til þess að breyta gildismati í þessum heimshluta og færa það nær lýðræðishugsun Vesturlanda.“ Sjá nánar: www.nato.int/docu/update/2004/06-june/e0629d.htm www.nato.int/docu/review/2004/issue1/icelandic/main.htm www.nato.int/docu/review/2005/issue4/icelandic/art1.html www.nato.int/docu/review/2004/issue1/icelandic/summaries.html

Færslur

SHA_forsida_top

Myndband um NATO-væðinguna

Myndband um NATO-væðinguna

Ung Vinstri græn hafa sett á netið myndband sem þau kalla NATO-væðing Íslands. Myndbandið …

SHA_forsida_top

Heiða spilar á föstudagsmálsverði

Heiða spilar á föstudagsmálsverði

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 25. apríl. Systa sér um matseldina og …

SHA_forsida_top

1. maí kaffi

1. maí kaffi

Morgunkaffi í Friðarhúsi á baráttudegi verkalýðsins.

SHA_forsida_top

Friðarhús miðvikudagskvöld: fundur um friðarráðstefnu í Kaíró

Friðarhús miðvikudagskvöld: fundur um friðarráðstefnu í Kaíró

Miðvikudagskvöldið 23. apríl kl. 20 munu Rósa Eyvindardóttir og Vésteinn Valgarðsson segja frá ferð sinni …

SHA_forsida_top

Einkasamkoma í Friðarhúsi

Einkasamkoma í Friðarhúsi

Friðarhús er í útleigu þetta kvöld.

SHA_forsida_top

Einkasamkoma í Friðarhúsi

Einkasamkoma í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni þetta kvöld.

SHA_forsida_top

Fundur um friðarráðstefnu í Kaíró

Fundur um friðarráðstefnu í Kaíró

Rósa Eyvindardóttir og Vésteinn Valgarðsson segja frá ferð sinni á alþjóðlega friðarráðstefnu í Kaíró á …

SHA_forsida_top

Söngvaskáld í Friðarhúsi & Kaírófundur

Söngvaskáld í Friðarhúsi & Kaírófundur

Nýverið kom út vegleg söngbók með norrænum baráttuljóðum, en undirbúningur útgáfunnar hefur staðið í mörg …

SHA_forsida_top

Per Warming

Per Warming

Danski tónlistar- og fræðimaðurinn Per Warming fjallar um tónlist og stjórnmál í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Miðjarðarhafsmatur í Friðarhúsi, 25. ap.

Miðjarðarhafsmatur í Friðarhúsi, 25. ap.

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 25. apríl. Matseldin verður að þessu sinni …

SHA_forsida_top

Deilt og drottnað í Darfúr og Tíbet

Deilt og drottnað í Darfúr og Tíbet

eftir Þórarin Hjartarson „Declare independance“, hrópar Björk í Kína og í Serbíu. Vestrænar fréttastofur hafa …

SHA_forsida_top

Miðjarðarhafsmatur í Friðarhúsi, 25. ap.

Miðjarðarhafsmatur í Friðarhúsi, 25. ap.

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 25. apríl. Matseldin verður að þessu sinni …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Varnarmálalög samþykkt - hernaðarhyggjan lögfest

Varnarmálalög samþykkt - hernaðarhyggjan lögfest

Í gær, 16. apríl, var frumvarp utanríkisráðherra um varnarmálalög samþykkt. Samtök hernaðarandstæðinga sendu utanríkismálanefnd Alþingis …

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA í Friðarhúsi.