BREYTA

Obama og friðarverðlaunin

Obama Bandaríkjaforseti hefur nú bæst í hóp furðulegra ákvarðanna norsku Nóbelsnefndarinnar sem útnefnir friðarverðlaunahafa. Að því tilefni er vert að rifja upp grein Hörpu Stefánsdóttur sem birtist í síðasta Dagfara og þar á undan á vefritinu Smugunni. Bjartsýnisverðlaun Nóbels - Átti Barack Obama skilin Friðarverðlaunin? Það fór eflaust kjánahrollur um marga þegar tilkynnt var að Barack Obama hefði hlotið Friðarverðlaun Nóbels. Obama fær verðlaunin ekki fyrir eitthvað sem hann hefur gert í raun og veru. Heldur sem einhverskonar hvatningu til þess að standa við stóru orðin um von og breytingar og stuðla að friði í framtíðinni. Obama fékk líka verðlaun árið 2008. Kosningaherferðin hans fékk Advertising Age markaðsverðlaunin, þau sömu og Apple fékk árið 2007. Hann var í kjölfarið sæmdur titlinum „Markaðsmaður ársins 2008“ (e. Marketer of the year 2008) Enda var kosningabaráttan mjög vel hönnuð auglýsingaherferð um vörumerkið Obama sem hreif marga með sér með innantómum frösum og slagorðum um von og óljósar breytingar. Það fór minna fyrir stefnumálunum. Ástæðurnar fyrir tilnefningunni eru af sama meiði og kosningaherferðin. Fallegar umbúðir en lítið innihald. Nóbelsnefndin segir að hann hafi komið af stað flóðbylgju vonar um allan heim. Það er hálfsorglegt að friðarverðlaunin séu veitt í eintómri von um eitthvað sem gæti gerst, veitt manni sem hefur ekki komið fram með neitt í friðarmálum annað en verðlaunaslagorð og innantóman fagurgala. Eitt það fyrsta sem kom upp í hugann á mér þegar ég frétti hver hefði hlotið verðlaunin var þegar Obama var spurður útí árás Ísraelsmanna á Gaza rétt fyrir innsetningarathöfnina. Hann lét eftirfarandi ummæli falla “Ef eldflaugar féllu þar sem dætur mínar tvær svæfu þá myndi ég gera allt sem í mínu valdi stæði til þess að stöðva það”. Hann var þó ekki að vísa til þeirra fjölmörgu palestínsku barna sem voru drepin með bandarískum vopnum í árásinni, undir því yfirskyni að Ísrael eigi rétt á að verja sig með fyrirbyggjandi aðgerðum. Obama kann að koma fyrir sig orði og heldur fallegar ræður. En hvers virði eru orð ef lítið er á bakvið þau. Ímyndin er kannski ný og fersk en það er erfitt að sjá einhverjar raunverulegar, róttækar breytingar frá utanríkisstefnu Bushstjórnarinnar. Því hefur verið haldið fram að hann fái verðlaunin í raun fyrir það eitt að vera ekki Bush. Það er ekki úr háum söðli að detta fyrir Obama sem hefur þó valdið mörgum sárum vonbrigðum. Það er stundum sagt að undir stjórn Obama sé allt öðruvísi en ekkert hafi breyst. Það sér ekki fyrir endann á hersetunni í Írak, það er ekki búið að loka Guantanamo og hernaðurinn á hinu svokallaða Afpak svæði fer stigversnandi. Hann er búinn að senda 20.000 hermenn til viðbótar til Afganistan og uppi eru áætlanir um að senda allt að 40.000 í viðbót. Obama virðist samþykkja „The Bush Doctrine“. Þ.e.a.s að Bandaríkin eigi fullkominn rétt á því að vernda sig með öllum tiltækum ráðum sig gagnvart ríkjum sem grunur leikur á að hylmi yfir með eða fjármagni hryðjuverkamenn. Það sést m.a. á því að undir stjórn Obama er sprengt í Pakistan nánast að vild, eins og mörg dæmi eru um. Í fyrstu viku hans í embætti voru sendar ómannaðar sprengjuflugvélar yfir landamæri Pakistans þar sem a.m.k 22 saklausir borgarar létu lífið, þar á meðal börn. Hann virðist í raun fylgja utanríkisstefnu Bush stjórnarinnar í mörgum málum, þ.á.m. í Palestínudeilunni þar sem hann vill auka hergagnaaðstoð til Ísraels með samningi til næstu tíu ára. Obamastjórnin hefur heldur ekkert gert í útþenslu landnemabyggðanna og stendur í vegi fyrir því að Ísraelsmenn þurfi að svara til saka fyrir hina grimmilegu árás á Gaza samkvæmt alþjóðalögum. Það er hægt að telja upp mörg svipuð dæmi. Friðarverðlaunin ætti að veita fyrir raunverulegar aðgerðir sem stuðla að friðsamari heimi. Það er skammarlegt að veita þessi verðlaun til leiðtoga stærsta og árásargjarnasta herveldis heims sem enn kyndir ófriðarbál um allan heim með gengdarlausum hernaði og hergangaframleiðslu. Þetta er auðvitað ekki í fyrsta skipti sem þessi verðlaun eru veitt í pólitískum tilgangi, sem einhverskonar hvatningarverðlaun til þjóðarleiðtoga. En væri ekki mikið áhrifaríkara að friðarverðlaunin fari til einstaklinga eða samtaka sem hafa helgað líf sitt baráttunni fyrir friði? Má í því tilliti nefna Noam Chomsky sem er enn á níræðisaldri óþreytandi við að tala fyrir friði og afvopnun og Dr. Mukwege frá Kongó (DRC). Sem hefur sett sig í stöðuga hættu og unnið þrekvirki við að bjarga lífi kvenna sem hafa orðið fyrir því hrottalega kynferðisofbeldi sem er orðið að faraldri í landinu. Það er til fullt af hugsjónafólki sem vinnur að friði án ofbeldisfullra málamiðlana. Þessi verðlaun eiga að tilheyra þeim. Harpa Stefánsdóttir

Færslur

SHA_forsida_top

Nató reist níðstöng við Akureyrarflugvöll

Nató reist níðstöng við Akureyrarflugvöll

Síðastliðinn laugardag, 22. ágúst, reistu Samtök hernaðarandstæðinga á Norðurlandi Nató níðstöng við Akureyrarflugvöll. Þórarinn Hjartarson …

SHA_forsida_top

Mótmælastaða á Akureyri

Mótmælastaða á Akureyri

Mótmælastaða Samtaka hernaðarandstæðinga á Norðurlandi vegna aðflugsæfinga Nató við Akureyrarflugvöll. Í dag, fimmtudaginn 20. ágúst, …

SHA_forsida_top

Illur gestur: ályktun frá SHA

Illur gestur: ályktun frá SHA

Samtök hernaðarandstæðinga minna á þau gömlu sannindi að sjaldan er ein báran stök. Íslenskt efnahagslíf …

SHA_forsida_top

RV í Friðarhúsi

RV í Friðarhúsi

RV í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni þetta kvöld.

SHA_forsida_top

Ávarp á kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn

Ávarp á kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn

Stefán Pálsson, sagnfræðingur og formaður Samtaka hernaðarandstæðinga, flutti eftirfarandi ávarp á kertafleytingu Samstarfshóps friðarhreyfinga að …

SHA_forsida_top

Ávarp á kertafleytingu á Akureyri

Ávarp á kertafleytingu á Akureyri

Á kertafleytingu á Akureyri, 6. ágúst 2009, flutti Brynhildur Þórarinsdóttir rithöfundur eftirfarandi ávarp: Kæru vinir, …

SHA_forsida_top

Mótmælastaða við Akureyrarflugvöll laugardaginn 8. ágúst klukkan 14.30

Mótmælastaða við Akureyrarflugvöll laugardaginn 8. ágúst klukkan 14.30

Á úlfurinn að vernda lambið? Samtök hernaðarandstæðinga á Norðurlandi efna til mótmælastöðu við Akureyrarflugvöll …

SHA_forsida_top

Risaveldi á flótta - mótmælum frestað!

Risaveldi á flótta - mótmælum frestað!

Bandaríska herveldið virðist hafa hörfað undan friðarvilja Norðlendinga. Aðflugsæfingum hefur a.m.k. verið frestað um óákveðinn …

SHA_forsida_top

Kertafleyting 6. ágúst í Reykjavík, á Akureyri, Egilsstöðum og í Vestmannaeyjum

Kertafleyting 6. ágúst í Reykjavík, á Akureyri, Egilsstöðum og í Vestmannaeyjum

Kertafleyting verður á fjórum stöðum á landinu fimmtudagskvöldið 6. ágúst kl. 22:30: í Reykjavík, …

SHA_forsida_top

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn 6. ágúst 2009

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn 6. ágúst 2009

Íslenskar friðarhreyfingar standa að kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn fimmtudaginn 6. ágúst 2009. Safnast verður …

SHA_forsida_top

Ályktun gegn aðflugsæfingum Nató á Akureyrarflugvelli.

Ályktun gegn aðflugsæfingum Nató á Akureyrarflugvelli.

Samtök hernaðarandstæðinga á Norðurlandi lýsa furðu sinni á því að utanríkisráðherra þjóðarinnar skuli heimila aðflugsæfingar …

SHA_forsida_top

Frá Samstarfshópi friðarhreyfinga

Frá Samstarfshópi friðarhreyfinga

Kertafleyting á Reykjavíkurtjörn 6.ágúst 2009 Íslenskar friðarhreyfingar standa að kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn fimmtudaginn 6. …

SHA_forsida_top

Rauður vettvangur: Rauðar sumarbúðir

Rauður vettvangur: Rauðar sumarbúðir

frá fimmtudagur, júlí 23 2009 - 10:00 til laugardagur, júlí 25 2009 - 22:00 Hvern …

SHA_forsida_top

Vilja Íslendingar verða þegnar í herveldi gömlu evrópsku nýlenduveldanna?

Vilja Íslendingar verða þegnar í herveldi gömlu evrópsku nýlenduveldanna?

eftir Harald Ólafsson Því verður ekki trúað að óreyndu að verkalýðshreyfingin og þeir stjórnmálamenn sem …