BREYTA

Öberg um Úkraínu

Íslandsvinurinn Jan Öberg er merkur sérfræðingur á sviði friðarmála og lausnar deilumála. Hann heldur úti friðarrannsóknarstofnuninn TFF og á vef hennar birtist fjöldi greina um átakasvæði í veröldinni. Öberg hefur sérstaklega látið sig varða átökin í Úkraínu liðna mánuði og hefur nú ritað forvitnilega grein um vopnahléssamningana í Minsk. Í greininni lýsir Öberg nokkrum vonbrigðum með að hinir nýju samningar virðist lítið annað en endurtekning á eldri samningum frá Minsk sem lítinn árangur báru. Öberg spyr hvað þurfi að gerast til að vopnahlé nú geti þróast yfir í raunverulegt friðarsamkomulag? Hann kallar eftir fjölmennu friðargæsluliði Sameinuðu þjóðanna, sem ásamt lögregluliði og borgaralegum starfsmönnum gæti talið 20 þúsund manns. Öberg bendir á kanadíska friðargæsluliðið í Austur-Slavoníu snemma á tíunda áratugnum sem fyrirmynd að slíku liði. Sú sveit hafi verið hörð í horn að taka og haldið stríðandi öflum á mottunni. Kostnaðurinn við stór friðargæsluverkefni Sameinuðu þjóðanna sé vissulega mikill, en mun dýrara verði að gera ekkert og leyfa átökunum að þróast í stórstyrjöld, Öberg er sömuleiðis gagnrýninn á fyrirkomulag friðarviðræðnanna í Minsk. Þar hafi vantað fulltrúa þeirra sem mestra hagsmuna hafi að gæta, fólksins á vettvangi. Viðræðurnar hafi verið of formlegar, niðurnjörvaðar og einkennst af ávörpum og ræðuhöldum fyrirmenna í stað þess að vera lausnamiðaðar og raunveruleg umræða með aðstoð reyndra málamiðlara. Jafnframt veltir Öberg því fyrir sér hvort í öllu ráðgjafateymi þjóðaleiðtogana sé að finna nokkurn mann með reynslu af lausn deiluefna - reynda sáttasemjara í stað endalausra hernaðarráðgjafa. Hvers vegna ættu önnur lögmál að gilda um lausn stórra alþjóðlegra deilumála og minni ágreiningsefna í mannlegu samfélagi?  

Færslur

SHA_forsida_top

Blog Masonry Fullwidth

Blog Masonry Fullwidth

SHA_forsida_top

Blog Masonry No Sidebar

Blog Masonry No Sidebar

SHA_forsida_top

Blog Standard No Sidebar

Blog Standard No Sidebar

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður marsmánaðar

Fjáröflunarmálsverður marsmánaðar

Föstudagskvöldið 28. mars verður fjáröflunarmálsverður Friðarhúss haldinn. Matseld verður í höndum MFÍK og er matseðillinn …

SHA_forsida_top

Úkraína og Krímskagi – félagsfundur SHA

Úkraína og Krímskagi – félagsfundur SHA

Málefni Úkraínu hafa mikið verið til umræðu upp á síðkastið vegna pólitísks óstöðugleika og rússneskrar …

SHA_forsida_top

Fjölmiðlar og friðarmálin

Fjölmiðlar og friðarmálin

Blaðamennirnir Jón Bjarki Magnússon og Jóhann Páll Jóhansson á DV fengu á dögunum íslensku blaðamannaverðlaunin …

SHA_forsida_top

Hvað er á seyði í Suður-Súdan?

Hvað er á seyði í Suður-Súdan?

Suður-Súdan hefur komist í heimsfréttirnar upp á síðkastið vegna ófriðarástands í landinu. Guðrún Sif Friðriksdóttir …

SHA_forsida_top

NATO og norræn samvinna

NATO og norræn samvinna

Þegar Bandaríkjamenn réðust á Afghanistan í október 2001 höfðu þeir lítið lögmæti til þess. Eftir …

SHA_forsida_top

Febrúarmálsverður í Friðarhúsi

Febrúarmálsverður í Friðarhúsi

Föstudagskvöldið 28. febrúar n.k. verður annar fjáröflunarkvöldverður ársins haldinn í Friðarhúsi. Kokkur kvöldsins verður Geir …

SHA_forsida_top

Ályktun um loftrýmisgæslu 2014

Ályktun um loftrýmisgæslu 2014

Eins og rækilega hefur komið fram, standa nú hér á landi yfir umfangsmiklar heræfingar með …

SHA_forsida_top

Dæmisagan falska um Rúanda

Dæmisagan falska um Rúanda

Fyrst: um Bosníu og Kosovo Í fyrri grein var minnst á nokkur þau voðaverk á …

SHA_forsida_top

„Verndarskyldan“ – óskabúningur íhlutunarstefnunnar

„Verndarskyldan“ – óskabúningur íhlutunarstefnunnar

Spegillinn á Þrettándanum Þrettándadag jóla, 6. janúar, hafði Spegillinn í Ríkisútvarpinu (Pálmi Jónasson) innslag um …

SHA_forsida_top

Janúarmálsverður Friðarhúss

Janúarmálsverður Friðarhúss

Fyrsti fjáröflunarmálsverður haustsins verður haldinn í Friðarhúsi föstudagskvöldið 31. janúar n.k. Kokkar kvöldsins verður þríeykið …

SHA_forsida_top

Onoda á Norðurhjaranum

Onoda á Norðurhjaranum

Hiroo Onoda lést í Tókíó 91 árs að aldri. Onoda varð heimsfrægur árið 1974 þegar …

SHA_forsida_top

Bandaríkin og alþjóðalögin: félagsfundur SHA og MFÍK og fjáröflunarkvöldverður

Bandaríkin og alþjóðalögin: félagsfundur SHA og MFÍK og fjáröflunarkvöldverður

SHA og MFÍK efna til sameiginlegs félagsfundar þriðjudaginn 14. janúar í Friðarhúsi kl. 20. Þórhildur …