BREYTA

Öberg um Úkraínu

Íslandsvinurinn Jan Öberg er merkur sérfræðingur á sviði friðarmála og lausnar deilumála. Hann heldur úti friðarrannsóknarstofnuninn TFF og á vef hennar birtist fjöldi greina um átakasvæði í veröldinni. Öberg hefur sérstaklega látið sig varða átökin í Úkraínu liðna mánuði og hefur nú ritað forvitnilega grein um vopnahléssamningana í Minsk. Í greininni lýsir Öberg nokkrum vonbrigðum með að hinir nýju samningar virðist lítið annað en endurtekning á eldri samningum frá Minsk sem lítinn árangur báru. Öberg spyr hvað þurfi að gerast til að vopnahlé nú geti þróast yfir í raunverulegt friðarsamkomulag? Hann kallar eftir fjölmennu friðargæsluliði Sameinuðu þjóðanna, sem ásamt lögregluliði og borgaralegum starfsmönnum gæti talið 20 þúsund manns. Öberg bendir á kanadíska friðargæsluliðið í Austur-Slavoníu snemma á tíunda áratugnum sem fyrirmynd að slíku liði. Sú sveit hafi verið hörð í horn að taka og haldið stríðandi öflum á mottunni. Kostnaðurinn við stór friðargæsluverkefni Sameinuðu þjóðanna sé vissulega mikill, en mun dýrara verði að gera ekkert og leyfa átökunum að þróast í stórstyrjöld, Öberg er sömuleiðis gagnrýninn á fyrirkomulag friðarviðræðnanna í Minsk. Þar hafi vantað fulltrúa þeirra sem mestra hagsmuna hafi að gæta, fólksins á vettvangi. Viðræðurnar hafi verið of formlegar, niðurnjörvaðar og einkennst af ávörpum og ræðuhöldum fyrirmenna í stað þess að vera lausnamiðaðar og raunveruleg umræða með aðstoð reyndra málamiðlara. Jafnframt veltir Öberg því fyrir sér hvort í öllu ráðgjafateymi þjóðaleiðtogana sé að finna nokkurn mann með reynslu af lausn deiluefna - reynda sáttasemjara í stað endalausra hernaðarráðgjafa. Hvers vegna ættu önnur lögmál að gilda um lausn stórra alþjóðlegra deilumála og minni ágreiningsefna í mannlegu samfélagi?  

Færslur

SHA_forsida_top

Sögunefnd SHA

Sögunefnd SHA

Sögunefnd SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Aljóðlegur aðgerðadagur gegn Íraksstríði

Aljóðlegur aðgerðadagur gegn Íraksstríði

SHA stendur fyrir aðgerðum á afmæli Íraksstríðsins.

SHA_forsida_top

Langur laugardagur í Friðarhúsi - undirbúningur fyrir aðgerðir 15. mars

Langur laugardagur í Friðarhúsi - undirbúningur fyrir aðgerðir 15. mars

Næstkomandi laugardagur verður langur laugardagur á Laugaveginum og þar um kring. Að venju verður þá …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss - í umsjón MFÍK

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss - í umsjón MFÍK

Hinn sívinsæli mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 29. feb. kl. 19. Að þessu …

SHA_forsida_top

Ungliðakvöld SHA

Ungliðakvöld SHA

SHA_forsida_top

Fundur sögunefndar

Fundur sögunefndar

Sögunefnd Friðarhreyfinganna fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

15. mars: Stríðinu verður að linna

15. mars: Stríðinu verður að linna

Alþjóðlegar aðgerðir gegn Íraksstríðinu dagana 15.-22. mars 2008 20. mars verða liðin fimm ár …

SHA_forsida_top

Alþingi ítrekar fordæmingu sína á fangabúðunum í Guantanamo

Alþingi ítrekar fordæmingu sína á fangabúðunum í Guantanamo

Við höfum sagt frá tillögu sem lögð var fram á Alþingi 17. janúar um að …

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA um varnarmálafrumvarp

Félagsfundur SHA um varnarmálafrumvarp

Fyrir Alþingi liggur frumvarp ríkisstjórnarinnar um varnarmál, þar sem fjallað er um ýmis þau málefni …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Félagar í MFÍK sjá um málsverðinn að þessu sinni.

SHA_forsida_top

Orrustuþotur ógna öryggi farþegaflugs

Orrustuþotur ógna öryggi farþegaflugs

Steinunn Þóra Árnadóttir, virkur félagi í SHA, situr nú á þingi sem varaþingmaður og hefur …

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA um frumvarp til nýrra laga um varnarmál.

SHA_forsida_top

Aðalfundur MFÍK, Friðarhúsi

Aðalfundur MFÍK, Friðarhúsi

Aðalfundur MFÍK verður haldinn í Friðarhúsi, á horni Njálsgötu og Snorrabrautar, miðvikudagskvöldið 30. janúar kl. …

SHA_forsida_top

Hershöfðingjar NATO vilja beita kjarnorkuvopnum að fyrra bragði

Hershöfðingjar NATO vilja beita kjarnorkuvopnum að fyrra bragði

eftir Finn Dellsén Eftirfarandi grein birtist í vefritinu ogmundur.is 25. janúar. Nýjustu fréttir …

SHA_forsida_top

Þingmenn allra flokka fordæma Guantanamó

Þingmenn allra flokka fordæma Guantanamó

eftir Álfheiði Ingadóttur alþingismann Við vöktum athygli á því fyrir skemmstu að þverpólitísk …