BREYTA

Öberg um Úkraínu

Íslandsvinurinn Jan Öberg er merkur sérfræðingur á sviði friðarmála og lausnar deilumála. Hann heldur úti friðarrannsóknarstofnuninn TFF og á vef hennar birtist fjöldi greina um átakasvæði í veröldinni. Öberg hefur sérstaklega látið sig varða átökin í Úkraínu liðna mánuði og hefur nú ritað forvitnilega grein um vopnahléssamningana í Minsk. Í greininni lýsir Öberg nokkrum vonbrigðum með að hinir nýju samningar virðist lítið annað en endurtekning á eldri samningum frá Minsk sem lítinn árangur báru. Öberg spyr hvað þurfi að gerast til að vopnahlé nú geti þróast yfir í raunverulegt friðarsamkomulag? Hann kallar eftir fjölmennu friðargæsluliði Sameinuðu þjóðanna, sem ásamt lögregluliði og borgaralegum starfsmönnum gæti talið 20 þúsund manns. Öberg bendir á kanadíska friðargæsluliðið í Austur-Slavoníu snemma á tíunda áratugnum sem fyrirmynd að slíku liði. Sú sveit hafi verið hörð í horn að taka og haldið stríðandi öflum á mottunni. Kostnaðurinn við stór friðargæsluverkefni Sameinuðu þjóðanna sé vissulega mikill, en mun dýrara verði að gera ekkert og leyfa átökunum að þróast í stórstyrjöld, Öberg er sömuleiðis gagnrýninn á fyrirkomulag friðarviðræðnanna í Minsk. Þar hafi vantað fulltrúa þeirra sem mestra hagsmuna hafi að gæta, fólksins á vettvangi. Viðræðurnar hafi verið of formlegar, niðurnjörvaðar og einkennst af ávörpum og ræðuhöldum fyrirmenna í stað þess að vera lausnamiðaðar og raunveruleg umræða með aðstoð reyndra málamiðlara. Jafnframt veltir Öberg því fyrir sér hvort í öllu ráðgjafateymi þjóðaleiðtogana sé að finna nokkurn mann með reynslu af lausn deiluefna - reynda sáttasemjara í stað endalausra hernaðarráðgjafa. Hvers vegna ættu önnur lögmál að gilda um lausn stórra alþjóðlegra deilumála og minni ágreiningsefna í mannlegu samfélagi?  

Færslur

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Öryggisvottorð í þágu NATO

Öryggisvottorð í þágu NATO

Í dag, 7. nóv. 2006, birtist afar athyglisverð frétt á forsíðu Fréttablaðsins. Hún fjallar um …

SHA_forsida_top

Húsin á heiðinni

Húsin á heiðinni

Eftirfarandi grein Þorleifs Friðrikssonar sagnfræðings birtist í Morgunblaðinu 2. nóvember. Fleiri greinar um atvinnustarfsemi …

SHA_forsida_top

Kannski getum við gert upp sakirnar

Kannski getum við gert upp sakirnar

Eftirfarandi grein Ragnars Óskarssonar birtist í Morgunpósti VG 31. október. Líklega munum við flest …

SHA_forsida_top

Viðtal við Vigfús Geirdal um símhleranir og fleira á Morgunhananum

Viðtal við Vigfús Geirdal um símhleranir og fleira á Morgunhananum

Í þættinum Morgunhaninn á Útvarp Sögu 30. nóvember ræddi Jóhann Haukson við Vigfús Geirdal sagnfræðing …

SHA_forsida_top

Baráttan heldur áfram!

Baráttan heldur áfram!

Húsfyllir var á hinum mánaðarlega föstudagskvöldverði í Friðarhúsi 28. október. Kjartan Ólafsson fv. alþingismaður kom …

SHA_forsida_top

Hlerunarskjölin

Hlerunarskjölin

Hlerunarskjölin er hægt að nálgast á vefslóðinni http://www.skjalasafn.is/index.php?node=534

SHA_forsida_top

Staðið á blístri - legið á hleri

Staðið á blístri - legið á hleri

N.k. föstudagskvöld verður hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss. Matseðillinn er að vanda glæsilegur: Kjúklingasalat með austurlensku …

SHA_forsida_top

Aðalfundur húsfélags

Aðalfundur húsfélags

Aðalfundur húsfélagsins að Njálsgötu 87 verður haldinn í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Rokktónleikar í Friðarhúsi

Rokktónleikar í Friðarhúsi

Bókasafn Andspyrnu heldur rokktónleika í Friðarhúsi kl. 19-21.

SHA_forsida_top

NATO er ekki friðarbandalag

NATO er ekki friðarbandalag

Eftirfarandi grein Einars Ólafssonar birtist í Morgunblaðinu 21. október 2006. Þar hafði slæðst inn ein …

SHA_forsida_top

Bandaríkin, NATO og stríðið gegn hryðjuverkum

Bandaríkin, NATO og stríðið gegn hryðjuverkum

eftir Einar Ólafsson Prentvæn útgáfa Ný heimskipan: alger yfirráð Bandaríkjanna „Áður en Japanir …

SHA_forsida_top

Stríðið í Afganistan

Stríðið í Afganistan

Eftirfarandi grein Þórðar Sveinssonar birtist einnig á vefritinu MIR.IS. Í Afganistan ríkir enginn …

SHA_forsida_top

Friðarhús í útleigu

Friðarhús í útleigu

Í kvöld er Friðarhús í útláni.

SHA_forsida_top

Nýtt skref í frekari samvinnu NATO og Ísraels

Nýtt skref í frekari samvinnu NATO og Ísraels

NATO sendi frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu 16. október síðastliðinn, sem hér birtist í lauslegri …