BREYTA

Öberg um Úkraínu

Íslandsvinurinn Jan Öberg er merkur sérfræðingur á sviði friðarmála og lausnar deilumála. Hann heldur úti friðarrannsóknarstofnuninn TFF og á vef hennar birtist fjöldi greina um átakasvæði í veröldinni. Öberg hefur sérstaklega látið sig varða átökin í Úkraínu liðna mánuði og hefur nú ritað forvitnilega grein um vopnahléssamningana í Minsk. Í greininni lýsir Öberg nokkrum vonbrigðum með að hinir nýju samningar virðist lítið annað en endurtekning á eldri samningum frá Minsk sem lítinn árangur báru. Öberg spyr hvað þurfi að gerast til að vopnahlé nú geti þróast yfir í raunverulegt friðarsamkomulag? Hann kallar eftir fjölmennu friðargæsluliði Sameinuðu þjóðanna, sem ásamt lögregluliði og borgaralegum starfsmönnum gæti talið 20 þúsund manns. Öberg bendir á kanadíska friðargæsluliðið í Austur-Slavoníu snemma á tíunda áratugnum sem fyrirmynd að slíku liði. Sú sveit hafi verið hörð í horn að taka og haldið stríðandi öflum á mottunni. Kostnaðurinn við stór friðargæsluverkefni Sameinuðu þjóðanna sé vissulega mikill, en mun dýrara verði að gera ekkert og leyfa átökunum að þróast í stórstyrjöld, Öberg er sömuleiðis gagnrýninn á fyrirkomulag friðarviðræðnanna í Minsk. Þar hafi vantað fulltrúa þeirra sem mestra hagsmuna hafi að gæta, fólksins á vettvangi. Viðræðurnar hafi verið of formlegar, niðurnjörvaðar og einkennst af ávörpum og ræðuhöldum fyrirmenna í stað þess að vera lausnamiðaðar og raunveruleg umræða með aðstoð reyndra málamiðlara. Jafnframt veltir Öberg því fyrir sér hvort í öllu ráðgjafateymi þjóðaleiðtogana sé að finna nokkurn mann með reynslu af lausn deiluefna - reynda sáttasemjara í stað endalausra hernaðarráðgjafa. Hvers vegna ættu önnur lögmál að gilda um lausn stórra alþjóðlegra deilumála og minni ágreiningsefna í mannlegu samfélagi?  

Færslur

SHA_forsida_top

Yfirlýsing fjórðu Kaíró-ráðstefnunnar

Yfirlýsing fjórðu Kaíró-ráðstefnunnar

Okkur hefur borist yfirlýsing fjórðu Kaíró-ráðstefnunnar sem lauk 26. mars og getið var hér. …

SHA_forsida_top

Nú er lag

Nú er lag

Eftirfarandi grein eftir gamlan félaga okkar í Samtökum herstöðvaandstæðinga, Sævar Sigbjarnarson frá Rauðholti, birtist …

SHA_forsida_top

Ályktun frá SHA

Ályktun frá SHA

Miðnefnd Samtaka herstöðvaandstæðinga fagnar fregnum af fyrirhugaðri brottför bandaríska hersins frá Íslandi. Sagan hefur þegar …

SHA_forsida_top

Heimsókn Condolezzu Rice mótmælt í Bretlandi

Heimsókn Condolezzu Rice mótmælt í Bretlandi

Condolezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú í heimsókn í Bretlandi. Ekki verður sagt að henni …

SHA_forsida_top

Húsfyllir í Friðarhúsi 30. mars

Húsfyllir í Friðarhúsi 30. mars

Húsfyllir var í Friðarhúsi að kvöldi 30. mars og var haft að orði að ekki …

SHA_forsida_top

Nýtt efni á Friðarvefnum

Nýtt efni á Friðarvefnum

Ályktun frá SHA Húsfyllir í Friðarhúsi 30. mars Ályktun þingflokks VG um …

SHA_forsida_top

Ályktun þingflokks VG um viðskilnað Bandaríkjahers

Ályktun þingflokks VG um viðskilnað Bandaríkjahers

Friðarvefnum hefur borist eftirfarandi ályktun frá þingflokki Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs: 30. mars 2006 Það …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi. Fundurinn er öllum opinn.

SHA_forsida_top

Alcoa í þjónustu bandaríska hersins í Írak

Alcoa í þjónustu bandaríska hersins í Írak

Þingmaður heimsækir Alcoa John P. Murtha heitir þingmaður í fulltrúadeild bandaríska þingsins. Hann er …

SHA_forsida_top

30. mars

30. mars

Þann 30. mars 1949 var innganga Íslands í NATO samþykkt á Alþingi. Friðarsinnar hafa upp …

SHA_forsida_top

Fjórða Kaíró-ráðstefnan 23.-26. mars

Fjórða Kaíró-ráðstefnan 23.-26. mars

Nú um helgina, 23.-26. mars, var haldin fjórða Kaíró-ráðstefnan. Þessar ráðstefnur hafa verið haldnar árlega …

SHA_forsida_top

Herstöðvaandstæðingar og Suðurnesjamenn taki höndum saman!

Herstöðvaandstæðingar og Suðurnesjamenn taki höndum saman!

Ein af þversögnum nútímafjölmiðla er sú staðreynd að þótt fréttatímum og umræðuþáttum um þjóðmál fjölgi …

SHA_forsida_top

Dagskrá í Friðarhúsi

Dagskrá í Friðarhúsi

SHA skipuleggur dagskrá í Friðarhúsi á miðvikudögum.

SHA_forsida_top

Hvað felst í herstöðvasamningnum?

Hvað felst í herstöðvasamningnum?

Þegar við fögnum því að herinn sé líklega á förum er rétt að hafa í …

SHA_forsida_top

Fundur í stjórn Friðarhúss

Fundur í stjórn Friðarhúss

Stjórn Friðarhúss SHA ehf. fundar. Á dagskrá er m.a. undirbúningur aðalfundar.