BREYTA

Ofbeldi leysir engan vanda

Eftirfarandi grein Þórðar Sveinssonar birtist í styttri útgáfu í Fréttablaðinu Oft er hamrað á því við börn og unglinga að ofbeldi leysi engan vanda. Ég sem hernaðarandstæðingur er mjög svo hallur undir þetta sjónarmið, en hið sama held ég að gildi raunar um flesta Íslendinga. Við teljum okkur vera friðsöm og má segja að það sé einn ríkasti þátturinn í sjálfsmynd okkar sem þjóðar. Þess vegna erum við líka flestöll stolt af því að ekki er til íslenskur her – nema ef vera skyldu friðargæsluliðarnir í Afganistan. En þrátt fyrir þetta hefur það verið staðföst stefna íslenskra stjórnvalda um alllangt skeið – með örfáum undantekningum þó – að hér verði að vera erlendur her og að Ísland verði að eiga aðild að hernaðarbandalaginu NATO. Annars sé öryggi okkar stefnt í voða, svo sem vegna hernaðar- eða hryðjuverkárása. Þessar ógnir hafa hins vegar löngum verið í meira lagi óljósar. Þannig blasir það við að ekkert ríki hefur nokkurn minnsta áhuga á að ráðast á Ísland. Þá hafa hryðjuverkamenn hingað til ekki beint árásum sínum að herlausum smáríkjum eins og Íslandi heldur einbeitt sér að stærri löndum, enda liggur það í augum uppi að árásir á smáríkin hafa lélegt áróðursgildi og eru því síst á meðal forgangsverkefna hryðjuverkakóna. Í ljósi þessa þykir mér sem hernaðarandstæðingi kjörið að við Íslendingar göngum á undan með góðu fordæmi og höfnum öllum vígbúnaði og hernaðarbrölti. Ímynd okkar sem friðsamrar þjóðar – sem að vísu beið talsverðan hnekki vegna stuðningsins við Íraksstríðið – á að vera okkur næg vörn. Og þess vegna eigum við að sýna það og sanna fyrir umheiminum að vel má lifa í samræmi við það sjónarmið að ofbeldi leysir engan vanda – ekki aðeins á skólalóðinni og í samskiptum borgaranna innbyrðis heldur einnig á alþjóðlegum vettvangi. Til að svo megi verða gengur ekki að hér sé erlendur her og er því vel að bandaríski herinn sé farinn frá Miðnesheiði. Og ekki gengur heldur að Ísland sé aðili að hernaðarbandalaginu NATO. Grunnforsendan fyrir tilvist herja og hernaðarbandalaga er jú einmitt sú að stundum sé ofbeldi lausn vandans. Herir hafa enda beinlínis það hlutverk að beita ofbeldi og drepa fólk þegar svo ber undir og má úti um allan heim sjá glögg dæmi þess hversu „góðum“ árangri þeir ná í slíku. Í Írak, Sri Lanka, Súdan, Afganistan og Kólumbíu, svo að nokkur dæmi séu nefnd, blasir hann við á hverjum einasta degi, en hann birtist í örkumlum og harmkvæladauða ótölulegs fjölda karla, kvenna og barna. Þetta fólk þjáist og deyr vegna þeirrar hugmyndar, sem á sér svo mikinn hljómgrunn, að nauðsynlegt sé að hafa heri og vopnabúnað. Og á meðan sú hugmynd lifir mun fólki áfram verða fórnað á altari hernaðarhyggjunnar. Enginn veit hversu stórar styrjaldir framtíðarinnar verða, en ljóst er að með skæðustu vopnum nútímans – kjarnorkusprengjunum – má eyða öllu lífi á jörðinni. Er það því brýnt hagsmunamál allra jarðarbúa að öllum slíkum vopnum verði eytt. Vera Íslands í NATO útilokar að Ísland geti barist fyrir slíkum málstað, enda eru kjarnorkuvopn meðal vígbúnaðar bandalagsins sem telur þau nauðsynlegan þátt í að tryggja frið og öryggi. Það er hins vegar mikill misskilningur. Kjarnorkuvopn tryggja alls ekki frið og öryggi heldur stofna hvoru tveggja í bráða og stórfellda hættu. Hið sama gildir auðvitað um öll vopn. Og þess vegnum eigum við að hafna öllum vígbúnaði og hernaðarbrölti og lifa sem friðsöm þjóð. Þetta sem hamrað er á við börnin og unglingana um gagnsleysi ofbeldis er jú engin lygi. Það blasir við í Írak. Það blasir við í Afganistan. Og það blasir við úti um allt. Ofbeldi leysir engan vanda. Þórður Sveinsson

Færslur

SHA_forsida_top

Airwaves í Friðarhúsi

Airwaves í Friðarhúsi

Í ár verður Friðarhús í fyrsta sinn hluti af hliðardagskrá Airwaves-tónlistarhátíðarinnar (off-venue). Síðdegis, þrjá af …

SHA_forsida_top

Aleppo: Sviðsettar barnamyndir og krafa um „loftferðabann“

Aleppo: Sviðsettar barnamyndir og krafa um „loftferðabann“

Þórarinn Hjartarson á Akureyri, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þennan pistil um Sýrlandsstríðið. Aðsendar greinar …

SHA_forsida_top

Nóvembermálsverður kvöldið fyrir kjördag

Nóvembermálsverður kvöldið fyrir kjördag

Íslendingar ganga að kjörborðinu á laugardag, en það kemur ekki í veg fyrir að hinn …

SHA_forsida_top

Sýrlandsstríðið

Sýrlandsstríðið

Berglind Gunnarsdóttir rithöfundur birti meðfylgjandi grein á Vísi þann 26. sept. síðastliðinn. Greinar á Friðarvefnum …

SHA_forsida_top

Jákvæðar tölur úr kosningaprófi

Jákvæðar tölur úr kosningaprófi

Kosningapróf RÚV hefur vakið mikla athygli. Meðal þess sem spurt var um í prófinu var …

SHA_forsida_top

Fyrsti málsverður haustsins

Fyrsti málsverður haustsins

Fyrsti fjáröflunarmálsverður Friðarhúss á þessu hausti verður haldinn föstudagskvöldið 30. september n.k. Fiskisúpugengið Lára Jóna, …

SHA_forsida_top

Ávarp á kertafleytingu í Reykjavík

Ávarp á kertafleytingu í Reykjavík

Ljósmynd: Snorri Þór Tryggvason Hildur Knútsdóttir flutti meðfylgjandi ávarp á kertafleytingunni í Reykjavík …

SHA_forsida_top

Kertafleyting í Reykjavík & Akureyri 9. ágúst

Kertafleyting í Reykjavík & Akureyri 9. ágúst

Árið 1985 var kertum í fyrsta sinn fleytt hér á landi í minningu fórnarlamba kjarnorkuárásanna …

SHA_forsida_top

Aumur feluleikur stjórnvalda

Aumur feluleikur stjórnvalda

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum, hafa íslensk og bandarísk stjórnvöld undirritað samkomulag …

SHA_forsida_top

Stríð um heimsyfirráð: Hnattræn auðvaldselíta þolir ekki sjálfstæð ríki

Stríð um heimsyfirráð: Hnattræn auðvaldselíta þolir ekki sjálfstæð ríki

Þórarinn Hjartarson á Akureyri, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þennan pistil um alþjóða- og efnahagsmál. …

SHA_forsida_top

Friðarmálsverður á maímánaðar

Friðarmálsverður á maímánaðar

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 27. maí n.k. Það er mæðgurnar Hildur Margrétardóttir …

SHA_forsida_top

Morgunkaffi SHA

Morgunkaffi SHA

Morgunkaffi SHA á 1. maí er víðfræg samkoma og í hugum margra ómissandi hluti af …

SHA_forsida_top

Aprílmálsverður Friðarhúss

Aprílmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 29. apríl n.k. Að þessu sinni munu fulltrúar í miðnefnd …

SHA_forsida_top

Gleymda hernámið - fundur um Vestur Sahara

Gleymda hernámið - fundur um Vestur Sahara

Fundur um hernám Marokkóstjórnar á Vestur Sahara í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, þriðjudagskvöldið 5. apríl kl. …

SHA_forsida_top

„Arabíska vorið“ í Sýrlandi

„Arabíska vorið“ í Sýrlandi

Þórarinn Hjartarson á Akureyri, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þennan pistil um stríðið í Sýrlandi. …