BREYTA

Ofbeldi leysir engan vanda

Eftirfarandi grein Þórðar Sveinssonar birtist í styttri útgáfu í Fréttablaðinu Oft er hamrað á því við börn og unglinga að ofbeldi leysi engan vanda. Ég sem hernaðarandstæðingur er mjög svo hallur undir þetta sjónarmið, en hið sama held ég að gildi raunar um flesta Íslendinga. Við teljum okkur vera friðsöm og má segja að það sé einn ríkasti þátturinn í sjálfsmynd okkar sem þjóðar. Þess vegna erum við líka flestöll stolt af því að ekki er til íslenskur her – nema ef vera skyldu friðargæsluliðarnir í Afganistan. En þrátt fyrir þetta hefur það verið staðföst stefna íslenskra stjórnvalda um alllangt skeið – með örfáum undantekningum þó – að hér verði að vera erlendur her og að Ísland verði að eiga aðild að hernaðarbandalaginu NATO. Annars sé öryggi okkar stefnt í voða, svo sem vegna hernaðar- eða hryðjuverkárása. Þessar ógnir hafa hins vegar löngum verið í meira lagi óljósar. Þannig blasir það við að ekkert ríki hefur nokkurn minnsta áhuga á að ráðast á Ísland. Þá hafa hryðjuverkamenn hingað til ekki beint árásum sínum að herlausum smáríkjum eins og Íslandi heldur einbeitt sér að stærri löndum, enda liggur það í augum uppi að árásir á smáríkin hafa lélegt áróðursgildi og eru því síst á meðal forgangsverkefna hryðjuverkakóna. Í ljósi þessa þykir mér sem hernaðarandstæðingi kjörið að við Íslendingar göngum á undan með góðu fordæmi og höfnum öllum vígbúnaði og hernaðarbrölti. Ímynd okkar sem friðsamrar þjóðar – sem að vísu beið talsverðan hnekki vegna stuðningsins við Íraksstríðið – á að vera okkur næg vörn. Og þess vegna eigum við að sýna það og sanna fyrir umheiminum að vel má lifa í samræmi við það sjónarmið að ofbeldi leysir engan vanda – ekki aðeins á skólalóðinni og í samskiptum borgaranna innbyrðis heldur einnig á alþjóðlegum vettvangi. Til að svo megi verða gengur ekki að hér sé erlendur her og er því vel að bandaríski herinn sé farinn frá Miðnesheiði. Og ekki gengur heldur að Ísland sé aðili að hernaðarbandalaginu NATO. Grunnforsendan fyrir tilvist herja og hernaðarbandalaga er jú einmitt sú að stundum sé ofbeldi lausn vandans. Herir hafa enda beinlínis það hlutverk að beita ofbeldi og drepa fólk þegar svo ber undir og má úti um allan heim sjá glögg dæmi þess hversu „góðum“ árangri þeir ná í slíku. Í Írak, Sri Lanka, Súdan, Afganistan og Kólumbíu, svo að nokkur dæmi séu nefnd, blasir hann við á hverjum einasta degi, en hann birtist í örkumlum og harmkvæladauða ótölulegs fjölda karla, kvenna og barna. Þetta fólk þjáist og deyr vegna þeirrar hugmyndar, sem á sér svo mikinn hljómgrunn, að nauðsynlegt sé að hafa heri og vopnabúnað. Og á meðan sú hugmynd lifir mun fólki áfram verða fórnað á altari hernaðarhyggjunnar. Enginn veit hversu stórar styrjaldir framtíðarinnar verða, en ljóst er að með skæðustu vopnum nútímans – kjarnorkusprengjunum – má eyða öllu lífi á jörðinni. Er það því brýnt hagsmunamál allra jarðarbúa að öllum slíkum vopnum verði eytt. Vera Íslands í NATO útilokar að Ísland geti barist fyrir slíkum málstað, enda eru kjarnorkuvopn meðal vígbúnaðar bandalagsins sem telur þau nauðsynlegan þátt í að tryggja frið og öryggi. Það er hins vegar mikill misskilningur. Kjarnorkuvopn tryggja alls ekki frið og öryggi heldur stofna hvoru tveggja í bráða og stórfellda hættu. Hið sama gildir auðvitað um öll vopn. Og þess vegnum eigum við að hafna öllum vígbúnaði og hernaðarbrölti og lifa sem friðsöm þjóð. Þetta sem hamrað er á við börnin og unglingana um gagnsleysi ofbeldis er jú engin lygi. Það blasir við í Írak. Það blasir við í Afganistan. Og það blasir við úti um allt. Ofbeldi leysir engan vanda. Þórður Sveinsson

Færslur

SHA_forsida_top

Ályktun IV - tilmæli til fréttastofu RÚV

Ályktun IV - tilmæli til fréttastofu RÚV

Eftirfarandi tilmæli til fréttastofu Ríkisútvarpsins voru samþykkt á landsfundi SHA um helgina. (Öðrum fjölmiðlum er …

SHA_forsida_top

Ný miðnefnd SHA

Ný miðnefnd SHA

Landsfundur SHA var haldinn í Friðarhúsi í dag, laugardag. Helstu niðurstöður og ályktanir fundarins verða …

SHA_forsida_top

Ályktun I - um öryggismál Íslands

Ályktun I - um öryggismál Íslands

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á landsfundi SHA í Friðarhúsi, laugardaginn 24. nóvember 2007: Um …

SHA_forsida_top

Landsfundardagskrá SHA

Landsfundardagskrá SHA

Landsfundur SHA verður haldinn í Friðarhúsi laugardaginn 24. nóvember, eins og áður hefur verið …

SHA_forsida_top

Ályktun um utanríkis- og öryggismál

Ályktun um utanríkis- og öryggismál

Friðarvefnum hefur borist eftirfarandi ályktun frá Kjördæmisráði Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi: Aðalfundur Kjördæmisráðs …

SHA_forsida_top

Hver eru grunngildin?

Hver eru grunngildin?

ReykjavíkurAkademían blæs til umræðufundar þriðjudaginn 20. nóvember kl. 17-19. Umræðuefnið er „grundvallargildi samfélagsins“ í ljósi …

SHA_forsida_top

Jólamálsverður í Friðarhúsi

Jólamálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss - að þessu sinni glæsileg jólamáltíð.

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK, 14. nóv.

Félagsfundur MFÍK, 14. nóv.

Opinn félagsfundur MFÍK miðvikudaginn 14. nóvember kl. 19 Alfífa Ketilsdóttir og Halla Gunnarsdóttir tala …

SHA_forsida_top

Alþingi: munnleg skýrsla utanríkisráðherra og fyrirspurn um friðargæsluna

Alþingi: munnleg skýrsla utanríkisráðherra og fyrirspurn um friðargæsluna

Fimmtudaginn 8. nóvember flutti utanríkisráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, munnlega skýrslu á Alþingi og í kjölfarið …

SHA_forsida_top

Vígvæðing í fjárlögum?

Vígvæðing í fjárlögum?

eftir Katrínu Jakobsdóttur alþingismann Eftirfarandi grein birtist í 24 stundum 9. nóvember Í …

SHA_forsida_top

Borgarstjórnarflokkur Vinstri grænna ályktar um heimsókn vopnasala

Borgarstjórnarflokkur Vinstri grænna ályktar um heimsókn vopnasala

Vegna frétta undanfarinna daga um fund æðstu yfirmanna vopnaframleiðslufyrirtækisins BAE Systems vill borgarstjórnarflokkur Vinstri grænna …

SHA_forsida_top

Landsráðstefna SHA - 24. nóv.

Landsráðstefna SHA - 24. nóv.

Ákveðið hefur verið að halda landsráðstefnu SHA laugardaginn 24. nóvember í Friðarhúsi. Dagskráin verður kynnt …

SHA_forsida_top

Ungliðar álykta gegn fundi vopnaframleiðenda

Ungliðar álykta gegn fundi vopnaframleiðenda

Ályktun aðalfundar Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði 3. nóvember: Ungir jafnaðarmenn í Hafnarfirði harma fund stríðsmangaranna …

SHA_forsida_top

Ályktun frá SHA vegna vopnasalafundar

Ályktun frá SHA vegna vopnasalafundar

Samtök hernaðarandstæðinga gagnrýna harðlega fund stjórnenda vopnaframleiðslufyrirtækisins BAE Systems í Reykjavík. Vopnaiðnaðurinn er án nokkurs …

SHA_forsida_top

Landsráðstefna SHA

Landsráðstefna SHA

Landsráðstefna SHA í Friðarhúsi