BREYTA

„...og þá voru eftir níu“ - baráttufundur fyrir mótmælafrelsi

Á dögunum féll dómur í máli ákæruvaldsins gegn hinum svokölluðu 9-menningum, sem sökuð voru um valdaránstilraun. Málatilbúnaður hins opinbera fór að mestu út um þúfur og fólkið ýmist sýknað eða sakfellt fyrir atriði sem voru miklu veigaminni en upphaflegu kærurnar gerðu ráð fyrir. Eftir stendur að talsverður kostnaður mun falla á ýmsa í hópnum. Þótt búið sé að safna talsvert upp í fjárhæðina, er lokahnykkurinn eftir. Vegna þessa hefur hópur fólks, sem lætur sér annt um mótmælafrelsi á Íslandi, ákveðið að efna til baráttufundar í Iðnó föstudagskvöldið 11. mars. Húsið verður opnað kl. 19:30 og dagskrá hefst kl. 20. Fram koma: * Ragnar Aðalsteinsson * Ingibjörg Haraldsdóttir * Erlingur Gíslason * Súkkat * Jón Proppé * Linda Vilhjálmsdóttir * Bítladrengirnir blíðu (Tómas M. Tómasson, Magnús R. Einarsson & Eðvarð Lárusson) * Halla Gunnarsdóttir * Stefán Pálsson * Hörður Torfason Fundarstjóri: Birna Þórðardóttir Yfirskrift samkomunnar er:
    „...og þá voru eftir níu“ - Styðjum frelsi til mótmæla!
Tilgangurinn er tvíþættur. Annars vegar að safna því sem upp á vantar (allt þar umfram mun fara í sjóð til stuðnings öðrum sem kunna að lenda í sömu stöðu), en hins vegar að sýna samstöðu með málstaðnum. Frjáls framlög, en muna að mæta með reiðufé. Engin kort! Munið líka söfnunarreikninginn: Rkn. 513-14-600813 Kt. 610174-4189

Færslur

SHA_forsida_top

Sögunefnd SHA

Sögunefnd SHA

Sögunefnd SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Aljóðlegur aðgerðadagur gegn Íraksstríði

Aljóðlegur aðgerðadagur gegn Íraksstríði

SHA stendur fyrir aðgerðum á afmæli Íraksstríðsins.

SHA_forsida_top

Langur laugardagur í Friðarhúsi - undirbúningur fyrir aðgerðir 15. mars

Langur laugardagur í Friðarhúsi - undirbúningur fyrir aðgerðir 15. mars

Næstkomandi laugardagur verður langur laugardagur á Laugaveginum og þar um kring. Að venju verður þá …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss - í umsjón MFÍK

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss - í umsjón MFÍK

Hinn sívinsæli mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 29. feb. kl. 19. Að þessu …

SHA_forsida_top

Ungliðakvöld SHA

Ungliðakvöld SHA

SHA_forsida_top

Fundur sögunefndar

Fundur sögunefndar

Sögunefnd Friðarhreyfinganna fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

15. mars: Stríðinu verður að linna

15. mars: Stríðinu verður að linna

Alþjóðlegar aðgerðir gegn Íraksstríðinu dagana 15.-22. mars 2008 20. mars verða liðin fimm ár …

SHA_forsida_top

Alþingi ítrekar fordæmingu sína á fangabúðunum í Guantanamo

Alþingi ítrekar fordæmingu sína á fangabúðunum í Guantanamo

Við höfum sagt frá tillögu sem lögð var fram á Alþingi 17. janúar um að …

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA um varnarmálafrumvarp

Félagsfundur SHA um varnarmálafrumvarp

Fyrir Alþingi liggur frumvarp ríkisstjórnarinnar um varnarmál, þar sem fjallað er um ýmis þau málefni …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Félagar í MFÍK sjá um málsverðinn að þessu sinni.

SHA_forsida_top

Orrustuþotur ógna öryggi farþegaflugs

Orrustuþotur ógna öryggi farþegaflugs

Steinunn Þóra Árnadóttir, virkur félagi í SHA, situr nú á þingi sem varaþingmaður og hefur …

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA um frumvarp til nýrra laga um varnarmál.

SHA_forsida_top

Aðalfundur MFÍK, Friðarhúsi

Aðalfundur MFÍK, Friðarhúsi

Aðalfundur MFÍK verður haldinn í Friðarhúsi, á horni Njálsgötu og Snorrabrautar, miðvikudagskvöldið 30. janúar kl. …

SHA_forsida_top

Hershöfðingjar NATO vilja beita kjarnorkuvopnum að fyrra bragði

Hershöfðingjar NATO vilja beita kjarnorkuvopnum að fyrra bragði

eftir Finn Dellsén Eftirfarandi grein birtist í vefritinu ogmundur.is 25. janúar. Nýjustu fréttir …

SHA_forsida_top

Þingmenn allra flokka fordæma Guantanamó

Þingmenn allra flokka fordæma Guantanamó

eftir Álfheiði Ingadóttur alþingismann Við vöktum athygli á því fyrir skemmstu að þverpólitísk …