BREYTA

Óhefðbundinn hernaður: hernaður nútímans

Jón Karl Stefánsson, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þessa grein um upplýsingar úr Wikileaks um baráttuaðferðir Bandaríkjastjórnar. Aðsendar greinar á Friðarvefnum eru að sjálfsögðu verk höfunda sinna og þurfa ekki endilega að endurspegla stefnu vefritsins eða Samtaka hernaðarandstæðinga.

Eitt af allra mikilvægustu skjölunum sem láku út í gegnum Wikileaks (1) er skjal frá bandaríska hernum sem heitir “FM 3-05.130 Army Special Operations Forces: Unconventional Warfare”. (2) Þetta er 248 blaðsíðna kennsluhefti í svokölluðum óhefðbundnum hernaði sem varð til árið 2008. Þeir sem vilja skilja betur hvernig stríð eru háð í nútímanum verða hreinlega að kynna sér þennan bækling. Skjalið er ekki falsað og bandarísk stjórnvöld hafa ekki einu sinni reynt að halda fram að svo sé. (3) Hinsvegar er ekki ótrúlegt að þeir sem tala um innihald þess mæti vantrú eða verði vændir um að vera með samsæriskenningar. Þetta hljómar eins og uppspuni, eða brjálæði. Kennsluheftið skilgreinir óhefðbundinn hernað á eftirfarandi máta: “Hernaðaraðgerðir sem eru háðar af, með, eða í gegnum óreglulegar hersveitir til þess að styrkja andspyrnuhreyfingar, uppreisnir eða hefðbundnar hernaðaraðgerðir” (bls 10). (4) Það sem greinir óhefðbundinn hernað frá hefðbundnum er að hann er leynilegur, og notast að jafnaði ekki við herstyrki þess aðila sem í raun stendur að baki stríðinu. Þess í stað er notast við fyrrnefndar óreglulegar hersveitir. Skilgreiningin á þessum óreglulegu hersveitum í bæklingum er svohljóðandi: Óreglulegar hersveitir eru einstaklingar eða hópar sem eru ekki hluti af föstum herdeildum, lögreglunni, eða öðum innri öryggissveitum. Þær eru jafnan studdar af öðrum aðilum en þjóðríkjum og eru ekki bundnar lögum eða öðrum skuldbindingum síns heimalands. Þessar sveitir eru meðal annarra, en einskorðast ekki við, einkahersveitir , hernaðarverktakar, einstaklingar, fyrirtæki, erlendar pólitískar hreyfingar, andspyrnu- eða byltingarhreyfingar, erlendir ríkisborgara sem staðsettir eru á átakasvæðum , alþjóðlegar hryðjuverkasveitir, vonsviknir meðlimir í alþjóðlegum hryðjuverkasveitum, virkir meðlimir á svarta markaðinum, og aðrir sem telja má til félagslega- eða pólitískt “óvelkominna” (bls 11) (5) Markmið óhefðbundins hernaðar er oft sá að koma frá einhverri ríkisstjórn eða öðrum hópi og helsta taktíkin er að “eyða hernaðar- og mótsvarsgetu andstæðingsins”. Almenningur ríkisins sem á að knésetja á að “skilja að friður og öryggi sé ekki mögulegur án uppgjafar eða eftirgjafar”. Langvarandi óhefðbundinn hernaður á beinlínis að leiða til stríðsþreytu, versnandi lífskjara almennings, brottnáms borgaralegra réttinda í kjölfar aukinna öryggisráðstafana, og minni vilja til þess að berjast á móti árásunum. Í stuttu máli eiga aðstæður almennings og ríkisstjórnarinnar að verða svo slæmar að þau gefist upp. Óhefðbundinn hernað má nota samhliða, eða opna fyrir, hefðbundinn árásarhernað sem háður er til að ná markmiðum aðgerðanna. Samkvæmt bæklingnum fer óhefðbundinn hernaður í gegnum sjö fasa. Þetta eru undirbúningur (preparation), fyrstu kynni (initial contact), íferð (infiltration), skipulagning (organisation), uppbygging (build-up), uppaf hernaðar (employment) og umskipti (transition). Það getur tekið mörg ár að skipuleggja slíka herferð og mikið er lagt upp úr að aðgerðinni sé haldið leynilegri í hverju skrefi. Oft eru sérþjálfaðir hermenn sendir í landið sem á að ná tökum á á laun í þeim tilgangi að finna aðila innan landsins sem geta stundað stríðið innan frá, þjálfa þessa aðila og skipuleggja hernaðaraðgerðir. Yfirstjórn herferðarinnar finnur svo pólitíska, hernaðarlega og fjárhagslega bakhjarla erlendis. Sérsveitir hersins skipuleggja bæði herferðir sem þeir framkvæma sjálfar, og herferðir hinna innlendu stríðsmanna sem notast á við. Þær fá vopn, fé og annan stuðning á laun frá ríkinu sem stendur á bakvið herferðina í gegnum þessar hersveitir. Eitt helsta verkefni sérsveitanna er að “vinna hjörtu og hugi” almennings með áróðri og reyna að fá hann til að snúast gegn ríkisstjórninni sem herferðinni er beint að. Tveir af átta aðalköflum FM 3-05.130 fjallar um áróður. Sá fyrri fjallar um “sálfræðihernað” (psychological operations) sem beinist gegn almenningi í landinu sem á að knésetja, en hinn seinni fjallar um “aðgerðir á borgara” (civil affairs operations) sem beinist að almenningi í öðrum ríkjum, þá helst ríkinu eða ríkjunum sem standa að baki herferðinni. Skjalið lýsir nokkuð vel hversu mikil áhrif herinn hefur á umfjöllun og efnisval fjölmiðlanna og hversu gríðarleg áhrif herinn getur haft á hugi almennings. Í skjalinu segir beint að ríkjandi fjölmiðla eigi að nota sem vopn gegn ríkisstjórninni sem á að sigra. Alþjóðlegar almannatengslaherferðir notast við öll tiltæk ráð, þ.m.t. sérstaklega hannaðar fréttatilkynningar, kvikmyndir, tölvuleiki, blogg og almannatengsl sem beinast að stjórnmálamönnum og álitsgjöfum á alþjóðavísu. Óhefðbundinn hernaður er fer fram í leyni. Samt sem áður eru þessa aðgerðir gríðarlega umfangsmiklar og geta lagt heilu þjóðríkin í rúst. Þannig varð til dæmis með herferðir sem notaðar eru sem dæmi í bæklingnum. Herferðin í Afganistan hófst árið 1979 þegar tiltölulega fámennur og óvinsæll hópur öfgasinnaðra íslamista, auk annarra hópa, var notaður sem þriðja herdeild geng ríkisstjórn sósíalista í Afganistan. Þessir hópar fengu gríðarlegan hernaðarlegan-, fjölmiðlatengdan og fjárhagslegan stuðning til að velta ríkisstjórninni af sessi í “heilögu stríði”. Sovétmenn, sem drógust í stríðið, voru ekki teknir trúanlegir þegar þeir héldu því fram að CIA hefði staðið á bakvið þessa uppreisn, en voru sannarlega ekki fjarri sannleikanum. Annað dæmi sem tekið er í bæklingnum er leynihernaðurinn gegn stjórn Sandinista í Níkaragva. Í bæklingnum er þessi herferð sem allur almenningur þurfti að líða fyrir kölluð “velheppnuð aðgerð”. Óhefðbundinn hernaður er, samkvæmt bæklingnum, framtíðin. Það hefur sýnt sig að þessháttar aðgerðir hafa marga kosti framyfir hefðbundinn. Þær eru ódýrari, enda notast þær við hermenn annarra ríkja. Laun, lífeyrir og uppihald hefðbundinna hermanna er mun dýrari en þessir leiguliðar. Þessar aðgerðir skapa auk þess minni vandræði á heimaslóðum. Fyrir því eru einkum tvær ástæður. Í fyrsta lagi gerir almenningur sér síður grein fyrir því að það eru í raun þeirra eigin valdhafar sem standa á bakvið það sem virðist vera borgarastríð í öðru landi. Hér hafa skýrsluhöfundar rétt fyrir sér. Hernaðarandstæðingar um allan heim hafa reynst ákaflega hljóðir þegar kemur að því að berjast gegn slíkum hernaði, eins og sést nú í Úkraínu og Sýrlandi. Það er greinilega einfaldara að mótmæla hefðbundnum, beinum árásarhernaði en óhefðbundnum, þótt slíkur hernaður sé oft engu minna blóðugur og skelfilegur. Í öðru lagi látast innlendir hermenn ekki í þessum hernaði heldur einungis almenningur í ókunnu landi. Aðferðirnar sem notast eru við verða sífellt betri. Kannski er helsti sigur þeirra sem standa á bakvið þessa tegund hernaðar sá að fjölmiðlar virðast hafa verið nánast þöglir um þessa tegund hernaðar. Fjölmiðlarnir hafa kannski brugðist mannkyninu, en hafa fremur reynst gagnlegir í þessari tegund hernaðar. Tilvísanir: (1) Sjá umfjöllun á Wikileaks á slóðinni  https://wikileaks.org/wiki/Unconventional_Warfare_in_the_21st_century_:_US_surrogates,_terrorists_and_narcotrafficers (2) FM er skammstöfun á ”field manual”. (3) Skjalið má nálgast í fullri lengd á slóðinni https://www.fas.org/irp/doddir/army/fm3-05-130.pdf (4) En. ” Operations conducted by, with, or through irregular forces in support of a resistance movement, an insurgency, or conventional military operations.” (5) Irregulars, or irregular forces, are individuals or groups of individuals who are not members of a regular armed force, police, or other internal security force. They are usually nonstate-sponsored and unconstrained by sovereign nation legalities and boundaries. These forces may include, but are not limited to, specific paramilitary forces, contractors, individuals, businesses, foreign political organizations, resistance or insurgent organizations, expatriates, transnational terrorism adversaries, disillusioned transnational terrorism members, black marketers, and other social or political “undesirables.”” (s. 11). Jón Karl Stefánsson    

Færslur

SHA_forsida_top

Friðarhús í úleigu

Friðarhús í úleigu

Friðarhús er í útleigu v. einkasamkvæmis.

SHA_forsida_top

8. mars: fundur í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur kl. 17

8. mars: fundur í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur kl. 17

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti. Opinn fundur fimmtudaginn 8.mars 2007 kl.17 í …

SHA_forsida_top

8. mars – 19. mars – 30. mars. Takið þessa daga frá!

8. mars – 19. mars – 30. mars. Takið þessa daga frá!

8. mars, fimmtudagur. Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti. Baráttufundur í Ráðhúsi Reykjavíkur …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Bandarískar herstöðvar í Afríku og baráttan gegn þeim.

Bandarískar herstöðvar í Afríku og baráttan gegn þeim.

Þegar nafni samtaka okkar var breytt í Samtök hernaðarandstæðinga hættu þau ekki að vera samtök …

SHA_forsida_top

Ísland-Palestína

Ísland-Palestína

Félagið Ísland-Palestína fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Höfnum heræfingum á Íslandi! Höfnum innrás í Íran!

Höfnum heræfingum á Íslandi! Höfnum innrás í Íran!

Ástæða er til að vekja athygli á tveimur greinum sem nýlega hafa birst á vefritinu …

SHA_forsida_top

Byrjum Safnanótt í Friðarhúsi

Byrjum Safnanótt í Friðarhúsi

Safnanótt Reykjavíkur verður haldin föstudagskvöldið 23. febrúar n.k. Boðið verður upp á frábæra dagskrá um …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. 8.mars

Undirbúningsfundur v. 8.mars

Samkoma á baráttudegi kvenna 8. mars undirbúin í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Kvöldverður Í Friðarhúsi

Kvöldverður Í Friðarhúsi

Kvöldverður Í Friðarhúsi 23. febrúar Matseðill: Karrí kjúklingasúpa Pastasalat Hrísgrjónaréttur Nýbökuð brauð og hummus Unnur …

SHA_forsida_top

Athugasemdir við frumvarp um friðargæslu

Athugasemdir við frumvarp um friðargæslu

Fyrir Alþingi liggur frumvarp til laga um íslensku friðargæsluna. Elías Davíðsson hefur kynnt sér þennan …

SHA_forsida_top

Aðalfundur MFÍK

Aðalfundur MFÍK

Aðalfundur MFÍK, haldinn í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Rúm 90% búa í friðlýstum sveitarfélögum

Rúm 90% búa í friðlýstum sveitarfélögum

Þau gleðilegu tíðindi hafa borist að bæjarstjórn Hornafjarðar hefur orðið við hvatningu Samtaka hernaðarandstæðinga og …

SHA_forsida_top

Friðarhús í útleigu, einkasamkvæmi

Friðarhús í útleigu, einkasamkvæmi

Friðarhús í útleigu, einkasamkvæmi

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. 8.mars

Undirbúningsfundur v. 8.mars

Undirbúningsfundur í Friðarhúsi fyrir samkomu á alþjóðlegum baráttudegi kvenna.