BREYTA

Öld ófriðar: Bretland, Bandaríkin og hin nýja heimskipan

Century of War03 Fyrirlestur um alþjóðamál í ReykjavíkurAkademíunni og Friðarhúsinu Þýski hagfræðingurinn og rithöfundurinn F. William Engdahl, sem er á Íslandi á vegum bókabúðarinnar Slagsíðunnar, heldur fyrirlestur í ReykjavíkurAkademíunni, JL-húsinu á Hringbraut 121, 4. hæð, fimmtudaginn 19. apríl n.k. kl. 20:00 og aftur í Friðarhúsinu 20. apríl klukkan 19:00. Í fyrirlestrinum mun Engdahl fjalla um víðtæk áhrif olíuiðnaðarins og bankamanna á sögu 19. og 20 aldarinnar og taka fyrir eftirfarandi atburði: - kjarnorkudeilu Írans og Bandaríkjanna - fyrri og seinni heimstyrjöldina - olíukreppurnar 1973 og 79 - valdaránið í Íran - Víetnamstríðið - valdatöku nasista í Þýskalandi - kreppuna 1929 - Íraksstríðið Aðgangseyrir að fyrirlestrinum í ReykjavíkurAkademíunni er 800 krónur. Aðgangseyrir að fyrirlestrinum í Friðarhúsnu er 1500 krónur, en innifalið í verðinu er grænmetismatur kokkaður af yfirmatreiðslumanni Kaffi Hljómalindar, Einar Rafni. Maturinn hefst klukkan 19:00 og fyrirlestur Engdahls hefst stuttu seinna. Fyrirlesturinn er byggður er á metsölubókinni A Century of War: Anglo-American Politics and the New World Order (Pluto Press, 2004). Í bókinni rekur Engdahl víðtæk umsvif og áhrif alþjóðlegra olíufyrirtækja og þekktra fjármálamanna á sögu 19. og 20. aldar. A Century of War hefur nú þegar verið þýdd á þýsku, frönsku, rússnesku, slóvensku, kóresku og arabísku. Engdahl hefur rannsakað og skrifað um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, landbúnað, GATT, WTO, orkumál, pólitík og efnahagsmál í meira en 30 ár. Skrif hans um þessi efni hafa mikið verið til umræðu og hafa greinar eftir hann birst í fjölda blaða og tímarita og á vel þekktum alþjóðlegum vefsíðum, t.a.m. Asia Times Online, Financial Sense, www.321gold.com, www.asiainc.com, www.globalresearch.ca, Nihon Keizai Shibun í Japan, Foresight Magazine, European Banker og Business Banker International. Eftir að hafa lokið prófi í stjórnmálafræði frá Princeton og samanburðarhagfræði frá háskólanum í Stokkhólmi vann Engdahl sem hagfræðingur og rannsóknarblaðamaður í New York og Evrópu. Hann skrifaði um stefnu Bandaríkjanna í orkumálum, GATT umræðurnar í Uruguay, matvælastefnu Evrópusambandsins, einokun í alþjóðlegri kornverslun, stefnu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, skuldir þriðja heimsins, áhættusjóði (hedge funds), efnahagskreppuna í Asíu o.fl., svo nokkur dæmi séu tekin. Engdahl er reglulega fenginn til þess ræða um pólitík og efnahagsmál á ráðstefnum um heim allan. Auk skrifta rekur hann sitt eigið ráðgjafarfyrirtæki í áhættustjórnun. Meðal viðskiptavina hans eru þekktir evrópskir bankar en einnig minni fjárfestar. Safn af greinum eftir Engdahl er að finna á heimasíðu hans: www.engdahl.oilgeopolitics.net. Nánari upplýsingar veitir Stefán Þorgrímsson í síma 847 5883.

Færslur

SHA_forsida_top

1949 - Austurvöllur - 2019

1949 - Austurvöllur - 2019

Sjötíu ár eru liðin frá því að Alþingi samþykkti inngöngu Íslands í Atlantshafsbandalagið í skjóli …

SHA_forsida_top

Ályktun um Gólanhæðir

Ályktun um Gólanhæðir

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga 2019 fordæmir þau áform Bandaríkjastjórnar að viðurkenna innlimun Gólanhæða í Ísrael. Allt …

SHA_forsida_top

Marsmálsverður í Friðarhúsi

Marsmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður SHA í friðarhúsi verður föstudagskvöldið 29. mars. Mikið stendur til enda daginn eftir 70 …

SHA_forsida_top

Góður gestur á landsfundi SHA

Góður gestur á landsfundi SHA

Dr. Edward Horgan er gestur landsfundar SHA á laugardag. Hann er lykilmaður í PANA, írsku …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA

Landsfundur SHA

Laugardaginn 23. mars verður landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga haldinn í Friðarhúsi og hefst kl. 11. Á …

SHA_forsida_top

Hvatningarbréf til þingmanna

Hvatningarbréf til þingmanna

Kæri þingmaður Til hamingju með það verkefni sem þér hefur verið falið að sitja á …

SHA_forsida_top

Febrúarmálsverður í Friðarhúsi

Febrúarmálsverður í Friðarhúsi

Febrúar er stuttur mánuður og málsverðurinn lendir að þessu sinni á föstudagkvöldinu 22. feb. Kokkarnir …

SHA_forsida_top

Venesúela - átök, bakgrunnur og fjölmiðlar

Venesúela - átök, bakgrunnur og fjölmiðlar

Samtök hernaðarandstæðinga efna til opins umræðufundar um Venesúela þriðjudagskvöldið 19. febrúar kl. 20 í Friðarhúsi. …

SHA_forsida_top

Hernaðaríhlutun í Venesúela

Hernaðaríhlutun í Venesúela

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga varar eindregið við öllum áformum hernaðaríhlutun í Venesúela og fordæmir ákvörðun ríkja …

SHA_forsida_top

Bandaríkjastjórn og INF-samkomulagið

Bandaríkjastjórn og INF-samkomulagið

Miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga fordæmir einhliða uppsögn Bandaríkjastjórnar á INF-samkomulaginu um takmörkun kjarnorkuvopna sem hefur stuðlað …

SHA_forsida_top

Miðnefnd

Miðnefnd

SHA_forsida_top

Friðarvefurinn rankar úr rotinu

Friðarvefurinn rankar úr rotinu

Loksins, eftir alltof langa bið, er Friðarvefur Samtaka hernaðarandstæðinga kominn í loftið á ný. Síðan …

SHA_forsida_top

Miðnefnd SHA 2018-19

Miðnefnd SHA 2018-19

Á landsfundi Samtaka hernaðarandstæðinga þann 26. mars síðastliðinn var ný miðnefnd kjörin, líkt og lög …

SHA_forsida_top

Hvalamorðingjar háloftanna?

Hvalamorðingjar háloftanna?

Það ætti ekki að hafa farið fram hjá neinum þeim sem fylgdust með fréttum að …

SHA_forsida_top

Fréttayfirlit

Fréttayfirlit