BREYTA

Önnur ræða frá heræfingamótmælum

Þorvaldur Þorvaldsson, fulltrúi í miðnefnd SHA, flutti ræðu fyrir framan bandaríska sendiráðið í gær. Hún fylgir hér á eftir: Félagar. Líklegastir til að deyja vofeiflega eru mafíumenn. Því nær sem þeir komast guðföðurnum að mannvirðingum og mikilvægi er harðar tekið á hvers konar yfirsjónum og því sem guðföðurnum þykir vafasamt. Og engin linkind viðgengst. Það er veikleikamerki. Eins er það í alþjóðamálunum þar sem stórveldin raða um sig stuðningsríkjum og stjórna þeim m.a. með ógninni um að þau hafi verra af ef þau fara út af sporinu. Á tímabili kalda stríðsins var reynt að telja okkur trú um að Bandaríkin væru nánast náttúrulegur bandamaður okkar í hernaðar- og öryggismálum. Rökfærslur náðu sjaldnast lengra en svo að hinn möguleikinn væri sá að Sovétríkin næðu yfirráðum yfir landinu. Nú eru þau hins vegar ekki lengur til og enginn tekur alvarlega að Rússland ógni öryggi Íslands, né nokkurt annað ríki nema þá helst Bandaríkin. Bandaríkin hafa hins vegar átt þátt í hverju einasta stríði sem háð hefur verið eftir heimsstyrjöldina. Á þessu tímabili hafa Bandaríkin hins vegar aldrei haft réttlátan málstað í neinum átökum, en komið þeim flestum af stað eða kynt undir í því skyni að þenja út áhrifasvæði sín og sölsa undir sig auðlindir. Samt er haldið áfram að líta á það sem sjáfsagðan hlut að fylgja Bandaríkjunum að málum í einu og öllu jafnvel þó svo sé komið að flestum öðrum en ráðamönnum þessarar þjóðar er ljóst að stefna Bandaríkjanna fer lengra og lengra út í öfgar. Bandaríki Norður-Ameriku eru á alþjóðavettvangi hreinræktað glæpa- og hryðjuverkaríki sem er tilbúið til að leggja heilu samfélögin í rúst og fórna milljónum mannslífa til að freista þess að styrkja stöðu sína. Viljum við taka þátt í þessu? Nei, við eigum ekki að velja okkur bandamenn eftir því hver ræður yfir mestum vígbúnaði og er því líklegastur til hernaðayfirburða. Við eigum að velja okkur bandamenn sem hafa viðleitni til frelsis, friðar, réttlætis og framfara fyrir alla. Ef slíkir bandamenn finnast ekki þá nær það bara ekki lengra og við verðum að treysta á okkur sjálf þar til breyting verður á. Við eigum ekki að láta þvinga okkur til undirgefni við guðföðurinn af því það sé líklegt til stundarþæginda. Margir hafa farið flatt á því. Hvort Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún og samráðherrar þeirra eiga eftir að lenda í flokki með fyrrverandi vinum Bandaríkjanna ásamt Noriega, Saddam Hussein, Bin Laden og fleirum verður framtíðin að leiða í ljós en við segjum NEI við hvers konar hernaðarumsvifum Bandaríkjanna og annarra Natóþjóða á Íslandi.

Færslur

SHA_forsida_top

Ályktun um laxveiðar og herþyrlur

Ályktun um laxveiðar og herþyrlur

Ályktun frá Samtökun hernaðarandstæðinga: Samtök hernaðarandstæðinga lýsa ánægju sinni yfir fréttum af laxveiðiferðum íslenskra banka- …

SHA_forsida_top

Hugað að viðhaldinu

Hugað að viðhaldinu

Sumarið er tími framkvæmda. Um þessar mundir er unnið að ýmis konar viðhaldsverkefnum í Friðarhúsi. …

SHA_forsida_top

Ferðasaga í Friðarhúsi

Ferðasaga í Friðarhúsi

Gríðarmiklar mótmælaaðgerðir voru skipulagðar í frönsku borginni Strasbourg í tengslum við sextíu ára afmæli Nató …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni þetta kvöld.

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA: Hvað er að gerast í Rússlandi?

Félagsfundur SHA: Hvað er að gerast í Rússlandi?

Rússland hefur komið mikið við sögu alþjóðamála upp á síðkastið. Miðvikudagskvöldið 20. maí kl. 20 …

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni þennan dag.

SHA_forsida_top

Söguhópur SHA fundar

Söguhópur SHA fundar

Söguhópur SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Til stuðnings flóttamanni

Til stuðnings flóttamanni

Stríðsátök og afleiðingar þeirra eru helstu ástæður þess að fólk neyðist til að flýja heimalönd …

SHA_forsida_top

1. maí í Friðarhúsi

1. maí í Friðarhúsi

Hið árvissa og sívinsæla 1. maí kaffi SHA verður í Friðarhúsi og hefst kl. 11 …

SHA_forsida_top

Hlutabréf í Friðarhúsi SHA ehf - einstakt tilboð til 30. apríl

Hlutabréf í Friðarhúsi SHA ehf - einstakt tilboð til 30. apríl

Eftir 30. apríl hækkar hlutur í Friðarhúsi SHA ehf úr 10 þúsund krónum í …

SHA_forsida_top

ESB, Evrópuherinn og Lissabonsáttmálinn

ESB, Evrópuherinn og Lissabonsáttmálinn

Félagsfundur SHA í Friðarhúsi fimmtudaginn 16. apríl kl. 20. Evrópusambandið hefur tekið örum breytingum …

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Söguhópur SHA fundar

Söguhópur SHA fundar

Fundur í söguhópi í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Sýning í Friðarhúsi: Frá inngöngunni í Nató til bankahruns og búsáhaldabyltingar

Sýning í Friðarhúsi: Frá inngöngunni í Nató til bankahruns og búsáhaldabyltingar

Í Friðarhúsinu Njálsgötu 87 hefur verið sett hefur verið upp myndlistarsýningin 1949 til 2009: Frá …