BREYTA

Önnur ræða frá heræfingamótmælum

Þorvaldur Þorvaldsson, fulltrúi í miðnefnd SHA, flutti ræðu fyrir framan bandaríska sendiráðið í gær. Hún fylgir hér á eftir: Félagar. Líklegastir til að deyja vofeiflega eru mafíumenn. Því nær sem þeir komast guðföðurnum að mannvirðingum og mikilvægi er harðar tekið á hvers konar yfirsjónum og því sem guðföðurnum þykir vafasamt. Og engin linkind viðgengst. Það er veikleikamerki. Eins er það í alþjóðamálunum þar sem stórveldin raða um sig stuðningsríkjum og stjórna þeim m.a. með ógninni um að þau hafi verra af ef þau fara út af sporinu. Á tímabili kalda stríðsins var reynt að telja okkur trú um að Bandaríkin væru nánast náttúrulegur bandamaður okkar í hernaðar- og öryggismálum. Rökfærslur náðu sjaldnast lengra en svo að hinn möguleikinn væri sá að Sovétríkin næðu yfirráðum yfir landinu. Nú eru þau hins vegar ekki lengur til og enginn tekur alvarlega að Rússland ógni öryggi Íslands, né nokkurt annað ríki nema þá helst Bandaríkin. Bandaríkin hafa hins vegar átt þátt í hverju einasta stríði sem háð hefur verið eftir heimsstyrjöldina. Á þessu tímabili hafa Bandaríkin hins vegar aldrei haft réttlátan málstað í neinum átökum, en komið þeim flestum af stað eða kynt undir í því skyni að þenja út áhrifasvæði sín og sölsa undir sig auðlindir. Samt er haldið áfram að líta á það sem sjáfsagðan hlut að fylgja Bandaríkjunum að málum í einu og öllu jafnvel þó svo sé komið að flestum öðrum en ráðamönnum þessarar þjóðar er ljóst að stefna Bandaríkjanna fer lengra og lengra út í öfgar. Bandaríki Norður-Ameriku eru á alþjóðavettvangi hreinræktað glæpa- og hryðjuverkaríki sem er tilbúið til að leggja heilu samfélögin í rúst og fórna milljónum mannslífa til að freista þess að styrkja stöðu sína. Viljum við taka þátt í þessu? Nei, við eigum ekki að velja okkur bandamenn eftir því hver ræður yfir mestum vígbúnaði og er því líklegastur til hernaðayfirburða. Við eigum að velja okkur bandamenn sem hafa viðleitni til frelsis, friðar, réttlætis og framfara fyrir alla. Ef slíkir bandamenn finnast ekki þá nær það bara ekki lengra og við verðum að treysta á okkur sjálf þar til breyting verður á. Við eigum ekki að láta þvinga okkur til undirgefni við guðföðurinn af því það sé líklegt til stundarþæginda. Margir hafa farið flatt á því. Hvort Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún og samráðherrar þeirra eiga eftir að lenda í flokki með fyrrverandi vinum Bandaríkjanna ásamt Noriega, Saddam Hussein, Bin Laden og fleirum verður framtíðin að leiða í ljós en við segjum NEI við hvers konar hernaðarumsvifum Bandaríkjanna og annarra Natóþjóða á Íslandi.

Færslur

SHA_forsida_top

Ísland úr Nató, herinn . . .

Ísland úr Nató, herinn . . .

Eftirfarandi grein Jóns Torfasonar birtist í Morgunpósti VG 10. október Fyrsti október var mikill gleðidagur. …

SHA_forsida_top

Mýkri ásýnd friðargæslunnar?

Mýkri ásýnd friðargæslunnar?

Þeim tíðindum ber að fagna, sem berast frá utanríkisráðuneytinu, að nú eigi að mýkja ásýnd …

SHA_forsida_top

Friðarhús í útleigu

Friðarhús í útleigu

Friðarhús er í kvöld í útleigu til félagasamtaka.

SHA_forsida_top

Þjóðarhreyfingin - með lýðræði - mótmælir breyttum varnarsamning og krefst uppsagnar hans

Þjóðarhreyfingin - með lýðræði - mótmælir breyttum varnarsamning og krefst uppsagnar hans

Ályktun Þjóðarhreyfingin - með lýðræði minnir á, að þótt varnarsamstarfi Íslands og Bandaríkjanna 1951 væri …

SHA_forsida_top

Friðarfundur á Ingólfstorgi laugardag kl. 15

Friðarfundur á Ingólfstorgi laugardag kl. 15

Við minnum á friðarfundinn á Ingólfstorgi laugardaginn 14. október kl. 15.

SHA_forsida_top

Ofbeldi leysir engan vanda

Ofbeldi leysir engan vanda

Eftirfarandi grein Þórðar Sveinssonar birtist í styttri útgáfu í Fréttablaðinu Oft er hamrað á því …

SHA_forsida_top

Kjarnorkuógn núna?

Kjarnorkuógn núna?

Alþjóðlegt átak til afvopnunar Friðarfundur á Ingólfstorgi laugardag kl. 15 Við minnum á …

SHA_forsida_top

Ályktun frá SHA vegna komu bandaríska herskipsins USS Wasp

Ályktun frá SHA vegna komu bandaríska herskipsins USS Wasp

Samtök herstöðvaandstæðinga lýsa vanþóknun sinni á svokallaðri vináttuheimsókn bandaríska herskipsins USS Wasp. Íslenskt land, íslenskar …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Mánaðarlegur fjáröflunarmálsverður Friðarhúss. Borðhald hefst kl. 19 en húsið verður opnað hálftíma fyrr.

SHA_forsida_top

Bandarískt herskip væntanlegt á fimmtudag kl. 19

Bandarískt herskip væntanlegt á fimmtudag kl. 19

Fimmtudaginn 12. október er áætlað að bandaríska herskipið USS Wasp komi til Reykjavíkur og leggist …

SHA_forsida_top

MFÍK: Fundur um Palestínu í Friðarhúsi miðvikudag kl. 19

MFÍK: Fundur um Palestínu í Friðarhúsi miðvikudag kl. 19

Frá MFÍK Opinn félagsfundur miðvikudaginn 11.október kl. 19 í Friðarhúsi (á horni Njálsgötu og Snorrabrautar). …

SHA_forsida_top

Tilraunaprengingar Norður-Kóreu, CTBT-samningurinn og hin kjarnorkuvopnaríkin

Tilraunaprengingar Norður-Kóreu, CTBT-samningurinn og hin kjarnorkuvopnaríkin

CTBT-samningurinn Samningurinn um allsherjarbann við tilraunum með kjarnorkuvopn (CTBT-samningurinn) var gerður árið 1996. Samkvæmt …

SHA_forsida_top

Ótíðindi frá Kóreuskaga

Ótíðindi frá Kóreuskaga

Það eru ill tíðindi sem berast nú frá Kóreu. Stjórnvöld í Norður-Kóreu sprengdu í nótt …

SHA_forsida_top

Friðarfundur Húmanistahreyfingarinnar á Ingólfstorgi laugardaginn 14. október kl. 15.00

Friðarfundur Húmanistahreyfingarinnar á Ingólfstorgi laugardaginn 14. október kl. 15.00

Húmanistahreyfingin beitir sér fyrir friðarfundi á Ingólfstorgi laugardaginn 14. október n.k. kl. 15.00. Þetta er …

SHA_forsida_top

Herinn farinn

Herinn farinn

Steinar Harðarson skrifar á Morgunpósti VG 3. október: Í sumar gerði ég þá ánægjulegu …