BREYTA

Onoda á Norðurhjaranum

Hiroo Onoda lést í Tókíó 91 árs að aldri. Onoda varð heimsfrægur árið 1974 þegar tókst að þvinga hann til að leggja niður vopn sín og yfirgefa frumskóginn á Filippseyjum, þar sem hann hafði hafst við frá því í heimsstyrjöldinni síðari. Í nærri þrjátíu ár hafði hermaðurinn neitað að gefast upp og horfast í augu við lok stríðsins og ósigur keisara síns. Saga þessa einarða hermanns fangaði vitaskuld huga margra, enda einhvers konar blanda af Róbíson Krúsó og Don Kíkóta í sjálfskipaðri útlegð vegna eigin ranghugmynda og þrjósku. Fáeinir japanskir þjóðernissinnar litu á hann sem hetju, en flestir töldu hann þó tragíska persónu. En á sama tíma og útför síðasta hermannsins úr seinni heimsstyrjöldinni er undirbúin, berast keimlíkar fregnir frá Íslandi af mönnum sem neita að horfast í augu við að stríðinu þeirra er löngu lokið. Enn á ný eru á leið til landsins erlendar flugsveitir til æfinga. Í hugum flugherja þeirra sem taka þátt í hinum reglubundnu æfingum á Íslandi, er verkefnið eins og hver önnur flugæfing bara í nýju umhverfi. Sveitir sem vanar eru því í heimalöndum sínum að vera skammaðar fyrir hávaða og ónæði, eru himinsælar með að vera boðnar velkomnar til lágflugsæfinga og nýta til hins ýtrasta, eins og íbúar við Eyjafjörð geta vottað. Frá sjónarhorni íslenskra stjórnvalda er þó um annað og meira að ræða en frumlegt verkefni til að auka fjölbreytni í æfingum Nató-flugmanna. Á Íslandi nefnast æfingarnar „loftrýmisgæsla“ og eru sagðar bráðnauðsynlegur hluti varna landsins. Fyrir hverjum verið sé að verjast er á huldu og enn síður ljóst hvers konar vörn á að felast í stopulu þotuflugi á fyrirfram auglýstum tímum nokkrar vikur á ári. Veruleikinn er sá, að innan íslenska stjórnkerfisins og ákveðins hluta stjórnmálastéttarinnar ríkir afneitun á því að kalda stríðinu hafi lokið. Þegar Bandaríkjamenn vildu endurskipuleggja viðbúnað sinn á Keflavíkurflugvelli eftir hrun Sovétríkjanna varð krafan um áframhaldandi veru herflugvéla að lykilatriði í hugum sumra. Ætla má að peningalegar ástæður hafi legið þar að baki í fyrstu, þar sem herþotur tryggðu ákveðinn lágmarksviðbúnað og þar með hermang. Með tímanum varð krafan um þotuflug að sjálfstæðu markmiði sem tók á sig þá mynd að þegar herstöðinni varð loksins lokað árið 2006, gripu stjórnvöld til þess ráðs að sækja þotur annað með því að falbjóða landið undir æfingabúðir. Það tók umheiminn 29 ár að fá Hiroo Onoda til að horfast í augu við lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Vonandi þurfum við ekki að bíða jafn lengi eftir því að íslensk stjórnvöld fáist til að viðurkenna lok kalda stríðisins.

Færslur

SHA_forsida_top

Magnaður matseðill

Magnaður matseðill

Síðasti fjáröflunarmálsverður Friðarhúss á þessu vormisseri verður haldinn nk. föstudagskvöld, 28. maí. Kokkaþríeykið Jón …

SHA_forsida_top

Kvikmyndasýning Íslands-Palestínu

Kvikmyndasýning Íslands-Palestínu

INSHALLAH - HEIMILDAKVIKMYND EFTIR MAURICE JACOBSEN Íbúar Gazastrandarinnar hafa lifað árum saman vi! hernám, umsátur …

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

MFÍK fundar í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður, 1. maí kaffi & Dagfari

Fjáröflunarmálsverður, 1. maí kaffi & Dagfari

Föstudagskvöldið 29. apríl verður hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss. Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi verður yfirkokkur og verður …

SHA_forsida_top

Friðarsinnar heimsækja herskip 16. apríl kl. 14

Friðarsinnar heimsækja herskip 16. apríl kl. 14

Skömmu fyrir hádegi fimmtudaginn 14. apríl komu þrjú þýsk herskip til hafnar í Reykjavík. Brandenburg …

SHA_forsida_top

Líbýustríði mótmælt

Líbýustríði mótmælt

Óformlegur hópur fólks sem andæft hefur stríðinu í Líbýu og þátttöku Nató í því boðar …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur friðaraðgerða

Undirbúningsfundur friðaraðgerða

Fundað í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur f. andófsaðgerðir

Undirbúningsfundur f. andófsaðgerðir

Lárus Páll Birgisson (Lalli sjúkraliði) boðar til fundar í Friðarhúsi föstudaginn 8. apríl kl. 20 …

SHA_forsida_top

Ályktun frá SHA vegna „loftrýmisgæslu“

Ályktun frá SHA vegna „loftrýmisgæslu“

Samtök hernaðarandstæðinga lýsa vonbrigðum sínum með fréttir af því að hingað komi til lands kanadískar …

SHA_forsida_top

„Los cincos“ – Kúbumennirnir fimm

„Los cincos“ – Kúbumennirnir fimm

Kynningarfundur um mál fimmenninganna verður í sal MÍR, Hverfisgötu 105, fimmtudagskvöldið 31. mars klukkan 19:30. …

SHA_forsida_top

Stríðið sem ákvað sig sjálft

Stríðið sem ákvað sig sjálft

Grein þessi birtist upphaflega á vefritinu Smugunni. Árið 2003 tóku tveir menn ákvörðun um að …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 25. mars. Kokkar kvöldsins verða Harpa Stefánsdóttir …

SHA_forsida_top

Ályktun frá SHA

Ályktun frá SHA

Samtök hernaðarandstæðinga lýsa þungum áhyggjum af hernaði og ofbeldisverkum í Miðausturlöndum liðinna daga. Í Jemen …

SHA_forsida_top

Hvað er málið með Líbýu?

Hvað er málið með Líbýu?

Þrátt fyrir margra vikna átök í Líbýu, hefur lítið farið fyrir dýpri umfjöllun um bakgrunn …

SHA_forsida_top

Ályktun að gefnu tilefni

Ályktun að gefnu tilefni

Ályktun frá miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga vegna kjarnorkuslyssins í Japan Síðustu daga hafa fregnir af kjarnorkuslysinu …