BREYTA

Onoda á Norðurhjaranum

Hiroo Onoda lést í Tókíó 91 árs að aldri. Onoda varð heimsfrægur árið 1974 þegar tókst að þvinga hann til að leggja niður vopn sín og yfirgefa frumskóginn á Filippseyjum, þar sem hann hafði hafst við frá því í heimsstyrjöldinni síðari. Í nærri þrjátíu ár hafði hermaðurinn neitað að gefast upp og horfast í augu við lok stríðsins og ósigur keisara síns. Saga þessa einarða hermanns fangaði vitaskuld huga margra, enda einhvers konar blanda af Róbíson Krúsó og Don Kíkóta í sjálfskipaðri útlegð vegna eigin ranghugmynda og þrjósku. Fáeinir japanskir þjóðernissinnar litu á hann sem hetju, en flestir töldu hann þó tragíska persónu. En á sama tíma og útför síðasta hermannsins úr seinni heimsstyrjöldinni er undirbúin, berast keimlíkar fregnir frá Íslandi af mönnum sem neita að horfast í augu við að stríðinu þeirra er löngu lokið. Enn á ný eru á leið til landsins erlendar flugsveitir til æfinga. Í hugum flugherja þeirra sem taka þátt í hinum reglubundnu æfingum á Íslandi, er verkefnið eins og hver önnur flugæfing bara í nýju umhverfi. Sveitir sem vanar eru því í heimalöndum sínum að vera skammaðar fyrir hávaða og ónæði, eru himinsælar með að vera boðnar velkomnar til lágflugsæfinga og nýta til hins ýtrasta, eins og íbúar við Eyjafjörð geta vottað. Frá sjónarhorni íslenskra stjórnvalda er þó um annað og meira að ræða en frumlegt verkefni til að auka fjölbreytni í æfingum Nató-flugmanna. Á Íslandi nefnast æfingarnar „loftrýmisgæsla“ og eru sagðar bráðnauðsynlegur hluti varna landsins. Fyrir hverjum verið sé að verjast er á huldu og enn síður ljóst hvers konar vörn á að felast í stopulu þotuflugi á fyrirfram auglýstum tímum nokkrar vikur á ári. Veruleikinn er sá, að innan íslenska stjórnkerfisins og ákveðins hluta stjórnmálastéttarinnar ríkir afneitun á því að kalda stríðinu hafi lokið. Þegar Bandaríkjamenn vildu endurskipuleggja viðbúnað sinn á Keflavíkurflugvelli eftir hrun Sovétríkjanna varð krafan um áframhaldandi veru herflugvéla að lykilatriði í hugum sumra. Ætla má að peningalegar ástæður hafi legið þar að baki í fyrstu, þar sem herþotur tryggðu ákveðinn lágmarksviðbúnað og þar með hermang. Með tímanum varð krafan um þotuflug að sjálfstæðu markmiði sem tók á sig þá mynd að þegar herstöðinni varð loksins lokað árið 2006, gripu stjórnvöld til þess ráðs að sækja þotur annað með því að falbjóða landið undir æfingabúðir. Það tók umheiminn 29 ár að fá Hiroo Onoda til að horfast í augu við lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Vonandi þurfum við ekki að bíða jafn lengi eftir því að íslensk stjórnvöld fáist til að viðurkenna lok kalda stríðisins.

Færslur

SHA_forsida_top

Siðlaus og vitlaus fréttamiðlun um atburðina í Bretlandi

Siðlaus og vitlaus fréttamiðlun um atburðina í Bretlandi

Daglega birtast fréttir og fréttaskýringar um sprengjutilræðin í Bretlandi. Þessum skrifum er sameiginlegt að dæma …

SHA_forsida_top

Sri Lanka: Áhrif aðskilnaðarátaka í smáríki á alþjóðlegt og svæðisbundið öryggi

Sri Lanka: Áhrif aðskilnaðarátaka í smáríki á alþjóðlegt og svæðisbundið öryggi

Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og Rannsóknasetur um smáríki standa fyrir opnum fyrirlestri Shyams Tekwamis um áhrif …

SHA_forsida_top

Kjarnorkuvopnum mótmælt á Bretlandi

Kjarnorkuvopnum mótmælt á Bretlandi

Um síðustu helgi stóð hópur námsmanna frá ýmsum bæjum og borgum í Englandi og Skotlandi …

SHA_forsida_top

Utanríkisráðuneytið tekur fangaflug til skoðunar

Utanríkisráðuneytið tekur fangaflug til skoðunar

Utanríkisráðherra hefur ákveðið að lendingar ákveðinna flugvéla á Keflavíkurflugvelli og/eða Reykjavíkurflugvelli verði teknar til nánari …

SHA_forsida_top

Menning og morðvopn

Menning og morðvopn

eftir Stefán Pálsson formann SHA Birtist í Fréttablaðinu 21. júní 2007 Á sunnudaginn …

SHA_forsida_top

Hernaðarandstæðingar mótmæla herskipum NATO

Hernaðarandstæðingar mótmæla herskipum NATO

Á fimmtudagsmorguninn síðastliðinn, 14. júní, lögðust þrjú herskip úr þeim flota NATO, sem kallast sem …

SHA_forsida_top

Uppbyggingin

Uppbyggingin

eftir Sverri Jakobsson Birtist í Fréttablaðinu 16. júní 2007 Nú á dögunum kom …

SHA_forsida_top

Ályktun SHA vegna heimsóknar herskipa til Reykjavíkur

Ályktun SHA vegna heimsóknar herskipa til Reykjavíkur

Þrjú herskip á vegum NATO leggjast að bryggju í Reykjavíkurhöfn að morgni fimmtudagsins 14. …

SHA_forsida_top

MATUR & MENNING - Palestínskt matar- og menningarkvöld, fimmtudaginn 14. júní

MATUR & MENNING - Palestínskt matar- og menningarkvöld, fimmtudaginn 14. júní

Frá Félaginu Ísland-Palestína: Félagið Ísland-Palestína heldur palestínskt matar- og menningarkvöld fimmtudaginn 14. júní …

SHA_forsida_top

Mikil andstaða í Tékklandi gegn fyrirhugaðri gagnflaugastöð

Mikil andstaða í Tékklandi gegn fyrirhugaðri gagnflaugastöð

Fyrirhugað gagnflaugakerfi Bandaríkjanna hefur valdið spennu milli Bandaríkjanna og Rússlands. Ætlunin er að setja upp …

SHA_forsida_top

Fundur um Palestínu í Friðarhúsinu á laugardag

Fundur um Palestínu í Friðarhúsinu á laugardag

Dagskrá í Friðarhúsinu Njálsgötu 87 9. júní kl 14.00 - helguð 40 ára hernámi …

SHA_forsida_top

Mun Ísland halda áfram þátttöku í starfsemi NATO í Írak?

Mun Ísland halda áfram þátttöku í starfsemi NATO í Írak?

Á fundi Alþingis 4. júní beindi þingmaður VG, Katrín Jakobsdóttir, þeirri fyrirspurn til utanríkisráðherra, Ingibjargar …

SHA_forsida_top

Félagsfundur Ísland-Palestína

Félagsfundur Ísland-Palestína

Félagsfundur og myndasýning á vegum Íslands-Palestínu á afmæli sex daga stríðsins.

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Styður ríkisstjórnin stríðsreksturinn í Írak?

Styður ríkisstjórnin stríðsreksturinn í Írak?

Eftirfarandi grein Einars Ólafssonar birtist í Morgunblaðinu 3. júní 2007. Rétt er að geta þess …