BREYTA

Onoda á Norðurhjaranum

Hiroo Onoda lést í Tókíó 91 árs að aldri. Onoda varð heimsfrægur árið 1974 þegar tókst að þvinga hann til að leggja niður vopn sín og yfirgefa frumskóginn á Filippseyjum, þar sem hann hafði hafst við frá því í heimsstyrjöldinni síðari. Í nærri þrjátíu ár hafði hermaðurinn neitað að gefast upp og horfast í augu við lok stríðsins og ósigur keisara síns. Saga þessa einarða hermanns fangaði vitaskuld huga margra, enda einhvers konar blanda af Róbíson Krúsó og Don Kíkóta í sjálfskipaðri útlegð vegna eigin ranghugmynda og þrjósku. Fáeinir japanskir þjóðernissinnar litu á hann sem hetju, en flestir töldu hann þó tragíska persónu. En á sama tíma og útför síðasta hermannsins úr seinni heimsstyrjöldinni er undirbúin, berast keimlíkar fregnir frá Íslandi af mönnum sem neita að horfast í augu við að stríðinu þeirra er löngu lokið. Enn á ný eru á leið til landsins erlendar flugsveitir til æfinga. Í hugum flugherja þeirra sem taka þátt í hinum reglubundnu æfingum á Íslandi, er verkefnið eins og hver önnur flugæfing bara í nýju umhverfi. Sveitir sem vanar eru því í heimalöndum sínum að vera skammaðar fyrir hávaða og ónæði, eru himinsælar með að vera boðnar velkomnar til lágflugsæfinga og nýta til hins ýtrasta, eins og íbúar við Eyjafjörð geta vottað. Frá sjónarhorni íslenskra stjórnvalda er þó um annað og meira að ræða en frumlegt verkefni til að auka fjölbreytni í æfingum Nató-flugmanna. Á Íslandi nefnast æfingarnar „loftrýmisgæsla“ og eru sagðar bráðnauðsynlegur hluti varna landsins. Fyrir hverjum verið sé að verjast er á huldu og enn síður ljóst hvers konar vörn á að felast í stopulu þotuflugi á fyrirfram auglýstum tímum nokkrar vikur á ári. Veruleikinn er sá, að innan íslenska stjórnkerfisins og ákveðins hluta stjórnmálastéttarinnar ríkir afneitun á því að kalda stríðinu hafi lokið. Þegar Bandaríkjamenn vildu endurskipuleggja viðbúnað sinn á Keflavíkurflugvelli eftir hrun Sovétríkjanna varð krafan um áframhaldandi veru herflugvéla að lykilatriði í hugum sumra. Ætla má að peningalegar ástæður hafi legið þar að baki í fyrstu, þar sem herþotur tryggðu ákveðinn lágmarksviðbúnað og þar með hermang. Með tímanum varð krafan um þotuflug að sjálfstæðu markmiði sem tók á sig þá mynd að þegar herstöðinni varð loksins lokað árið 2006, gripu stjórnvöld til þess ráðs að sækja þotur annað með því að falbjóða landið undir æfingabúðir. Það tók umheiminn 29 ár að fá Hiroo Onoda til að horfast í augu við lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Vonandi þurfum við ekki að bíða jafn lengi eftir því að íslensk stjórnvöld fáist til að viðurkenna lok kalda stríðisins.

Færslur

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

Fjórðungsúrslit

SHA_forsida_top

Hver er George Bush eldri?

Hver er George Bush eldri?

Fram hefur komið í fréttum að George Bush, fyrrum Bandaríkjaforseti, sé væntanlegur hingað til Íslands …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefnd SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Ályktun frá SHA vegna rússneskra flotaæfinga

Ályktun frá SHA vegna rússneskra flotaæfinga

Miðnefnd Samtaka herstöðvaandstæðinga gagnrýnir harðlega boðaðar æfingar rússneskra herskipa í grennd við Ísland sem sagt …

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

16-liða úrslit England : Ekvador Portúgal : Holland

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

16-liða úrslit Ítalía : Ástralía Úkraína : Sviss

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

16-liða úrslit Brasilía : Ghana Spánn : Frakkland

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

16-liða úrslit Þýskaland : Svíþjóð Argentína : Mexíkó

SHA_forsida_top

HM í Friðarhúsi

HM í Friðarhúsi

Úrslitaleikur

SHA_forsida_top

Leikar æsast á HM

Leikar æsast á HM

Nú hefur verið sett upp stærra og betra sýningartjald í Friðarhúsi og eru því aðstæður …

SHA_forsida_top

Afsalsgleði SHA

Afsalsgleði SHA

SHA fagnar því að gengið hafi verið frá afsali vegna kaupa á Friðarhúsi. Allir velkomnir.

SHA_forsida_top

Meirihluti þjóðarinnar vill uppsögn herstöðvasamningsins

Meirihluti þjóðarinnar vill uppsögn herstöðvasamningsins

Samkvæmt nýrri skoðankönnun Gallup er meirihluti þjóðarinnar hlynntur uppsögn herstöðvasamningsins. Skv. könnuninni eru 53,9 mjög …

SHA_forsida_top

Halldór Ásgrímsson, Írak, Diego Garcia og Keflavík

Halldór Ásgrímsson, Írak, Diego Garcia og Keflavík

Írak Í Speglinum, fréttaskýringaþætti Ríkisútvarpsins, í dag 15. ágúst, var viðtal við Halldór Ásgrímsson. …

SHA_forsida_top

Stóráfanga fagnað

Stóráfanga fagnað

Langþráður draumur herstöðvaandstæðinga rætist í þessari viku, þegar endanlega verður gengið frá kaupum á Friðarhúsinu. …

SHA_forsida_top

Sjálfvígsárásir alvarlegasta ógnin?

Sjálfvígsárásir alvarlegasta ógnin?

Bréf til Fréttastofu RÚV Í frétt, sem birtist á vefsíðu RÚV í dag (13. júní …