BREYTA

Opið bréf til Ólafs Stephensens

Grein þessi birtist einnig á vefritinu Smugunni. Komdu sæll Ólafur, Ég skrifa þér til þess að lýsa yfir vonbrigðum mínum með leiðara þinn í Fréttablaðinu dag. Leiðarinn er ótrúlega bernskur en að sama skapi miskunnarlaus gagnvart þeim sem þurfa að lifa við hernað á hverjum degi, til dæmis vegna aðgerða NATO. Miðað við þá reynslu sem ég hef af samskiptum við þig bjóst ég ekki við skrifum sem þessum frá þér, þrátt fyrir að mér hafi ávallt verið fullkunnugt um blinda trú þína á ágæti hernaðar og hernaðarbandalaga. Við fyrsta lestur leiðarans varð ég einfaldlega reiður. Við næsta lestur varð ég miður mín. Þegar ég las hann í þriðja sinn rann upp fyrir mér að skrifin voru ætluð til að réttlæta vonda afstöðu. Réttlætingarnar eru þrjár: 1) Starfsemi fyrirtækisins er ekki hernaðarstarfsemi, enda eru þotur þess óvopnaðar og starfsmennirnir bera ekki vopn. Svar: Aðstaða og búnaður sem ætlaður er til heræfinga er hernaðarstarfsemi. Tilgangur slíkrar starfsemi er að þjálfa hermenn og heri í því að granda skotmörkum og drepa fólk. 2) Vinstri grænir eru alveg á móti veru Íslands í hernaðarbandalaginu NATO, eins og þeir ítrekuðu fyrir helgina. Það breytir ekki því að meirihluti þjóðarinnar telur Ísland eiga heima í bandalaginu. Og af hverju ætti Ísland þá ekki að hýsa fyrirtæki, sem tengist starfsemi NATO? Svar: Ég hef ekki séð þá skoðanakönnun þú vísar í, en það skiptir í sjálfu sér ekki máli enda eru skoðanakannanir ekki rök fyrir afstöðu heldur tæki til að réttlæta hana. Almennt séð hefur NATO-aðildin verið réttlætt með því að tala um mikilvægi þátttöku í „vestrænni samvinnu“. Hún hefur aldrei verið réttlætt með mikilvægi þess að Ísland bjóði upp á aðstöðu til að þjálfa og undirbúa heri NATO áður en þeir halda til árásar á önnur lönd. Ef fólk væri spurt: „Vilt þú að Ísland taki þátt eða sé aðili að hernaði eða hernaðarstarfsemi?“ held ég svarið yrði einfalt nei og er það kannski spurning sem þið ættuð að varpa fram í næstu skoðanakönnun ykkar. 3) Íslenzk sprotafyrirtæki hafa sum hver þróað vörur, sem nýtast í hernaði. Prímex á Siglufirði framleiðir til að mynda sáraumbúðir með kítósani, unnu úr rækjuskel, sem bandaríski herinn notar. Hafmynd í Kópavogi framleiðir dvergkafbáta, sem eru notaðir í hernaði. Gavia-kafbáturinn þjónar til dæmis hlutverki æfingaskotmarks í heræfingum danska flotans. Eru þetta þá líka vond fyrirtæki? Svar: Ég trúi því ekki að þú leggir framleiðslu sáraumbúða að jöfnu við herþjálfunaraðstöðu. Þó að þú getir vissulega sýnt fram á að sáraumbúðir tengis hernaði þá er, fyrir utan hversu langsótt þetta er, grundvallar munur á þessu tvennu. Sáraumbúðir eru notaðar til þess að taka á afleiðingum hernaðar og lágmarka skaðann sem hann veldur fólki. Aftur á móti snúast heræfingar um að hámarka þann skaða sem hernaður veldur á fólki sem og mannvirkjum. Hvorki sáraumbúðir né kafbátarnir sem þú vísar til eru eingöngu notaðar í hernaðartengda starfsemi og í raun er hvorugur hluturinn hannaður sérstaklega til slíks eins og sjá má á heimasíðum fyrirtækjanna. Burtséð frá því eru þessar samlíkingar bara útúrsnúningur enda er hægt með þessum aðferðum að tengja flesta skapaða hluti við hernaðarstarfsemi. Heræfingar stuðla hins vegar beint að hernaði enda er tilgangur þeirra að þjálfa hermenn til hernaðar. Í niðurlagi leiðarans gagnrýnir þú Vinstri græn fyrir að láta siðferðislega afstöðu, gildismat og hugmyndafræði hafa áhrif á ákvarðanatöku (og telur upp dæmi í kjölfarið sem þú veist auðvitað að eru ekki annað en strámenn og ofureinföldun). Er það virkilega svo að þínu mati að nú skuli víkja öllu siðferði, gildismati og hugmyndafræði til hliðar? Er það ekki einmitt það sem var gert á árunum 2002 til 2008 með hörmulegum afleiðingum? Væri ekki nær að opna augun og láta af hinni blindu trú á markaðinn (sem telur hernað væntanlega skapa jákvæð viðskipta og atvinnutækifæri) og opna augun? Með bestu kveðjum, Elías Jón Guðjónsson fyrrverandi blaðamaður 24 stunda

Færslur

SHA_forsida_top

Friðarbaráttan og SHA

Friðarbaráttan og SHA

Þórarinn Hjartarson á Akureyri, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þessa hugvekju um stöðu friðarhreyfinga. Aðsendar …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA í kvöld, miðvikudag

Landsfundur SHA í kvöld, miðvikudag

Sem kunnugt er, þurfti að fresta landsfundi Samtaka hernaðarandstæðinga um liðna helgi. Hann verður því …

SHA_forsida_top

FRESTAÐ VEGNA VEÐURS

FRESTAÐ VEGNA VEÐURS

Í ljósi þess að strætisvagnar ganga ekki í fárviðrinu og fólk er varað við að …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA: Ný dagsetning

Landsfundur SHA: Ný dagsetning

Fresta þurfti landsfundi SHA vegna óveðursins á laugardag. Nýr fundartími hefur nú verið ákveðinn: miðvikudagskvöldið …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA, 14. mars

Landsfundur SHA, 14. mars

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga verður haldinn laugardaginn 14. mars í Friðarhúsi, Njálsgötu 87. Dagskrá: 11:00 Hefðbundin …

SHA_forsida_top

Feminismi gegn fasisma - 8. mars

Feminismi gegn fasisma - 8. mars

Í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna fyrir friði og jafnrétti verður efnt til baráttufundar í Iðnó …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA 2015

Landsfundur SHA 2015

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga árið 2015 verður haldinn laugardaginn 14. mars n.k. í Friðarhúsi og hefst …

SHA_forsida_top

Freistandi febrúarmálsverður

Freistandi febrúarmálsverður

Næsti fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudaginn 27. febúar nk. Það verða félagar í Alþýðufylkingunni sem …

SHA_forsida_top

Hin óþarfa sviðsetning

Hin óþarfa sviðsetning

Stefán Pálsson bregst við grein Þórarins Hjartarsonar hér á Friðarvefnum. Aðsendar greinar á Friðarvefnum eru …

SHA_forsida_top

Sviðsett hryðjuverk: verkfæri stríðs og yfirdrottnunar

Sviðsett hryðjuverk: verkfæri stríðs og yfirdrottnunar

Þórarinn Hjartarson á Akureyri, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þessa samantekt á því hvernig óttinn …

SHA_forsida_top

Öberg um Úkraínu

Öberg um Úkraínu

Íslandsvinurinn Jan Öberg er merkur sérfræðingur á sviði friðarmála og lausnar deilumála. Hann heldur úti …

SHA_forsida_top

Janúarmálsverður í Friðarhúsi

Janúarmálsverður í Friðarhúsi

Það verður miðausturlenskt þema í matseðli fjáröflunarmálsverðarins í Friðarhúsi föstudagskvöldið 30. janúar. Daníel Haukar …

SHA_forsida_top

Ávarp í lok friðargöngu

Ávarp í lok friðargöngu

Eyrún Ósk Jónsdóttir flutti ávarp í lok friðargöngu á Þorláksmessu í Reykjavík. Í sumar …

SHA_forsida_top

Friðargöngur á Þorláksmessu

Friðargöngur á Þorláksmessu

Að venju stendur Samstarfshópur friðarhreyfinga fyrir friðargöngu í Reykjavík þann 23.desember. Safnast verður saman …

SHA_forsida_top

Jólahlaðborð Friðarhúss, 28. nóvember

Jólahlaðborð Friðarhúss, 28. nóvember

Fullveldisfögnuður SHA, hið rómaða jólahlaðborð Friðarhúss, verður haldið föstudagskvöldið 28. nóvember nk. Guðrún Bóasdóttir (Systa) …