BREYTA

Opinn fundur með Dr. Amal Jadou

Við viljum vekja athygli félaga á fundi sem félagið Ísland Palestína ásamt fleirum stendur fyrir  í Iðnó kl. 17:30 fimmtudaginn 17. desember. Dr. Amal er yfirmaður Evrópudeildar palestínska utanríkisráðuneytisins í Ramallah. Hún er fædd í flóttamannabúðum við Bethlehem og var aktív í ungliðahreyfingu Fatah á Vesturbakkanum. Árið 2005 hóf Amal störf fyrir palestínska utanríkisráðuneynitið og hefur í störfum sínum beitt sér fyrir réttindum kvenna, pólitískra fanga, flóttamanna og barna. Hún hefur tekið þátt í friðarviðræðum fyrir hönd PLO og var eina konan í sendinefnd Palestínumanna á Annapolis ráðstefnunni. Dr. Amal er doktor frá Fletcher School of Law and Diplomacy og lærði sáttamiðlun við Harvard Law School. Verið öll velkomin. Hér er viðburðinn auglýstur á facebook 

Færslur

SHA_forsida_top

Ályktun vegna umferðar kjarnorkuskipa í efnahagslögsögu Íslands

Ályktun vegna umferðar kjarnorkuskipa í efnahagslögsögu Íslands

Samtök herstöðvaandstæðinga vekja athygli á þeirri hættu sem vera rússneskra herskipa í efnahagslögsögu Íslands hefur …