BREYTA

Óréttlætanlegar handtökur við mótmæli gegn NATO

Eins og fram hefur komið hér á Friðarvefnum, með tilvísunum í fjölmiðla, voru sex manns handteknir við mótmæli vegna málþings NATO á Hilton-hótelinu í Reykjavík á miðvikudagskvöldið. Talið var að einn þeirra hefði verið handtekinn fyrir að kveikja í fána NATO. Samkvæmt frétt Fréttablaðsins í dag, 30. janúar, segir lögreglan hins vegar að þeir hafi verið handteknir vegna óhlýðni. Í fréttinni segir að ekki sé ólöglegt að kveikja í fána NATO, miðað við almenn hegningarlög, einungis megi sekta þá sem opinberlega smána fána erlendrar þjóðar, fána Sameinuðu þjóðanna eða fána Evrópuráðs. Blaðið hafði samband við Snorra Pál Jónsson Úlfhildarson, sem segist hafa borið fánann eftir að kveikt var í honum, en hann var ekki verið handtekinn. „Þetta var nælonfáni sem brennur upp á fjórum sekúndum. Löggan sá þetta þegar hann var kominn í tætlur. Þá hlupu þeir að mér og tóku fánann," segir Snorri. Hinir handteknu hafi hins vegar reynt að hrifsa fánastöngina af lögreglu. Haft er eftir Ragnari Aðalsteinssyni hæstaréttarlögmanni að ef ákært væri út af slíku yrði líklega beitt sömu rökum og í Bandaríkjunum 1989. Þá var ákært fyrir flaggbrennu sem fór fram í pólitískum tilgangi. Hinn ákærði var sýknaður þar sem hann nyti tjáningarfrelsis. Slík ákæra yrði skemmtilegt álitaefni hér á landi, segir Ragnar. Sú viðbára lögreglu, að hinir handteknu hafi verið handteknir vegna óhlýðni vekur upp spurningar. Sá, sem þetta skrifar, var á vettvangi og þykist geta fullyrt að viðbrögð lögreglu gagnvart fánabrunanum hafi verið fullkomlega óeðlileg, sérstaklega ef fánabruninn var í sjálfu sér ekki ólöglegur, og því stenst ekki að hægt hafi verið að handtaka nokkurn í sambandi við hann fyrir óhlýðni við lögreglu. Án þess hér hafi verið kannað hvort aðrar handtökur standist lögfræðilega, þá virðist vera samkvæmt þeim frásögnum sjónarvotta, sem fram hafa komið, að lítil ástæða hafi verið til að handtaka þá miðað við aðstæður. Ekki kom til umtalsverðra átaka, í mesta lagi virðist vera að einhverjir í hópi mótmælenda hafi sýnt mótþróa eða „óhlýðni“ í kjölfar óeðlilegra viðbragða lögreglu við umræddri fánabrennu. Fátt bendir til að aðstæður hafi kallað á handtökur eða beitingu þess harkalega vopns sem piparúði óneitanlega er. Sú spurning vaknar hvort það hafi þrýst á lögregluna að beita þessum harkalegu aðgerðum, að þarna var um að ræða fund sem NATO átti aðild að, ásamt íslenskum stjórnvöldum. Þarf NATO einhverja sérstaka vernd gagnvart íslenskum þegnum sem kallar á viðbrögð lögreglu, sem eru vafasöm, ef ekki í ströngum lagalegum skilningi, þá út frá eðlilegum skilningi á þegnrétti til tjáningar og mótmæla? - eó Sjá frétt Fréttablaðsins

Færslur

SHA_forsida_top

Opið hús í friðarhúsi Opið hús í friðarhúsi

Opið hús í friðarhúsi Opið hús í friðarhúsi

Það er alltaf opið hús hjá herstöðvaandstæðingum á fimmtudagskvöldum. Dagskrá kynnt síðar.

SHA_forsida_top

Ályktun um brottför hersins

Ályktun um brottför hersins

Landsráðstefna Samtaka herstöðvaandstæðinga, haldin í Friðarhúsi laugardaginn 5. nóvember 2005, áréttar þá afstöðu samtakann að …

SHA_forsida_top

Íslendingar hafni pyntingum

Íslendingar hafni pyntingum

Landsráðstefna Samtaka herstöðvaandstæðinga, haldin í Friðarhúsi laugardaginn 5. nóvember 2005, mótmælir því að bandaríska leyniþjónustan, …

SHA_forsida_top

Ályktun gegn stríðsæsingum

Ályktun gegn stríðsæsingum

Fjöldamorðin sem framin voru 11. september 2001 voru notuð af Bandaríkjastjórn til að réttlæta árásarstríð …

SHA_forsida_top

Ný miðnefnd SHA

Ný miðnefnd SHA

Miðnefnd Samtaka herstöðvaandstæðinga var kjörin á landsráðstefnu hinn 5. nóvember 2005. Hana skipa: Aðalmenn: Bergljót …

SHA_forsida_top

Ungrót í Friðarhúsi

Ungrót í Friðarhúsi

Ungrót nefnist hópur róttækra ungmenna sem komið hefur saman í róttæknimiðstöðinni Snarrót. Þriðjudaginn 8. nóvember …

SHA_forsida_top

Landsráðstefna SHA

Landsráðstefna SHA

Landsráðstefna SHA 2005 verður haldin laugardaginn 5. nóvember í Friðarhúsi, nýju húsnæði SHA á horni …

SHA_forsida_top

Landsráðstefna SHA

Landsráðstefna SHA

Landsráðstefna SHA 2005 verður haldin laugardaginn 5. nóvember í Friðarhúsi, nýju húsnæði SHA á horni …

SHA_forsida_top

Vinnufundur í Friðarhúsi

Vinnufundur í Friðarhúsi

Fimmtudagskvöldið 3. nóvember verður að venju opið hús í Friðarhúsi, á horni Njálsgötu og Snorrabrautar. …

SHA_forsida_top

Vinnufundur í Friðarhúsi

Vinnufundur í Friðarhúsi

Fimmtudagskvöldið 3. nóvember verður að venju opið hús í Friðarhúsi, á horni Njálsgötu og Snorrabrautar. …

SHA_forsida_top

Sagan

Sagan

Samtök herstöðvaandstæðinga voru formlega stofnuð 1975, en munu hafa starfað síðan 1972. Samtökin eru arftaki …

SHA_forsida_top

Lög SHA

Lög SHA

Samþykkt á landsfundi félagsins (þá Samtaka herstöðvaandstæðinga) 16. - 17. okt. 1976, með áorðnum breytingum …

SHA_forsida_top

Um SHA

Um SHA

Samtök hernaðarandstæðinga berjast fyrir því að alþjóðleg deilumál verði leyst án ofbeldis. Samtökin hafna heimsvaldastefnu …

SHA_forsida_top

Dagfari - tímarit SHA

Dagfari - tímarit SHA

Dagfari er nafnið á tímariti og fréttabréfi Samtaka hernaðarandstæðinga. Fréttabréfið kemur að jafnaði út þrisvar …

SHA_forsida_top

Opinn miðnefndarfundur SHA

Opinn miðnefndarfundur SHA

Friðarsinnar eru nú farnir að geta gengið að því vísu að haldnir séu fundir í …