BREYTA

Óréttlætanlegar handtökur við mótmæli gegn NATO

Eins og fram hefur komið hér á Friðarvefnum, með tilvísunum í fjölmiðla, voru sex manns handteknir við mótmæli vegna málþings NATO á Hilton-hótelinu í Reykjavík á miðvikudagskvöldið. Talið var að einn þeirra hefði verið handtekinn fyrir að kveikja í fána NATO. Samkvæmt frétt Fréttablaðsins í dag, 30. janúar, segir lögreglan hins vegar að þeir hafi verið handteknir vegna óhlýðni. Í fréttinni segir að ekki sé ólöglegt að kveikja í fána NATO, miðað við almenn hegningarlög, einungis megi sekta þá sem opinberlega smána fána erlendrar þjóðar, fána Sameinuðu þjóðanna eða fána Evrópuráðs. Blaðið hafði samband við Snorra Pál Jónsson Úlfhildarson, sem segist hafa borið fánann eftir að kveikt var í honum, en hann var ekki verið handtekinn. „Þetta var nælonfáni sem brennur upp á fjórum sekúndum. Löggan sá þetta þegar hann var kominn í tætlur. Þá hlupu þeir að mér og tóku fánann," segir Snorri. Hinir handteknu hafi hins vegar reynt að hrifsa fánastöngina af lögreglu. Haft er eftir Ragnari Aðalsteinssyni hæstaréttarlögmanni að ef ákært væri út af slíku yrði líklega beitt sömu rökum og í Bandaríkjunum 1989. Þá var ákært fyrir flaggbrennu sem fór fram í pólitískum tilgangi. Hinn ákærði var sýknaður þar sem hann nyti tjáningarfrelsis. Slík ákæra yrði skemmtilegt álitaefni hér á landi, segir Ragnar. Sú viðbára lögreglu, að hinir handteknu hafi verið handteknir vegna óhlýðni vekur upp spurningar. Sá, sem þetta skrifar, var á vettvangi og þykist geta fullyrt að viðbrögð lögreglu gagnvart fánabrunanum hafi verið fullkomlega óeðlileg, sérstaklega ef fánabruninn var í sjálfu sér ekki ólöglegur, og því stenst ekki að hægt hafi verið að handtaka nokkurn í sambandi við hann fyrir óhlýðni við lögreglu. Án þess hér hafi verið kannað hvort aðrar handtökur standist lögfræðilega, þá virðist vera samkvæmt þeim frásögnum sjónarvotta, sem fram hafa komið, að lítil ástæða hafi verið til að handtaka þá miðað við aðstæður. Ekki kom til umtalsverðra átaka, í mesta lagi virðist vera að einhverjir í hópi mótmælenda hafi sýnt mótþróa eða „óhlýðni“ í kjölfar óeðlilegra viðbragða lögreglu við umræddri fánabrennu. Fátt bendir til að aðstæður hafi kallað á handtökur eða beitingu þess harkalega vopns sem piparúði óneitanlega er. Sú spurning vaknar hvort það hafi þrýst á lögregluna að beita þessum harkalegu aðgerðum, að þarna var um að ræða fund sem NATO átti aðild að, ásamt íslenskum stjórnvöldum. Þarf NATO einhverja sérstaka vernd gagnvart íslenskum þegnum sem kallar á viðbrögð lögreglu, sem eru vafasöm, ef ekki í ströngum lagalegum skilningi, þá út frá eðlilegum skilningi á þegnrétti til tjáningar og mótmæla? - eó Sjá frétt Fréttablaðsins

Færslur

SHA_forsida_top

Blóðugt ár í Írak

Blóðugt ár í Írak

Árið 2013 reyndist eitt það blóðugasta í Írak frá innrásinni í landið fyrir áratug síðan. …

SHA_forsida_top

29. mars og 5. apríl 2003 - Mótmæli við Stjórnarráðið

29. mars og 5. apríl 2003 - Mótmæli við Stjórnarráðið

Höfundur ljósmynda: Óli Gneisti Sóleyjarson This work is licensed under a Creative Commons Attribution-NonCommercial …

SHA_forsida_top

Óli Gneisti

Óli Gneisti

SHA_forsida_top

Ljósmyndir

Ljósmyndir

SHA_forsida_top

Austurvöllur eftir óeirðirnar 30. mars 1949 (Þjóðskjalasafn Íslands)

Austurvöllur eftir óeirðirnar 30. mars 1949 (Þjóðskjalasafn Íslands)

SHA_forsida_top

Friðarganga á Þorláksmessu

Friðarganga á Þorláksmessu

Á Þorláksmessu árið 1980 stóðu Samtök herstöðvaandstæðinga, Menningar- og friðarsamtök íslenskra kvenna (MFÍK) og ýmsar …

SHA_forsida_top

Gengið til friðar í þrjátíu og fimm ár

Gengið til friðar í þrjátíu og fimm ár

Íslenskir friðarsinnar hafa efnt til friðargöngu niður Laugaveginn á Þorláksmessu undanfarin þrjátíu og fimm ár. …

SHA_forsida_top

Shortcode Generator

Shortcode Generator

Nectar Shortcodes Come In a Visually Intuitive Generator This allows you to create …

SHA_forsida_top

Intuitive Options Panel

Intuitive Options Panel

The Control You Desire, All Available At Your Fingertips Experience our user …

SHA_forsida_top

HD Video Series

HD Video Series

Videos Get Posted For Every Major Release Stop feeling overwhelmed by long text …

SHA_forsida_top

Ályktun frá landsfundi

Ályktun frá landsfundi

Landsfundur SHA var haldinn um liðna helgi. Lögum félagsins var breytt á fundinum og verða …

SHA_forsida_top

Fullveldisfögnuður í Friðarhúsi

Fullveldisfögnuður í Friðarhúsi

Föstudagskvöldið 29. nóvember verður fjáröflunarmálsverður Friðarhúss haldinn, glæsilegur að vanda. Guðrún Bóasdóttir (Systa) sér um …

SHA_forsida_top

Nató-kostnaður í fjölmiðlum

Nató-kostnaður í fjölmiðlum

Dagfari, tímarit Samtaka hernaðarandstæðinga er komið út og hefur verið sent félagsmönnum í SHA. Meðal …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA, laugardaginn 23. nóvember

Landsfundur SHA, laugardaginn 23. nóvember

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga verður haldinn laugardaginn 23. nóvember n.k. í Friðarhúsi. Fundurinn hefst kl. 11 …

SHA_forsida_top

Njósnir og uppljóstranir! - SHA og MFÍK funda

Njósnir og uppljóstranir! - SHA og MFÍK funda

Sameiginlegur félagsfundur MFÍK og Samtaka hernaðarandstæðinga verður haldinn í Friðarhúsi, Njálsgötu 87, miðvikudagskvöldið 13. nóvember …