BREYTA

Óréttlætanlegar handtökur við mótmæli gegn NATO

Eins og fram hefur komið hér á Friðarvefnum, með tilvísunum í fjölmiðla, voru sex manns handteknir við mótmæli vegna málþings NATO á Hilton-hótelinu í Reykjavík á miðvikudagskvöldið. Talið var að einn þeirra hefði verið handtekinn fyrir að kveikja í fána NATO. Samkvæmt frétt Fréttablaðsins í dag, 30. janúar, segir lögreglan hins vegar að þeir hafi verið handteknir vegna óhlýðni. Í fréttinni segir að ekki sé ólöglegt að kveikja í fána NATO, miðað við almenn hegningarlög, einungis megi sekta þá sem opinberlega smána fána erlendrar þjóðar, fána Sameinuðu þjóðanna eða fána Evrópuráðs. Blaðið hafði samband við Snorra Pál Jónsson Úlfhildarson, sem segist hafa borið fánann eftir að kveikt var í honum, en hann var ekki verið handtekinn. „Þetta var nælonfáni sem brennur upp á fjórum sekúndum. Löggan sá þetta þegar hann var kominn í tætlur. Þá hlupu þeir að mér og tóku fánann," segir Snorri. Hinir handteknu hafi hins vegar reynt að hrifsa fánastöngina af lögreglu. Haft er eftir Ragnari Aðalsteinssyni hæstaréttarlögmanni að ef ákært væri út af slíku yrði líklega beitt sömu rökum og í Bandaríkjunum 1989. Þá var ákært fyrir flaggbrennu sem fór fram í pólitískum tilgangi. Hinn ákærði var sýknaður þar sem hann nyti tjáningarfrelsis. Slík ákæra yrði skemmtilegt álitaefni hér á landi, segir Ragnar. Sú viðbára lögreglu, að hinir handteknu hafi verið handteknir vegna óhlýðni vekur upp spurningar. Sá, sem þetta skrifar, var á vettvangi og þykist geta fullyrt að viðbrögð lögreglu gagnvart fánabrunanum hafi verið fullkomlega óeðlileg, sérstaklega ef fánabruninn var í sjálfu sér ekki ólöglegur, og því stenst ekki að hægt hafi verið að handtaka nokkurn í sambandi við hann fyrir óhlýðni við lögreglu. Án þess hér hafi verið kannað hvort aðrar handtökur standist lögfræðilega, þá virðist vera samkvæmt þeim frásögnum sjónarvotta, sem fram hafa komið, að lítil ástæða hafi verið til að handtaka þá miðað við aðstæður. Ekki kom til umtalsverðra átaka, í mesta lagi virðist vera að einhverjir í hópi mótmælenda hafi sýnt mótþróa eða „óhlýðni“ í kjölfar óeðlilegra viðbragða lögreglu við umræddri fánabrennu. Fátt bendir til að aðstæður hafi kallað á handtökur eða beitingu þess harkalega vopns sem piparúði óneitanlega er. Sú spurning vaknar hvort það hafi þrýst á lögregluna að beita þessum harkalegu aðgerðum, að þarna var um að ræða fund sem NATO átti aðild að, ásamt íslenskum stjórnvöldum. Þarf NATO einhverja sérstaka vernd gagnvart íslenskum þegnum sem kallar á viðbrögð lögreglu, sem eru vafasöm, ef ekki í ströngum lagalegum skilningi, þá út frá eðlilegum skilningi á þegnrétti til tjáningar og mótmæla? - eó Sjá frétt Fréttablaðsins

Færslur

SHA_forsida_top

List, sannleikur og stjórnmál

List, sannleikur og stjórnmál

Ræða Harolds Pinters við móttöku Bókmenntaverðlauna Nóbels 2005 í Tímariti Máls og menningar …

SHA_forsida_top

Hefjið Safnanótt í Friðarhúsi

Hefjið Safnanótt í Friðarhúsi

Föstudaginn 24. febrúar verður Safnanótt haldin í miðborg Reykjavíkur í tengslum við Vetrarhátíð borgarinnar. Boðið …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi. Húsið verður opnað kl. 18:30 en borðhald hefst kl. 19. Systa eldar …

SHA_forsida_top

Friðarpípan - spurningakeppni SHA

Friðarpípan - spurningakeppni SHA

Spurningakeppni SHA verður haldin í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Gegn innrás í Íran - stöðvum stríðið áður en það byrjar!

Gegn innrás í Íran - stöðvum stríðið áður en það byrjar!

Hafin er undirskriftasöfnun og barátta gegn hugsanlegri árás Bandaríkjanna á Íran. Í því skyni …

SHA_forsida_top

Friðarpípa á laugardegi

Friðarpípa á laugardegi

Friðarpípan, spurningakeppni SHA, verður haldin í fjórða sinn laugardaginn 18. febrúar í Friðarhúsi og hefst …

SHA_forsida_top

Munið fundinn í Friðarhúsi í kvöld kl. 8

Munið fundinn í Friðarhúsi í kvöld kl. 8

“Gekk ég yfir sjó og land…” - Frásagnir frá Bamako og Caracas

SHA_forsida_top

Skopmyndirnar af Múhameð, 2. hluti: Þetta er nú ekki alveg svona einfalt!

Skopmyndirnar af Múhameð, 2. hluti: Þetta er nú ekki alveg svona einfalt!

eftir Jan Øberg Jan Øberg, framkvæmdastjóri Transnational Foundation for Peace and Future Research …

SHA_forsida_top

Þingfulltrúar segja frá

Þingfulltrúar segja frá

Fundur með þremur Íslendingum sem sóttu heim alþjóðasamfélagsþingin í Malí og Venesúela fyrr á þessu …

SHA_forsida_top

"Gekk ég yfir sjó og land..." - Frásagnir frá Bamako og Caracas

"Gekk ég yfir sjó og land..." - Frásagnir frá Bamako og Caracas

Fyrr á þessu ári var alþjóðlega samfélagsþingið – World Social Forum – haldið í Bamako …

SHA_forsida_top

18. mars: Aðgerðir gegn Íraksstríðinu undirbúnar um allan heim

18. mars: Aðgerðir gegn Íraksstríðinu undirbúnar um allan heim

Stöðugt berast fréttir af undirbúningi aðgerða gegn Íraksstríðinu víðs vegar um heim 18.-19. mars. Á …

SHA_forsida_top

Aðalfundur MFÍK 2006

Aðalfundur MFÍK 2006

Frá MFÍK Aðalfundur MFÍK 2006 verður haldinn miðvikudaginn 15. febrúar kl. 20 í Friðarhúsinu, …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur v. 8. mars

Undirbúningsfundur v. 8. mars

Undirbúningsfundur MFÍK vegna 8. mars í Friðarhúsi. Allir velkomnir.

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

Opinn fundur miðnefndar SHA í Friðarhúsi um starfið framundan.

SHA_forsida_top

Skopmyndirnar af Múhameð – frelsi til að bæla sannleikann

Skopmyndirnar af Múhameð – frelsi til að bæla sannleikann

eftir Jan Øberg Jan Øberg, er framkvæmdastjóri Transnational Foundation for Peace and Future …