BREYTA

Þörf á ítarlegri rannsókn á mengun á herstöðvasvæðunum

Í Blaðinu hefur undanfarna daga verið fjallað um mengun af völdum hersins á Suðurnesjum. Margir hafa haft áhyggjur af því hvernig viðskilnaðurinn verður hvað þetta varðar en ekkert er gefið upp um hvað rætt er á samningafundum sem haldnir hafa verið vegna brottfarar hersins. Í febrúar árið 2000 lögðu Steingrímur J. Sigfússon og Sigríður Jóhannesdóttir fram eftirfarandi þingsályktunartillögu á Alþingi:
    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að gangast fyrir rannsókn á umfangi mengunar í jarðvegi og grunnvatni frá „varnarsvæðinu“ við Keflavíkurflugvöll.
Í umræðum um tillöguna 16. mars árið 2000 gerði þáverandi utanríkisráðherra, Halldór Ásgrímsson, lítið úr vandanum og sagði að sú mengun sem um væri að ræða væri þekkt. Jafnframt gerði hann lítið úr ábyrgð Bandaríkjamanna, taldi þá hafa hegðað sér í samræmi við þær reglur sem hefðu verið á hverjum tíma og ekki bótaskyldir þegar svo væri. „Mér er sönn ánægja,“ sagði hann, „að upplýsa að utanríkisráðuneytið hefur vakandi auga yfir mengunarmálum vegna starfsemi varnarliðsins og það er fylgst náið með hugsanlegri mengunarhættu. Ég tel hins vegar að engin efni séu til þess að á þessu stigi fari fram umfangsmiklar rannsóknir á stöðu mála og ég tel að þessi málefni séu í allgóðu lagi á því svæði sem hér hefur verið til umræðu.“ Að lokinni fyrri umræðu var tillögunni vísað til utanríkismálanefndar og hefur verið skv. vef Alþingis til umræðu þar síðan 4. maí 2000. Tillaga sama efnis var áður flutt af Sigríði Jóhannesdóttur á Alþingi árið 1992 og endurflutt 1997 en var ekki afgreidd. Enn var tillaga sama efnis lögð fram á Alþingi 12. febrúar 2004 af Steingrími J. Sigfússyni. Sú tillaga var svohljóðandi:
    Alþingi ályktar að fela umhverfisráðherra að láta fara fram rannsókn á umhverfisáhrifum af völdum erlendrar hersetu og hernaðarumsvifa á Íslandi og hættum sem eru núverandi hernaðarumsvifum samfara. Einnig verði gerð úttekt á lagalegum álitaefnum þessu tengdum. Rannsókn beinist sérstaklega að eftirfarandi þáttum:
    1. grunnvatnsmengun,
    2. jarðvegsmengun,
    3. frágangi spilliefna og sorphauga,
    4. umhverfishættu sem stafar af núverandi hernaðarumsvifum,
    5. réttarfarslegum hliðum málsins varðandi skaðabótaskyldu erlendra og/eða íslenskra stjórnvalda gagnvart landeigendum í þeim tilfellum sem mengun hefur orðið og skyldu þeirra til að hreinsa menguð svæði.
    Jafnframt verði reynt að áætla kostnað við hreinsun þeirra svæða sem mengast hafa.
Þessi tillaga hefur ekki enn verið tekin til umræðu. Af umfjöllun Blaðsins um þessi mál má ráða að betur hefði verið farið að tillögum þeirra Sigríðar og Steingríms. Utanríkisráðherra sagði í umræðunum árið 2000: „Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja hefur sinnt eftirliti með umhverfismálum á varnarsvæðum frá 1989 og greiðir varnarliðið fyrir þann kostnað sem af því hlýst. Heilbrigðiseftirlitið hefur starfsmann sem sinnir þessum verkefnum sérstaklega og starfar náið með umhverfisdeild varnarliðsins. Umhverfisdeild varnarliðsins hefur með höndum innra eftirlit á varnarsvæðunum og starfa þar á annan tug manna í dag. Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja hefur eftirlit með umhverfisdeildinni og að hún starfi í samræmi við íslenskar reglur.“ Í umfjöllun Blaðins 25. ágúst segir svo:
    Magnús Guðjónsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, hefur áhyggjur af olíu- og PCB-mengun á svæði varnarliðsins á Suðurnesjum. „Við vitum um nokkur svæði þarna með PCB-mengun í og það getur verið að við vitum ekki um þau öll. Við höfum upplýsingar um stór svæði sem notuð voru til urðunar og þar er ýmislegt grafið sem við vitum ekkert um,“ segir Magnús.
Jafnframt hefur Blaðið eftir Cornelis Aart Meyles, sérfræðingi Umhverfisstofnunar í jarðvegsmengun:
    „Bandaríski herinn hefur gengið mjög illa um á þeim stöðum þar sem hann hefur athafnað sig hér á landi. Ég er undrandi á athafnaleysi stjórnvalda, þeim er leyft að pakka bara saman og fara. Áður en þeir fara eigum við að grípa til stórtækra rannsókna á þessu svæði. Það er mjög erfitt að fá þá til að sýna ábyrgð eftir að þeir eru farnir,” segir Cornelis.
Það er auðvitað ekki seinna vænna. Fyrir tveimur árum, sex árum, níu árum og fjórtán árum voru lagðar fram tillögur á Alþingi um að gerð yrði rannsókn á umhverfismálum á herstöðvasvæðinu. 1992 var tillaga tekin til fyrri umræðu en enginn stjórnarþingmaður tók til máls. 1997 kom hún ekki til umræðu né heldur 2004. Það var bara árið 2000 sem einhverjar umræðu urðu um, en utanríkisráðherra gerði lítið úr málinu og taldi engin efni til að gera nokkrar rannsóknir. eó

Færslur

SHA_forsida_top

Af vörnum landsins

Af vörnum landsins

Eftirfarandi grein Rúnars Sveinbjörnssonar birtist í vefritinu Ögmundur.is 16. júní 2008 Nú er búið að …

SHA_forsida_top

RÚST - Skapandi Andspyrna - Nauðsynleg Skemmilegging

RÚST - Skapandi Andspyrna - Nauðsynleg Skemmilegging

Pólitísk listahátíð 19.-22. júní Í dag, 19. júní, hefst pólitísk listahátíð í Reykjavík, þar sem …

SHA_forsida_top

Samstaða gegn gagnflaugakerfi í Tékklandi

Samstaða gegn gagnflaugakerfi í Tékklandi

Næstkomandi sunnudag, 22. júní, verður alþjóðlegt átak til stuðnings baráttunni gegn fyrirhugaðri uppsetningu gagneldflauga í …

SHA_forsida_top

Varnarmálastofnun í þágu NATO

Varnarmálastofnun í þágu NATO

Eftirfarandi grein Steingríms J. Sigfússonar alþingismanns birtist í Morgunblaðinu 11. júní 2008. Í tilefni þess …

SHA_forsida_top

„Það er okkar að skrifa söguna“

„Það er okkar að skrifa söguna“

Eftirfarandi grein Einars Ólafssonar birtist í Morgunblaðinu 12. júní 2008. Undir þessari fyrirsögn skrifaði Ingibjörg …

SHA_forsida_top

Utanríkisráðherrann og hernaðarhyggjan

Utanríkisráðherrann og hernaðarhyggjan

eftir Einar Ólafsson Í Morgunblaðinu 3. júní birtist grein eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, utanríkisráðherra, undir …

SHA_forsida_top

Alþingi hvetur til að fangabúðunum í Guantánamo verði lokað

Alþingi hvetur til að fangabúðunum í Guantánamo verði lokað

Aðfararnótt föstudagsins 30. maí samþykkti Alþingi einum rómi eftirfarandi ályktun: Alþingi fordæmir ómannúðlega meðferð á …

SHA_forsida_top

Píningarbekkur á Austurvelli

Píningarbekkur á Austurvelli

Á morgun, föstudag, kemur utanríkisráðherra Bandaríkjanna í stutta heimsókn til Íslands til fundar með hérlendum …

SHA_forsida_top

Sumarmálsverður í Friðarhúsi

Sumarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 30. maí n.k. Systa býður uppá sumarkjötrétt og sumarsalöt. Matseðillinn: …

SHA_forsida_top

Condoleezza Rice ber ábyrgð á pyntingum fanga

Condoleezza Rice ber ábyrgð á pyntingum fanga

Condoleezza Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna er væntanleg til Íslands næstkomandi föstudag til fundar við utanríkisráðherra Íslands, …

SHA_forsida_top

Sumarmálsverður í Friðarhúsi

Sumarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 30. maí n.k. Systa býður uppá sumarkjötrétt og sumarsalöt. Guðrún …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur SHA

Miðnefndarfundur SHA

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss, húsið opnar 18:30.

SHA_forsida_top

Kodd'í sleik, ekki í stríðsleik

Kodd'í sleik, ekki í stríðsleik

SHA_forsida_top

Matur ekki einkaþotur - matur ekki sprengjur

Matur ekki einkaþotur - matur ekki sprengjur

Samtökin "Matur ekki einkaþotur" gefa mat á Lækjartorgi klukkan 14 alla laugardaga. Þessi samtök, sem …