BREYTA

Orrustuþotur ógna öryggi farþegaflugs

Steinunn Þóra Árnadóttir, virkur félagi í SHA, situr nú á þingi sem varaþingmaður og hefur látið til sín taka varðandi hernaðar- og friðarmál. Fimmtudaginn 31. janúar bar hún fram fyrirspurn vegna frétta um að danskar orrustuþotur hafi ítrekað flogið of nærri farþegaflugvélum. Fyrirspurn Steinunnar var svohljóðandi: „Virðulegi forseti. Í síðustu viku voru fluttar fregnir af því í norrænum fjölmiðlum, m.a. í danska ríkisútvarpinu og færeyska blaðinu Sósíalnum, að á síðustu þremur árum hafi það gerst tíu sinnum að F16 orrustuþotur danska hersins hafi farið of nærri farþegaþotum á flugi. Fjögur þessara tilvika áttu sér stað á síðasta ári. Það er óþarft að fjölyrða um þá hættu sem getur skapast af því fyrir áhafnir og farþega í almennu flugi þegar flugmenn á orrustuþotum, sem flogið geta á 2.000 kílómetra hraða á klukkustund, virða ekki nauðsynlegar öryggisreglur á flugi. Fregnir þessar ættu að vekja sérstaka athygli Íslendinga enda hafa íslensk stjórnvöld verið fús til að leyfa erlendum herjum að stunda flugæfingar í og við landið. Slíkar æfingar, og þá einkum lágflugsæfingar, hafa mætt mikilli andstöðu hér á landi, m.a. frá aðilum í ferðaþjónustu. Af þessu tilefni vil ég beina eftirfarandi spurningum til hæstv. utanríkisráðherra. Í fyrsta lagi: Valda þessar fregnir hæstv. utanríkisráðherra áhyggjum í ljósi þess að íslensk stjórnvöld hafa á síðustu missirum kappkostað að bjóða dönskum herþotum og vélum annarra NATO-ríkja til æfinga og eftirlitsflugs við Ísland? Og í öðru lagi: Hyggst utanríkisráðuneytið fara fram á skýringar frá dönskum yfirvöldum vegna þessa máls?“ (Skv. bráðabirgðaútgáfu á vef Alþingis) Fyrirspurnin, svar utanríkisráðherra og frekari orðaskipti ráðherra og fyrirspyrjanda er að finna á vef Alþingis.

Færslur

SHA_forsida_top

Kertafleytingar í Reykjavík og Akureyri

Kertafleytingar í Reykjavík og Akureyri

Árið 1985 var kertum í fyrsta sinn fleytt hér á landi í minningu fórnarlamba kjarnorkuárásanna …

SHA_forsida_top

Baráttan gegn Trident í Skotlandi - Fundur í Odda 5. ágúst

Baráttan gegn Trident í Skotlandi - Fundur í Odda 5. ágúst

Þrjátíu ár eru liðin frá fyrstu kertafleytingunni á Reykjavíkurtjörn. Að því tilefni hefur Samstarfshópur friðarhreyfinga …

SHA_forsida_top

Árásir á Kúrda og ábyrgð Íslands

Árásir á Kúrda og ábyrgð Íslands

 Ályktun frá miðnefnd Samtaka hernaðarandstæðinga: Miðausturlandastríðið sem staðið hefur sleitulítið frá innrás Bandaríkjanna og bandalagsþjóða …

SHA_forsida_top

Innrásin í Sýrland

Innrásin í Sýrland

Þórarinn Hjartarson á Akureyri, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þennan pistil um málefni Sýrlands. Aðsendar …

SHA_forsida_top

SHA og þjóðaröryggisstefnan

SHA og þjóðaröryggisstefnan

Um langt skeið hefur verið rætt um að samþykkja þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland og stóð vinna …

SHA_forsida_top

Tvískinnungur varðandi klasasprengjur

Tvískinnungur varðandi klasasprengjur

Á dögunum var óskað eftir því að Samtök hernaðarandstæðinga veittu umsögn sína um frumvarp varðandi …

SHA_forsida_top

Miðnefnd SHA fundar

Miðnefnd SHA fundar

Miðvikudagskvöldið 29. apríl kl. 20 kemur miðnefnd SHA saman til reglulegs fundar í Friðarhúsi. Samkvæmt …

SHA_forsida_top

1. maí kaffi SHA 2015

1. maí kaffi SHA 2015

Morgunkaffi SHA á 1. maí er víðfræg samkoma og í hugum margra ómissandi hluti af …

SHA_forsida_top

Málsverður aprílmánaðar

Málsverður aprílmánaðar

Aprílmálsverður Friðarhúss, föstudaginn 24. nk., verður glæsilegur að vanda. Skagamaðurinn og pottahvíslarinn Geir Guðjónsson sér …

SHA_forsida_top

Óhefðbundinn hernaður: hernaður nútímans

Óhefðbundinn hernaður: hernaður nútímans

Jón Karl Stefánsson, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þessa grein um upplýsingar úr Wikileaks um …

SHA_forsida_top

Ályktun SHA um norrænt hernaðarbandalag

Ályktun SHA um norrænt hernaðarbandalag

Samtök hernaðarandstæðinga mótmæla harðlega að Ísland hafi ákveðið að ganga til samstarfs við Norðurlöndin um …

SHA_forsida_top

Ályktun um stríð í Jemen

Ályktun um stríð í Jemen

Eftirfarandi ályktun var samþykkt á opnum miðnefndarfundi SHA 31. mars 2015. Samtök hernaðarandstæðinga fordæma …

SHA_forsida_top

Fyrsti fundur nýrrar miðnefndar

Fyrsti fundur nýrrar miðnefndar

Fyrsti fundur nýrrar miðnefndar SHA verður haldinn í Friðarhúsi þriðjudagskvöldið 31. mars kl. 20. Samkvæmt …

SHA_forsida_top

Marsmálsverður Friðarhúss

Marsmálsverður Friðarhúss

Félagar í MFÍK munu sjá um matseldina í næsta fjáröflunarmálsverði Friðarhúss föstudaginn 27. mars n.k. …

SHA_forsida_top

Nýr formaður SHA

Nýr formaður SHA

Þau tíðindi urðu á landsfundi SHA í Friðarhúsi þann 18. mars sl. að nýr formaður …