BREYTA

Orrustuþotur ógna öryggi farþegaflugs

Steinunn Þóra Árnadóttir, virkur félagi í SHA, situr nú á þingi sem varaþingmaður og hefur látið til sín taka varðandi hernaðar- og friðarmál. Fimmtudaginn 31. janúar bar hún fram fyrirspurn vegna frétta um að danskar orrustuþotur hafi ítrekað flogið of nærri farþegaflugvélum. Fyrirspurn Steinunnar var svohljóðandi: „Virðulegi forseti. Í síðustu viku voru fluttar fregnir af því í norrænum fjölmiðlum, m.a. í danska ríkisútvarpinu og færeyska blaðinu Sósíalnum, að á síðustu þremur árum hafi það gerst tíu sinnum að F16 orrustuþotur danska hersins hafi farið of nærri farþegaþotum á flugi. Fjögur þessara tilvika áttu sér stað á síðasta ári. Það er óþarft að fjölyrða um þá hættu sem getur skapast af því fyrir áhafnir og farþega í almennu flugi þegar flugmenn á orrustuþotum, sem flogið geta á 2.000 kílómetra hraða á klukkustund, virða ekki nauðsynlegar öryggisreglur á flugi. Fregnir þessar ættu að vekja sérstaka athygli Íslendinga enda hafa íslensk stjórnvöld verið fús til að leyfa erlendum herjum að stunda flugæfingar í og við landið. Slíkar æfingar, og þá einkum lágflugsæfingar, hafa mætt mikilli andstöðu hér á landi, m.a. frá aðilum í ferðaþjónustu. Af þessu tilefni vil ég beina eftirfarandi spurningum til hæstv. utanríkisráðherra. Í fyrsta lagi: Valda þessar fregnir hæstv. utanríkisráðherra áhyggjum í ljósi þess að íslensk stjórnvöld hafa á síðustu missirum kappkostað að bjóða dönskum herþotum og vélum annarra NATO-ríkja til æfinga og eftirlitsflugs við Ísland? Og í öðru lagi: Hyggst utanríkisráðuneytið fara fram á skýringar frá dönskum yfirvöldum vegna þessa máls?“ (Skv. bráðabirgðaútgáfu á vef Alþingis) Fyrirspurnin, svar utanríkisráðherra og frekari orðaskipti ráðherra og fyrirspyrjanda er að finna á vef Alþingis.

Færslur

SHA_forsida_top

Þroskumst sem þjóð

Þroskumst sem þjóð

Eftirfarandi grein eftir Stefán Þorgrímsson birtist í Morgunblaðinu 23. október Við Íslendingar höfum nú fengið …

SHA_forsida_top

Varnir Íslands upp á náð Kínverja?

Varnir Íslands upp á náð Kínverja?

Frétt í Morgunblaðinu 22. október hófst svo: „Íslendingar munu fagna áramótunum með hefðbundnum hætti. Það …

SHA_forsida_top

Ályktun frá SHA v. Bretaflugs

Ályktun frá SHA v. Bretaflugs

Samtök hernaðarandstæðinga fagna orðum starfandi utanríkisráðherra um að heimsóknir breskra herþotna verði afþakkaðar á næstunni …

SHA_forsida_top

Miðnefndarfundur í Friðarhúsi

Miðnefndarfundur í Friðarhúsi

Miðnefnd SHA fundar.

SHA_forsida_top

Annar heimur er mögulegur - European Social Forum í Málmey

Annar heimur er mögulegur - European Social Forum í Málmey

Sjá frásögn Guðríðar Sigurbjörnsdóttur og Önnu Sigríðar Hróðmarsdóttur á vef MFÍK: www.mfik.is/European%20Social%20Forum%202008.htm …

SHA_forsida_top

Fundur um „European Social Forum“

Fundur um „European Social Forum“

Opinn félagsfundur MFÍK þriðjudaginn 7. október kl. 19 í Friðarhúsinu (á horni Njálsgötu og …

SHA_forsida_top

Málsverður, föstudagskvöld

Málsverður, föstudagskvöld

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudagskvöldið 3. október. Guðrún Bóasdóttir (Systa) sér um matseldina og …

SHA_forsida_top

Stjórn Friðarhúss fundar

Stjórn Friðarhúss fundar

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss

SHA_forsida_top

Evrópski samfélagsvettvangurinn í Malmö 17.-21. september

Evrópski samfélagsvettvangurinn í Malmö 17.-21. september

Dagana 17. til 21. september síðastliðinn var fimmti Evrópski samfélagsvettvangurinn (Europan Social Forum - …

SHA_forsida_top

Málsverðurinn frestast!

Málsverðurinn frestast!

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss sem vera átti í dag, föstudag, frestast um viku vegna veikinda. Ný dagsetning …

SHA_forsida_top

Komum taumhaldi á vopnin

Komum taumhaldi á vopnin

Amnesty International hefur undanfarin fimm ár staðið að herferðinni „Komum taumhaldi á vopni“ ásamt samtökunum …

SHA_forsida_top

Málsverðurinn frestast!

Málsverðurinn frestast!

Fjáröflunarmálsverður Friðarhúss sem vera átti á morgun, föstudag, frestast um viku vegna veikinda. Ný dagsetning …

SHA_forsida_top

Fyrsti málsverður haustsins

Fyrsti málsverður haustsins

Hinir feykivinsælu fjáröflunarmálsverðir Friðarhúss hefjast á ný n.k. föstudagskvöld, 26. september. Systa sér um …

SHA_forsida_top

Gagnflaugakerfið og „virka utanríkisstefnan“

Gagnflaugakerfið og „virka utanríkisstefnan“

eftir Finn Dellsén Eftirfarandi grein birtist í vefritinu ogmundur.is 12. september Ein glórulausasta hervæðingarárátta …