BREYTA

Öryggi og varnir Íslands

rumsfield Lögð hefur verið fram á Alþingi tillaga til ályktunar um opinbera nefnd um öryggi og varnir Íslands. Flutningsmenn eru fjórir þingmenn Samfylkingarinnar. Samtökum herstöðvaandstæðinga barst beiðni um umsögn um ályktunina og fylgir hún hér að neðan. Tillöguna og umræður um hana má finna á vef Alþingis. Reykjavík 9.janúar 2006 Umsögn um þingsályktunartillögu um öryggi og varnir Íslands, 40. mál á 132 löggjafarþingi Samtök herstöðvaandstæðinga fagna því að fram sé komin tillaga um að gera opna og lýðræðislega úttekt á stöðu öryggis- og varnarmála á Íslandi. Samtökin hafa um árabil bent á nauðsyn þess að þingheimur bregðist við þeirri staðreynd að stríðsátökum í Kóreu sé lokið, en það var yfirlýst forsenda hins svokallaða varnarsamnings frá 1951. Mikilvægt er að Alþingi eigi frumkvæði að því að brugðist sé við nýrri skipan alþjóðamála, fremur en að sú vinna eigi sér stað innan lokaðra stofnana og af hálfu embættismanna sem ekki hafa lýðræðislegt umboð til stefnumótunar í þessum mikilvæga málaflokki. Að sjálfsögðu er mikilvægt að tekið sé mið af reynslu nágrannaþjóða og er vel til fundið að nefna Írland í því samhengi, þar sem Írar hafa kosið að starfa utan hernaðarbandalaga án þess að meiri ógn steðji að landinu af þeim sökum en t.d. Íslandi. Hlutleysisstefna Íra hefur gert þeim kleift að móta utanríkisstefnu sem tekur meira mið af almannavilja en afstaða ríkja sem eru innan NATO og eru rígbundin af samþykktum þess. Til að mynda hefur Írland greitt atkvæði með tillögu um útrýmingu kjarnorkuvopna á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna en Íslendingar hafa verið í þeim fámenna hópi ríkja sem greitt hafa atkvæði gegn slíkri tillögu eða setið hjá. Engar vísbendingar eru um að sú afstaða sé í samræmi við vilja íslensku þjóðarinnar, hér hefur aðild Íslands að NATO einfaldlega í för með sér að utanríkisstefna Íslands mótast af öðrum hagsmunum en meirihlutavilja fámennrar þjóðar í viðkvæmu vistkerfi á Norður-Atlantshafi. Í því sambandi má vísa til undirtekta sveitarstjórna víða um land við áskorun Samtaka herstöðvaandstæðinga fyrir nokkrum misserum um að þau friðlýstu sig fyrir kjarnorkuvopnum, en meira en 90% landsmanna búa nú í friðlýstum sveitarfélögum. Enda þótt samþykkt tillögunnar vísi til framfara er ekki þar með sagt að Samtök herstöðvaandstæðinga geti tekið undir allt sem fram kemur í greinargerð þeirri sem tillögunni fylgir. Þar ber ennþá á tregðu við að taka stöðu og hlutverk NATO á nýjum tímum til róttæks endurmats. Ljóst er að loftárásir á Júgóslavíu vorið 1999 hafa vakið upp spurningar um eðli bandalagsins og tilvist þess. Starf NATO sem undirverktaka Bandaríkjahers í Afganistan gerir þetta bandalag sömuleiðis að ótrúverðugum aðila til annarra verka en að framkvæma þá pólitík sem ákveðin er hverju sinni í Washington. Brýnt er að þingheimur geri sér grein fyrir eðli og tilgangi NATO ef ætlunin er að taka utanríkisstefnu Íslands til gagnrýninnar og löngu tímabærrar endurskoðunar.

Færslur

SHA_forsida_top

Bandarísk eldflaugastöð í Póllandi

Bandarísk eldflaugastöð í Póllandi

Í dag, fimmtudaginn 14. ágúst, náðist samkomulag milli Bandaríkjanna og Póllands um að setja upp …

SHA_forsida_top

Minningar frá Hiroshima

Minningar frá Hiroshima

Helga Nína Heimisdóttir var fundarstjóri á kertafleytingunni á Reykjavíkurtjörn 6. ágúst sl. Hún sendi Friðarvefnum …

SHA_forsida_top

Ávarp á kertafleytingu á Akureyri

Ávarp á kertafleytingu á Akureyri

Á Akureyri stóð Samstarfshópur um frið (SHA og ÆSKÞ) að kertafleytingu við Minjasafnstjörnina kl. 22.30 …

SHA_forsida_top

Ávarp á kertafleytingu

Ávarp á kertafleytingu

Kolbrún Halldórsdóttir alþingismaður flutti ávarp á kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn miðvikudaginn 6. ágúst. Það fylgir hér …

SHA_forsida_top

Aldrei aftur Hiroshima! Aldrei aftur Nagasaki!

Aldrei aftur Hiroshima! Aldrei aftur Nagasaki!

Munið kertafleytingarnar á Reykjavíkurtjörn miðvikudagskvöldið 6. ágúst kl. 22:30 og á Akureyri fimmtudagskvöldið 7. ágúst …

SHA_forsida_top

Munu þeir ráðast á Íran?

Munu þeir ráðast á Íran?

Í dag, 2. ágúst, eru mótmælaaðgerðir víðsvegar um Bandaríkin gegn hugsanlegri innrás í Íran. …

SHA_forsida_top

Kertafleyting 6. ágúst

Kertafleyting 6. ágúst

Veggspjöld til útprentunar (pdf): Kertafleyting 2008

SHA_forsida_top

Álrisarnir og hergagnaiðnaðurinn - fræðslufundur í Friðarhúsi

Álrisarnir og hergagnaiðnaðurinn - fræðslufundur í Friðarhúsi

Samarendra Das er inverskur rithöfundur, kvikmyndagerðamaður og aktívisti, sem berst gegn menningarlegum þjóðarmorðum í þriðja …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur kertafleytingar

Undirbúningsfundur kertafleytingar

Samstarfshópur friðarhreyfinga fundar.

SHA_forsida_top

Fræðslufundur í Friðarhúsi

Fræðslufundur í Friðarhúsi

Ál og hergagnaframleiðsla.

SHA_forsida_top

Friðflytjendur í Sundahöfn

Friðflytjendur í Sundahöfn

Greinin birtist í Morgunblaðinu, miðvikudaginn 16. júlí. Góðir gestir sóttu Reykvíkinga heim hinn þriðja júlí …

SHA_forsida_top

Óttinn er slæmur ráðgjafi - Hugleiðing um sjálfsforræði

Óttinn er slæmur ráðgjafi - Hugleiðing um sjálfsforræði

Greinin birtist áður í Morgunblaðinu, en er hér óstytt. Fyrir fjörutíu árum var svokölluð viðreisnarstjórn …

SHA_forsida_top

Undirbúningsfundur kertafleytingar

Undirbúningsfundur kertafleytingar

Samstarfshópur friðarhreyfinga fundar í Friðarhúsi

SHA_forsida_top

Samkomulag um gagnflaugastöð undirritað í Prag

Samkomulag um gagnflaugastöð undirritað í Prag

Undirskriftasöfnun gegn gagnflaugastöð í Tékklandi Lauslega þýðing yfirlýsingarinnar sem skrifað er undir: „Ég …

SHA_forsida_top

30. mars 1949

30. mars 1949

Eftirfarandi grein Jóns Böðvarssonar og Þorvarðar Helgasonar birtist í Morgunblaðinu 26. júní 2008. Við leyfum …