BREYTA

Öryggisvottorð í þágu NATO

Í dag, 7. nóv. 2006, birtist afar athyglisverð frétt á forsíðu Fréttablaðsins. Hún fjallar um mál sem sjaldan eða aldrei hefur verið fjallað um í íslenskum fjölmiðlum, þ.e. um útgáfu svokallaðra „öryggisvottorða um einstaklinga“ í þágu NATO. Í fréttinni er haft eftir Böðvari Bragasyni lögreglustjóra í Reykjavík að „öryggisvottunin“ fari fram eftir reglum NATO þar sem farið er fram á uppáskrift íslenskra yfirvalda um áreiðanleika þeirra sem starfa munu á vegum NATO. Haft er eftir fyrrverandi ráðuneytisstjóra, Róberti Trausta Árnasyni, að í beiðni um vottun komi fram „á hvaða stigi öryggisvottunin þurfi að vera af þeim fjórum stigum sem NATO tilgreinir“. Í fréttinni er greint frá að Árni Páll Árnason, fyrrverandi starfsmaður utanríkisráðuneytins (og nú frambjóðandi Samfylkingarinnar), hafi vitað um útgáfu slíkra „öryggisvottorða“ en segist bundinn þagnarskyldu um aðferðirnar sem notaðar til að kanna hvort þeim er treystandi til að fá „öryggisvottorð“ svo þeir geti starfað hjá eða með NATO. Vitnað er til bréfs hans frá 26. okt. sl. til Valgerðar Sverrisdóttur, núverandi utanríkisráðherra, þar sem hann segir m.a.: „Ef ég á við skýrslutöku að upplýsa frekar en þegar hefur verið gert ... þarf ég að geta fjallað með heildstæðum og ítarlegum hætti um atriði er varða öryggismál ráðuneytisins og annað sem er til þess fallið að varpa ljósi á heildarsamhengi eftirlits með þeim mönnum sem fóru á þeim tíma með mál er varða öryggismál ríkisins og þá sérstaklega þá verkferla sem liggja að baki útgáfu öryggisvottorða á hæsta stigi, jafnt hér á landi og í öðrum löndum.“ Ofangreind frétt vekur ýmsar spurningar: 1. Hverjum hefur löggjafinn falið úrskurðarvald til að flokka Íslendinga í áreiðanleikastig í þágu NATO? 2. Er pólitísk afstaða manna ein af forsendum fyrir því að menn fá eða fá ekki „öryggisvottorð“ á ýmsu stigi? 3. Hvers konar trúnaðareið verða þeir sem fá „öryggisvottorð“ í þágu NATO að gangast undir? Verður þeim refsað ef þeir greina frá aðild NATO að brotum á þjóðarétti? Er þeim skylt að ljúga að almenningi ef þess er krafist af bandalaginu? Er þeim skylt að hlýða skipunum NATO, þótt slíkt kynni að stangast á við lýðræðislegar eða embættisskyldur þeirra gagnvart Íslendingum? Hver er hæfur til að dæma hvort tiltekin þjónusta Íslendings við NATO flokkist undir landráð? Þessar spurningar vakna m.a. vegna ákvörðunar NATO-ráðsins um að styðja loftárásir Bandaríkjanna á Afganistan árið 2001, en í þeim dóu a.m.k. 3500 manns. Utanríkisráðuneytið tilkynnti undirrituðum að forsendurnar fyrir þessari ákvörðun væru „trúnaðarmál“ NATO sem íslenskir borgarar fengju ekki að kynna sér. Margt bendir til þess að þessar forsendur hafi verið upplognar eða með öllu ófullnægjandi. Eru íslenskir embættismenn tilbúnir að axla þá ábyrgð sem af því leiðir að styðja leynilegar, ólögmætar og saknæmar aðgerðir á alþjóðavettvangi án umboðs löggjafarvaldsins? Er þjóðin sátt við það að landsmenn verði flokkaðir eftir leynilegum aðferðum um áreiðanleika sinn til að stunda brot á alþjóðarétti í þágu NATO og Bandaríkjanna? 7. nóv. 2006 Elías Davíðsson

Færslur

SHA_forsida_top

Friðarhús - Njálsgötu 87

Friðarhús - Njálsgötu 87

23. apríl 2009 Þann 19. ágúst 2005 varð langþráður draumur að veruleika þegar Friðarhús …

SHA_forsida_top

Fundað um fjármál

Fundað um fjármál

Hið nýja húsnæði SHA, Friðarhúsið á horni Snorrabrautar og Njálsgötu, er óðum að taka á …

SHA_forsida_top

Fimmtudagsfundur um stefnuskrá

Fimmtudagsfundur um stefnuskrá

Stefnuskrá Samtaka herstöðvaandstæðinga var samþykkt á landsráðstefnu síðla árs 1995. Stefnt er að því að …

SHA_forsida_top

Stefnuskrá SHA

Stefnuskrá SHA

Samþykkt á Landsráðstefnu 5. nóv. 2005 Samtök hernaðarandstæðinga berjast fyrir því að alþjóðleg deilumál verði …

SHA_forsida_top

Kvennabarátta fyrir jafnrétti, jöfnuði og betra mannlífi

Kvennabarátta fyrir jafnrétti, jöfnuði og betra mannlífi

Þessi grein Maríu S. Gunnarsdóttur, formanns MFÍK, birtist í Morgunblaðinu mánudaginn 24. okt. 2005. BARÁTTA …

SHA_forsida_top

Ályktun frá félagsfundi SHA

Ályktun frá félagsfundi SHA

Almennur félagsfundur Samtaka herstöðvaandstæðinga, haldinn fimmtudaginn 20. október, hvetur til þess að slitið verði á …

SHA_forsida_top

Friðarhorfur í Búrúndí

Friðarhorfur í Búrúndí

Það virðist vera hægt að lesa um endalaust af hörmungum í fjölmiðlum heimsins. Þjóðarmorð hér …

SHA_forsida_top

Geysifjölmenn mótmæli í Washington

Geysifjölmenn mótmæli í Washington

Um helgina efndu andstæðingar Íraksstríðsins í Bandaríkjunum til mótmælaaðgerða í Washington. Aðgerðirnar voru geysifjölmennar. Að …

SHA_forsida_top

BNA geymdu kjarnorkuvopn í Suður-Kóreu

BNA geymdu kjarnorkuvopn í Suður-Kóreu

Kjarnorkuvopn á Kóreuskaganum hafa verið talsvert til umræðu upp á síðkastið í tengslum við torræðar …

SHA_forsida_top

Mótmælaaðgerðir gegn Íraksstríðinu 24. september

Mótmælaaðgerðir gegn Íraksstríðinu 24. september

Í Bandaríkjunum er nú í fullum gangi undirbúningur að miklum mótmælaaðgerðum gegn Íraksstríðinu helgina 24.-25. …

SHA_forsida_top

Herstöðin á Diego Garcia og mannréttindabrot Breta

Herstöðin á Diego Garcia og mannréttindabrot Breta

Úti í miðju Indlandshafi, um það bil 1600 km suður af Indlandi, er lítil kóraleyja, …

SHA_forsida_top

Herstöðin á Diego Garcia og mannréttindabrot Breta

Herstöðin á Diego Garcia og mannréttindabrot Breta

Úti í miðju Indlandshafi, um það bil 1600 km suður af Indlandi, er lítil kóraleyja, …

SHA_forsida_top

Blómin í ánni

Blómin í ánni

Ávarp flutt í tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur þann 9.ágúst 2005 á fundi friðarhreyfinga til minningar um …

SHA_forsida_top

Ávarp við kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn 9.ágúst 2005

Ávarp við kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn 9.ágúst 2005

Ágætu friðarsinnar. Við erum samankomin hér við Tjörnina á þessu ágústkvöldi til að minnast fórnarlamba …

SHA_forsida_top

60 ár frá kjarnorkuárásum á Hiroshima og Nagasaki – minningarfundur í Ráðhúsinu

60 ár frá kjarnorkuárásum á Hiroshima og Nagasaki – minningarfundur í Ráðhúsinu

Þriðjudaginn 9. ágúst minnast íslenskar friðarhreyfingar þess að 60 ár eru liðin frá því að …