BREYTA

Öryggisvottorð í þágu NATO

Í dag, 7. nóv. 2006, birtist afar athyglisverð frétt á forsíðu Fréttablaðsins. Hún fjallar um mál sem sjaldan eða aldrei hefur verið fjallað um í íslenskum fjölmiðlum, þ.e. um útgáfu svokallaðra „öryggisvottorða um einstaklinga“ í þágu NATO. Í fréttinni er haft eftir Böðvari Bragasyni lögreglustjóra í Reykjavík að „öryggisvottunin“ fari fram eftir reglum NATO þar sem farið er fram á uppáskrift íslenskra yfirvalda um áreiðanleika þeirra sem starfa munu á vegum NATO. Haft er eftir fyrrverandi ráðuneytisstjóra, Róberti Trausta Árnasyni, að í beiðni um vottun komi fram „á hvaða stigi öryggisvottunin þurfi að vera af þeim fjórum stigum sem NATO tilgreinir“. Í fréttinni er greint frá að Árni Páll Árnason, fyrrverandi starfsmaður utanríkisráðuneytins (og nú frambjóðandi Samfylkingarinnar), hafi vitað um útgáfu slíkra „öryggisvottorða“ en segist bundinn þagnarskyldu um aðferðirnar sem notaðar til að kanna hvort þeim er treystandi til að fá „öryggisvottorð“ svo þeir geti starfað hjá eða með NATO. Vitnað er til bréfs hans frá 26. okt. sl. til Valgerðar Sverrisdóttur, núverandi utanríkisráðherra, þar sem hann segir m.a.: „Ef ég á við skýrslutöku að upplýsa frekar en þegar hefur verið gert ... þarf ég að geta fjallað með heildstæðum og ítarlegum hætti um atriði er varða öryggismál ráðuneytisins og annað sem er til þess fallið að varpa ljósi á heildarsamhengi eftirlits með þeim mönnum sem fóru á þeim tíma með mál er varða öryggismál ríkisins og þá sérstaklega þá verkferla sem liggja að baki útgáfu öryggisvottorða á hæsta stigi, jafnt hér á landi og í öðrum löndum.“ Ofangreind frétt vekur ýmsar spurningar: 1. Hverjum hefur löggjafinn falið úrskurðarvald til að flokka Íslendinga í áreiðanleikastig í þágu NATO? 2. Er pólitísk afstaða manna ein af forsendum fyrir því að menn fá eða fá ekki „öryggisvottorð“ á ýmsu stigi? 3. Hvers konar trúnaðareið verða þeir sem fá „öryggisvottorð“ í þágu NATO að gangast undir? Verður þeim refsað ef þeir greina frá aðild NATO að brotum á þjóðarétti? Er þeim skylt að ljúga að almenningi ef þess er krafist af bandalaginu? Er þeim skylt að hlýða skipunum NATO, þótt slíkt kynni að stangast á við lýðræðislegar eða embættisskyldur þeirra gagnvart Íslendingum? Hver er hæfur til að dæma hvort tiltekin þjónusta Íslendings við NATO flokkist undir landráð? Þessar spurningar vakna m.a. vegna ákvörðunar NATO-ráðsins um að styðja loftárásir Bandaríkjanna á Afganistan árið 2001, en í þeim dóu a.m.k. 3500 manns. Utanríkisráðuneytið tilkynnti undirrituðum að forsendurnar fyrir þessari ákvörðun væru „trúnaðarmál“ NATO sem íslenskir borgarar fengju ekki að kynna sér. Margt bendir til þess að þessar forsendur hafi verið upplognar eða með öllu ófullnægjandi. Eru íslenskir embættismenn tilbúnir að axla þá ábyrgð sem af því leiðir að styðja leynilegar, ólögmætar og saknæmar aðgerðir á alþjóðavettvangi án umboðs löggjafarvaldsins? Er þjóðin sátt við það að landsmenn verði flokkaðir eftir leynilegum aðferðum um áreiðanleika sinn til að stunda brot á alþjóðarétti í þágu NATO og Bandaríkjanna? 7. nóv. 2006 Elías Davíðsson

Færslur

SHA_forsida_top

Kertafleytingar í Reykjavík og á Akureyri

Kertafleytingar í Reykjavík og á Akureyri

Kjarnorkusprengju var varpað á japönsku borgina Nagasakí þann 9. ágúst árið 1945. Þremur dögum fyrr …

SHA_forsida_top

Ávarp flutt við færeyska sendiráðið, 21. júlí 2021

Ávarp flutt við færeyska sendiráðið, 21. júlí 2021

Kæru félagar Ég er að safna sendiráðum. Hef enga tölu á þeim fjölda skipta sem …

SHA_forsida_top

Samstöðumótmæli með Færeyingum

Samstöðumótmæli með Færeyingum

Færeyskir hernaðarandstæðingar efna til mótmæla í Þórshöfn vegna áforma um að reisa á ný …

SHA_forsida_top

Ályktanir Landsfundar SHA 2021

Ályktanir Landsfundar SHA 2021

Ályktun um vígbúnað á norðurslóðum Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga, haldinn 29. maí 2021, varar við …

SHA_forsida_top

Hvað er á seyði í Hvíta-Rúss?

Hvað er á seyði í Hvíta-Rúss?

Miðvikudaginn 9. júní kl. 20:00 verður Valur Gunnarsson sagnfræðingur með fræðslufund í …

SHA_forsida_top

Gamall draugur lætur á sér kræla í Færeyjum

Gamall draugur lætur á sér kræla í Færeyjum

Á landsfundi SHA mætti góður gestur, í gegnum fjarfundarbúnað þó. Það var Högni Höydal leiðtogi …

SHA_forsida_top

Kjarnorkuveldunum mótmælt

Kjarnorkuveldunum mótmælt

Stöðvum vígvæðingu norðurslóða Í kvöld, 19. maí, munu utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands setjast …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA 29. maí

Landsfundur SHA 29. maí

Vegna samkomutakmarkanna neyddumst við til þess að fresta landsfundi SHA sem átti að fara fram …

SHA_forsida_top

Landsfundi frestað

Landsfundi frestað

Vegna samkomutakmarkana neyðumst við til að fresta landsfundi SHA sem átti að fara fram á …

SHA_forsida_top

Landsfundur 2021 *Frestað*

Landsfundur 2021 *Frestað*

Landsfundur SHA verður í Friðarhúsi laugardaginn 27. mars n.k. Dagskrá er eftirfarandi: …

SHA_forsida_top

Andstaða við kjarnorkuvopn þvert á flokkslínur - áhugaverð tölfræði úr skoðanakönnun

Andstaða við kjarnorkuvopn þvert á flokkslínur - áhugaverð tölfræði úr skoðanakönnun

Í tilefni af því að Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum hefur tekið gildi, …

SHA_forsida_top

Sameiginleg áskorun til íslenskra stjórnvalda að fullgilda samning SÞ um bann við kjarnorkuvopnum

Sameiginleg áskorun til íslenskra stjórnvalda að fullgilda samning SÞ um bann við kjarnorkuvopnum

Eftirtalin félög skora á íslensk stjórnvöld að fullgilda Samning Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum …

SHA_forsida_top

Friðargöngu á Þorláksmessu aflýst

Friðargöngu á Þorláksmessu aflýst

Samstarfshópur friðarhreyfinga hefur ákveðið að ekki sé kostur á því að halda Friðargönguna að þessu …

SHA_forsida_top

Dagfari 2020

Dagfari 2020

Dagfari er kominn út og má lesa hér fyrir neðan. Hann er að þessu sinni …

SHA_forsida_top

Ályktun um afvopnun og forgangsröðun

Ályktun um afvopnun og forgangsröðun

Í ágústmánuði síðastliðnum tilkynnti Bandaríkjastjórn að hún hefði varið níu milljörðum Bandaríkjadala til þróunar á …