BREYTA

Össur ginnkeyptur

finnurgudmundarsonolgusoneftir Finn Guðmundarson Olguson Birtist í Fréttablaðinu 1. des. 2010 Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, ritaði bréf í Fréttablaðið sem birtist þann 23. nóvember síðastliðinn. Titill bréfsins var „Heimssögulegur fundur í Lissabon" og fjallaði um leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins (NATO) í Portúgal. Össur lætur í veðri vaka að það sé ákvörðun rússneskra stjórnvalda að taka höndum saman við NATO í ýmsum verkefnum sem séu „söguleg" og er á honum að skilja að þetta sé af einhverjum ástæðum jákvætt skref í átt til friðsælli heims. Röksemdir sem styðja viðhorf ráðherra eru samt sem áður víðsfjarri og þær sem hann þó býður upp á afskaplega veikar. Svo virðist vera að Össur hafi reynst ginnkeyptur gagnvart linnulausum áróðri NATO fyrir því að samtökin séu þrátt fyrir allt friðarsamtök; þau stefni að friðsömum heimi með því að skapa valdajafnvægi milli sterkustu herja heims og með því að bregðast við ógnum við evrópskan og norður-amerískan frið. Þessi söngur getur þó á engan hátt talist „heimssöguleg" nýjung heldur hefur bandalagið hamrað á þessum áróðri síðan á tíunda áratug síðustu aldar þegar það virðist hafa séð sér hag í því að taka upp mildari ímynd opinberlega en hafði mátt skilja á fyrri stefnu. Þessu var aðallega hrint í framkvæmd árið 1991 með nýrri grunnstefnu (Strategic Concept) sem var í fyrsta sinn í sögu bandalagsins gerð opinber og þar sem orðum á borð við „friður", „mannréttindi" og „samvinna" var stráð um allt. Óopinberum skjölum um hvernig í raun skal framfylgja þessari stefnu með hernaðarmætti var þó að venju haldið frá augum almennings og er enn. Ný grunnstefna, sem hafði mörg sömu „friðsömu" markmið, var samþykkt í apríl 1999, á sama tíma og NATO stóð að loftárásum á Kosovo sem leiddu til mikils mannfalls almennra borgara. Getur hver dæmt fyrir sig hversu friðsamlega var að málum staðið þar. Nú hefur Össur Skarphéðinsson gleypt hina nýju, „nýju grunnstefnu" að því er virðist gagnrýnislaust; skjal sem er ætlað að réttlæta á enn frumlegri hátt en áður stefnu máttugasta hernaðarbandalags veraldar. Ráðherra sér ástæðu til að gleðjast yfir að nú hafi Rússar verið fengnir með í leikinn, en samstaða NATO og rússneskra stjórnvalda virðist kristallast í sameiginlegum ótta þeirra við hryðjuverkamenn. Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, „kvað skýrt að orði" samkvæmt Össuri og „sagði að mesta sameiginlega ógnin við Rússland og þjóðir Atlantshafsbandalagsins stafaði af framferði ofbeldisfullra múslímskra öfgasamtaka". Finnst Össuri Skarphéðinssyni það í raun og veru vænlegt að forseti Frakklands, sem hefur nýlega staðið fyrir rasískum aðgerðum gegn sígaunum í sínu eigin landi, og rússnesk stjórnvöld, sem hafa drepið og ógnað hverjum þeim sem þorir að tjá sig gegn þeim, hafi nú tekið höndum saman gegn „óvini" sem er svo vítt skilgreindur að undir hugtakið getur fallið allt frá umhverfisverndarsinna til sjálfsmorðsárásarmanneskju? Er ráðherra ekki að fallast nokkuð auðveldlega á röksemdir stjórnvalda sem hafa sannað trekk í trekk að mesta ógnin við öryggi þegna þeirra eru ekki hryðjuverk heldur þau sjálf? Er líklegt að manneskjum sem ofsækja minnihlutahópa í sínu eigin landi farist það vel úr hendi að tryggja öryggi og frið í víðara samhengi? Ég spyr í von um svar. Atlantshafsbandalagið er og verður alltaf hernaðarbandalag sem byggist á ofbeldi og valdbeitingu. Æðstu ráðamönnum innan þess er ekki treystandi til annars en að tryggja eigið öryggi og hagsmunaaðila tengdum þeim með því að bæla niður gagnrýni með skerðingu á tjáningarfrelsi almennra borgara, beinu ofbeldi gagnvart mótmælendum og hótunum gegn pólitískum andstæðingum sínum. Síðast en ekki síst er það alltaf vítavert ofbeldi og kúgun þegar manneskjur telja sig geta talað fyrir munn annarra og Össur Skarphéðinsson ætti að hafa það í huga næst þegar hann sýpur á kampavíni með hinum fáu útvöldu að þær ákvarðanir og skoðanir sem þar koma fram eru ekki að neinu leyti skoðanir „hinnar frönsku þjóðar" né „hinnar bandarísku þjóðar" né „hinnar íslensku þjóðar". Þær eru ákvarðanir og skoðanir forréttindapakks sem telur sig svo vel af guði gert að það geti með pennastriki ráðið úrslitum um líf eða dauða heilu þjóðanna.

Færslur

SHA_forsida_top

Aldrei aftur Hírósíma! Aldrei aftur Nagasakí!

Aldrei aftur Hírósíma! Aldrei aftur Nagasakí!

Kertafleyting á Tjörninni í Reykjavík og á Akureyri miðvikudagskvöldið 6.ágúst 2014. Frá árinu 1985 hafa …

SHA_forsida_top

Átakasumarið 2014: ályktun frá miðnefnd SHA

Átakasumarið 2014: ályktun frá miðnefnd SHA

Ástandið í heimsmálunum sumarið 2014 er sérlega viðsjárvert og hefur ekki verið ófriðvænlegra í langan …

SHA_forsida_top

Jafn réttur til að drepa?

Jafn réttur til að drepa?

Auður Lilja Erlingsdóttir á sæti í miðnefnd SHA. Greinin birtist áður á vefritinu Knúz. …

SHA_forsida_top

Hörður Torfa í Friðarhúsi

Hörður Torfa í Friðarhúsi

Söngvaskáldið og aðgerðasinninn Hörður Torfason er hernaðarandstæðingum að góðu kunnur. Hann brást við nýlegu ákalli …

SHA_forsida_top

Mótmælum drápunum á Gaza!

Mótmælum drápunum á Gaza!

Félagið Ísland-Palestína efnir til mótmælafundar á Lækjartorgi mánudaginn 14. júlí kl. 17. Þar gefst almenningi …

SHA_forsida_top

Á mótmælaslóðum á Þingvöllum, fimmtudagskvöld

Á mótmælaslóðum á Þingvöllum, fimmtudagskvöld

Stefán Pálsson, sagnfræðingur og formaður Samtaka hernaðarandstæðinga, mun í kvöld fimmtudagskvöldið 10. júlí hafa umsjón …

SHA_forsida_top

Friðarvefurinn uppi á ný

Friðarvefurinn uppi á ný

Eins og dyggir lesendur Friðarvefsins hafa vafalítið tekið eftir, hefur verið mikið ólag á vefnum …

SHA_forsida_top

Ályktun varðandi heræfingar

Ályktun varðandi heræfingar

Ályktun þessi var samþykkt á landsfundi SHA laugardaginn 15. mars: Landsfundur SHA lýsir furðu á …

SHA_forsida_top

Fundur SHA með framboðunum í Reykjavík

Fundur SHA með framboðunum í Reykjavík

Samtök hernaðarandstæðinga efna til fundar með yfirskriftinni „Friðarborgin Reykjavík? - Hver er afstaða framboðanna …

SHA_forsida_top

Fáfróðir vilja stríð

Fáfróðir vilja stríð

Í gegnum tíðina hafa íslenskir friðarsinnar lengi haldið því fram að einhver besta leiðin til …

SHA_forsida_top

1. maí kaffi SHA 2014

1. maí kaffi SHA 2014

Morgunkaffi SHA á 1. maí er víðfræg samkoma og í hugum margra ómissandi hluti af …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður aprílmánaðar

Fjáröflunarmálsverður aprílmánaðar

Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi er kokkur aprílmánaðar í málsverðinum föstudagskvöldið 25. apríl. Matseðillinn er ekki af …

SHA_forsida_top

Er femínismi heimsvaldastefna? : lesendabréf til Knúz.is

Er femínismi heimsvaldastefna? : lesendabréf til Knúz.is

Hinn 11. apríl sendum við bréfið hér að neðan til ritstjórnar Knuz.is og báðum um …

SHA_forsida_top

Ályktun um NATÓ

Ályktun um NATÓ

Ályktun þessi var samþykkt á landsfundi SHA laugardaginn 15. mars: Áætlað er að á þessu …

SHA_forsida_top

Sókn Pútíns sem nauðvörn

Sókn Pútíns sem nauðvörn

Þórarinn Hjartarson á Akureyri sendi Friðarvefnum þessa grein til birtingar. Nú er hafið efnahagslegt …