BREYTA

Össur mistúlkar Lissabonfundinn

thorarinnhjartarsoneftir Þórarinn Hjartarson Birtist í Fréttablaðinu 2. des. 2010 Össur Skarphéðinsson kallar NATO-fundinn í Lissabon „heimssögulegan". Í Fréttablaðsgrein 23. nóvember nefnir hann tvennt mikilvægast í „nýju grunnstefnunni": a) barátta við „hermdarverk sem í dag er mesta ógnun við stöðugleika og frið" og b) „gerbreytt skotflaugavarnarkerfi" til varnar Vesturlöndum og Rússum - sem nú féllust í faðma. Stóra verkefni NATO núna er stríðið í Afganistan (og Pakistan). Innrásarherinn telur 100.000 bandaríska hermenn og 50.000 frá öðrum NATO-ríkjum. Uppistaðan í síðarnefndu tölunni kemur frá 38 Evrópuríkjum. Innrásarherinn er nú þrefalt fjölmennari en hann var þegar Barack Obama tók við keflinu af Bush, og miklu skiptir stóraukin þátttaka Evrópulanda. Listi „viljugra þjóða" hefur í raun lengst mjög. Meginmálið varðandi Afganistan var að færa aftur allar dagsetningar um heimkvaðningu herja. Í stað verulegrar heimkvaðningar um mitt ár 2011 eru nú nefnd árslok 2014. Þá verður hernámið orðið 13 ára. Yfirmaður breska heraflans Sir David Richards sagði stuttu fyrir fundinn: „NATO verður að búa sig undir 30 til 40 ára hlutverk við að hjálpa afgönsku hersveitunum#…" (Daily Mail, 15. nóv). Í grein í Fréttablaðinu 20. nóvember skrifar Obama að NATO þurfi að „stofna til varanlegrar samvinnu við Afganistan". Á gunnfána Bandaríkjanna og NATO er letrað „stríð gegn hryðjuverkum". Þegar Sovétríkin hrundu 1991 var mikill vandi á höndum. Réttlætingu vantaði fyrir 700 bandarískum herstöðvum vítt um hnöttinn og áframhaldandi tilvist NATO. Heimsvaldasinnar þurfa sýnilegan óvin og vanti hann þarf að búa hann til. Hann var fundinn í formi alþjóðlegs samsæris íslamskra hryðjuverkamanna, en sem kunnugt er liggja mestu olíulindir heims í löndum múslíma. Enda segin saga: hvar sem heimsvaldasinnar síðan (beint eða gegnum staðgengla) hafa ruðst inn á olíuauðug svæði, í Afganistan, Írak, Sómalíu, Súdan, Jemen m.m., hafa þeir fyrst „fundið" þar dularfulla og hættulega íslamista, yfirleitt undir nafninu Al-Kaída. Það segir sína sögu að CIA-menn hafa nýlega metið það svo sjálfir að í Afganistan séu mesta lagi 50 til 100 félagar í Al-Kaída. Þeir nota það nú sem rök fyrir útvíkkun stríðsins til Pakistans (ABC News, 27 júní sl.). Með því að veifa vígorðinu „stríð gegn hryðjuverkum" vinna vestræn auðvaldsríki tvennt: Skálkaskjól til að taka þátt í ábatasömum ránsleiðöngrum með öflugustu vígvél heims og skálkaskjól til að skerða borgaraleg réttindi heima fyrir. Össur lýsti yfir stuðningi við „stríð gegn hryðjuverkum" með þessum orðum: „Sarkozy, Frakklandsforseti, kvað skýrt að orði, og sagði að mesta sameiginlega ógnin við Rússland og þjóðir Atlantshafsbandalagsins stafaði af framferði ofbeldisfullra múslímskra öfgasamtaka." Með slíkri framsetningu án meðfylgjandi athugasemda eða efasemda gerir Össur þau orð að sínum. „Eitt af því sem Rússar vilja eiga samstarf við bandalagsþjóðirnar að uppfylltum skilyrðum er gerbreytt skotflaugavarnarkerfi, sem á að verjast hugsanlegri ógn frá þeim 27 þjóðum, sem taldar eru búa yfir skotflaugum sem gætu á átakatímum ógnað íbúum Vesturlanda, og Rússa. Nokkrir þjóðarleiðtoganna hikuðu ekki við að nefna þar sérstaklega Íran og Sýrland," segir utanríkisráðherrann athugasemdalaust. Meinar Össur með hönd á hjarta að einhver 27 ríki ógni Vesturlöndum? Og þar af séu Íran og Sýrland hættulegust? Hann kallar skotflaugavarnarkerfið „gerólíkt" kerfinu sem Bush lagði upp með. Obama sjálfur segir að nýja gerðin sé „sterkari, kænni og hraðvirkari vörn fyrir bandaríska heri og bandamenn þeirra… en fyrri gerðin" (New York Times 17. sept. 2009). Kerfið sem er í uppbyggingu verður inni á gafli Rússa, frá Eystrasaltslöndum um Pólland, Tékkland, Rúmeníu og Búlgaríu. Auk þess er í uppbyggingu þéttriðið skotflaugakerfi um Miðausturlönd, og kringum Íran sérstaklega, og frá skipum á öllum aðliggjandi hafsvæðum. „Gerólíkt"? Meinlausara? Össur túlkar Lissabonfundinn sem svo að ágreiningur við Rússa hafi verið jafnaður. Ég túlka hann hins vegar þannig að Rússar hafi beygt sig í duftið fyrir því ógnarveldi sem króar þá inni. Frá 1990 hafa Bandaríkin og NATO flutt vígstöðvar sínar í austur, komið sér upp æ fleiri nýjum herstöðvum í gömlu lýðveldum og fylgiríkjum Sovétríkjanna. Pútín reyndi að mynda ný bandalög gegn því sem hann kallaði „einpóla heim". Medvedev lét af þeirri stefnu í sumar þegar hann ásamt Kínverjum gekkst inn á harðar refsiaðgerðir gegn Íran, og þangað beinast nú spjótin meira ógnandi en nokkru sinni. Í Lissabon kom NATO í fyrsta sinn opinskátt fram sem hnattrænt bandalag, og myndar nú meginstoð í gífurlega miðstýrðu einpóla, alþjóðlegu valdakerfi. Sá valdapóll þolir ekki óháða utanríkisstefnu nokkurs ríkis, ekki einu sinni mótþróa. Ágreiningsmál eru leyst með valdboði hinna sterku í bandalaginu og með hervaldi þegar með þarf. Stefna Medvedevs á Lissabonfundinum sýnist mér vera friðkaupastefna, ekki ólík því er Chamberlain þóttist hafa keypt „frið á okkar tímum" í München 1938. Ekki sefaði það hungur úlfsins.

Færslur

SHA_forsida_top

Fjölmenni í morgunkaffi í Friðarhúsi 1. maí

Fjölmenni í morgunkaffi í Friðarhúsi 1. maí

Fjölmenni í morgunkaffi í Friðarhúsi 1. maí Fjölmenni var í morgunkaffi í Friðarhúsi 1. maí, …

SHA_forsida_top

Úlfshamir og sauðagærur

Úlfshamir og sauðagærur

Um samfelluna í utanríkisstefnu Bandaríkjanna Stefán Pálsson, formaður Samtaka herstöðvaandstæðinga, skrifaði grein á vefritið Múrinn …

SHA_forsida_top

Morgunkaffi SHA

Morgunkaffi SHA

Morgunkaffi SHA verður í Friðarhúsi og hefst kl. 11.

SHA_forsida_top

Munið morgunkaffið í Friðarhúsi 1. maí

Munið morgunkaffið í Friðarhúsi 1. maí

Að morgni 1. maí verður að venju morgunkaffi SHA. Það hefst kl. 11 í Friðarhúsi. …

SHA_forsida_top

1. maí: baráttudagur verkalýðsins, baráttudagur fyrir friði

1. maí: baráttudagur verkalýðsins, baráttudagur fyrir friði

Ritstjórnargrein Herstöðvaandstæðingar hafa löngum látið mikið á sér bera í kröfugöngu verkalýðsfélaganna 1. maí. …

SHA_forsida_top

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi

Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi stendur yfir pottunum á fjáröflunarmálsverði Friðarhúss. Borðhald hefst. kl. 19.

SHA_forsida_top

Morgunfundur 1. maí á Akureyri

Morgunfundur 1. maí á Akureyri

Morgunfundur 1. maí 2006 Mongo sportbar, Kaupangi kl. 10.30 Stefna – félag vinstri manna heldur …

SHA_forsida_top

Upplausn bandamannaraka

Upplausn bandamannaraka

eftir Hugin Frey Þorsteinsson Eftirfarandi grein birtist í Fréttablaðinu 21. apríl 2006 Síðastliðin 60 …

SHA_forsida_top

Friður, réttlæti og lýðræði - New York 29. apríl

Friður, réttlæti og lýðræði - New York 29. apríl

Laugardaginn 29. apríl verður fjöldaganga og útifundur í New York fyrir friði, réttlæti og lýðræði. …

SHA_forsida_top

Munið morgunkaffið 1. maí

Munið morgunkaffið 1. maí

Að morgni 1. maí verður að venju morgunkaffi SHA. Það hefst kl. 11 í Friðarhúsi. …

SHA_forsida_top

Málsverður og morgunkaffi

Málsverður og morgunkaffi

Föstudagskvöldið 28. apríl verður fjáröflunarmálsverður í Friðarhúsi þar sem Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi sér um eldamennsku. …

SHA_forsida_top

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA ehf.

Stjórnarfundur Friðarhúss SHA ehf.

Stjórn Friðarhúss fundar til að undirbúa aðalfund.

SHA_forsida_top

Keflavíkurflugvöllur - brottför hersins, viðbrögð og möguleikar

Keflavíkurflugvöllur - brottför hersins, viðbrögð og möguleikar

Í dag, 26. apríl, setjast fulltrúar íslensku ríkisstjórnarinnar aftur niður með fulltrúum frá Bandaríkjunum til …

SHA_forsida_top

Spjallfundur um komandi haust

Spjallfundur um komandi haust

Almennur félagsfundur SHA til að ræða verkefni haustsins. Er herinn á förum? Hvernig er best …

SHA_forsida_top

Á döfinni

Á döfinni

Það er margt á seyði hjá SHA næstu vikuna, þótt sumarið sé komið smkv. dagatalinu. …