BREYTA

Ótíðindi frá Kóreuskaga

top korea specialÞað eru ill tíðindi sem berast nú frá Kóreu. Stjórnvöld í Norður-Kóreu sprengdu í nótt kjarnorkusprengju í tilraunaskyni. Er þetta formleg staðfesting á kjarnorkuvopnaeign ráðamanna þar í landi. Tíðindin eru svo sem ekki óvænt, en nokkur misseri eru frá því að stjórnin í Norður-Kóreu sagðist fyrst hafa yfir þessum skelfilegu vopnum að búa. Langt er síðan friðarsinnar tóku að vara við hættunni á ríki á borð við Norður-Kóreu gætu komið höndum yfir kjarnorkuvopn. Fyrir 20-30 árum hefði slíkt verið óhugsandi, enda krafðist gerð slíkra vopna þá tæknikunnáttu sem ekki var á færi annarra en stórvelda eða vellauðugra ríkja. Öllum mátti þó vera ljóst að með áframhaldandi þróunarvinnu kjarnorkuvopna, yrði sú tækni sem þarf til að framleiða "einföld" kjarnorkuvopn bæði auðveldari og ódýrari. Jafnframt var margoft bent á að umfangsmiklar kjarnorkuáætlanir risaveldanna hefðu það í för með sér að sífellt fjölgaði þeim vísindamönnum sem réðu yfir þekkingu á smíði þessara vopna og að með tímanum yrði stöðugt erfiðara með að hafa eftirlit með störfum þeirra fyrir erlendar ríkisstjórnir eða einkaaðila. Kjarnorkusprenging Norður-Kóreumanna í nótt er því rökrétt afleiðing þeirrar gegndarlausu þróunarvinnu á kjarnorkuvopnum sem átt hefur sér stað á undanliðnum árum og áratugum. Þar er ábyrgð tveggja ríkja mest: Bandaríkjanna og Rússlands. Sáttmálinn um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna var á sínum tíma einn markverðasti afvopnunarsamningur sögunnar. Honum var einmitt ætlað að hindra að ný ríki fengju kjarnorkuopn í hendur. Höfundar sáttmálans gerðu sér fyllilega grein fyrir því að áframhaldandi útbreiðsla væri óhjákvæmileg, ef kjarnorkuveldin ynnu ekki kerfisbundið að minnkun vopnabúra sinna og drægju úr þróunarstarfi. Þann hluta sáttmálans hafa risaveldin hins vegar aldrei séð ástæðu til að virða. Skömm stjórnarinnar í Norður-Kóreu er mikil. En atburður þessi er sömuleiðis áminning til ríkisstjórna heimsins um að þá aðeins getum við vænst árangurs í baráttunni við kjarnorkuvopn að núverandi kjarnorkuveldi láti af tilraunum sínum og vinni þess í stað að afvopnun. Stefán Pálsson

Færslur

SHA_forsida_top

Opinn fundur með Dr. Amal Jadou

Opinn fundur með Dr. Amal Jadou

Við viljum vekja athygli félaga á fundi sem félagið Ísland Palestína ásamt fleirum stendur fyrir …

SHA_forsida_top

Jólahlaðborð Friðarhúss, 27. nóv.

Jólahlaðborð Friðarhúss, 27. nóv.

Guðrún Bóasdóttir (Systa) sér um matseldina. Glæsilegt hlaðborð: * Heimalöguð sænsk jólaskinka með kartöflusalati, og …

SHA_forsida_top

Jemen: týnda stríðið

Jemen: týnda stríðið

Félagsfundur SHA mánudaginn 23. nóv. kl. 20 í Friðarhúsi, Njálsgötu 87. Harðvítugt borgarastríð geisar nú …

SHA_forsida_top

Flóttafólkið og ábyrgð okkar: vitnisburður af vettvangi

Flóttafólkið og ábyrgð okkar: vitnisburður af vettvangi

  Félagsfundur í Friðarhúsi fimmtudagskvöldið 19.nóv. kl. 20 Stöðugt dynja á okkur fréttir af málefnum …

SHA_forsida_top

Friðarvika SGI í Bæjarbíói

Friðarvika SGI í Bæjarbíói

Samtök hernaðarandstæðinga vekja athygli á þessari samkomu á vegum friðarsamtakanna SGI, sem hafa um árabil …

SHA_forsida_top

Haustverður Friðarhúss - 30.okt.

Haustverður Friðarhúss - 30.okt.

Sjálfbærni – nýtni – friður Haustið er tími uppskerunnar og tími breytinga. Föstudagskvöldið 30. október …

SHA_forsida_top

Flóttamannasprengingin – orsakir og afleiðingar

Flóttamannasprengingin – orsakir og afleiðingar

Þórarinn Hjartarson flutti meðfylgjandi erindi þann 17. október sl. Fyrst eru það nokkrar staðreyndir sem …

SHA_forsida_top

Norður-Atlantshafs læknamorðingjabandalagið: Ályktun frá miðnefnd SHA

Norður-Atlantshafs læknamorðingjabandalagið: Ályktun frá miðnefnd SHA

Siðferðislegt gjaldþrot hernaðar Nató-ríkja í Afganistan var fullkomnað á dögunum með árás Bandaríkjahers á sjúkrahús …

SHA_forsida_top

Flóttamannasprengingin - Orsakir og afleiðingar

Flóttamannasprengingin - Orsakir og afleiðingar

Opinn fundur í Friðarhúsi laugardaginn 17. október kl. 14. Tengist flóttamannastraumurinn til Evrópu endurnýjaðri …

SHA_forsida_top

Friðarmálsverður

Friðarmálsverður

Hinn mánaðarlegi fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn n.k. föstudagskvöld, 25. september. Harpa Stefánsdóttir og Ármann Gunnarsson …

SHA_forsida_top

Nýliðakvöld

Nýliðakvöld

Þriðjudaginn 15. september kl. 20 verður haldið nýliðakvöld Samtaka hernaðarandstæðinga í Friðarhúsinu. Þar gefst nýjum …

SHA_forsida_top

Búum til þúsund pappírströnur!

Búum til þúsund pappírströnur!

Margir hafa vafalítið heyrt söguna af Sadako Sasaki, japönsku stúlkunni sem var fórnarlamb kjarnorkusprengjunnar í …

SHA_forsida_top

Aldrei aftur Hírósíma: Trönugerð friðarsinnans

Aldrei aftur Hírósíma: Trönugerð friðarsinnans

Friðarhús verður opið á Menningarnótt Reykjavíkur þann 22. ágúst n.k. frá kl. 13 til 16. …

SHA_forsida_top

Ræða á kertafleytingu á Akureyri

Ræða á kertafleytingu á Akureyri

Valgerður H. Bjarnadóttir trúarbragðafræðingur flutti ávarp á kertafleytingu á Akureyri fimmtudaginn 6. ágúst 2015. Kæru …

SHA_forsida_top

Ávarp á kertafleytingu í Reykjavík

Ávarp á kertafleytingu í Reykjavík

Steinunn Þóra Árnadóttir alþingismaður og friðarsinni flutti eftirfarandi ávarp við Reykjavíkurtjörn 6. ágúst sl. Ágæta …