BREYTA

Ótíðindi frá Kóreuskaga

top korea specialÞað eru ill tíðindi sem berast nú frá Kóreu. Stjórnvöld í Norður-Kóreu sprengdu í nótt kjarnorkusprengju í tilraunaskyni. Er þetta formleg staðfesting á kjarnorkuvopnaeign ráðamanna þar í landi. Tíðindin eru svo sem ekki óvænt, en nokkur misseri eru frá því að stjórnin í Norður-Kóreu sagðist fyrst hafa yfir þessum skelfilegu vopnum að búa. Langt er síðan friðarsinnar tóku að vara við hættunni á ríki á borð við Norður-Kóreu gætu komið höndum yfir kjarnorkuvopn. Fyrir 20-30 árum hefði slíkt verið óhugsandi, enda krafðist gerð slíkra vopna þá tæknikunnáttu sem ekki var á færi annarra en stórvelda eða vellauðugra ríkja. Öllum mátti þó vera ljóst að með áframhaldandi þróunarvinnu kjarnorkuvopna, yrði sú tækni sem þarf til að framleiða "einföld" kjarnorkuvopn bæði auðveldari og ódýrari. Jafnframt var margoft bent á að umfangsmiklar kjarnorkuáætlanir risaveldanna hefðu það í för með sér að sífellt fjölgaði þeim vísindamönnum sem réðu yfir þekkingu á smíði þessara vopna og að með tímanum yrði stöðugt erfiðara með að hafa eftirlit með störfum þeirra fyrir erlendar ríkisstjórnir eða einkaaðila. Kjarnorkusprenging Norður-Kóreumanna í nótt er því rökrétt afleiðing þeirrar gegndarlausu þróunarvinnu á kjarnorkuvopnum sem átt hefur sér stað á undanliðnum árum og áratugum. Þar er ábyrgð tveggja ríkja mest: Bandaríkjanna og Rússlands. Sáttmálinn um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna var á sínum tíma einn markverðasti afvopnunarsamningur sögunnar. Honum var einmitt ætlað að hindra að ný ríki fengju kjarnorkuopn í hendur. Höfundar sáttmálans gerðu sér fyllilega grein fyrir því að áframhaldandi útbreiðsla væri óhjákvæmileg, ef kjarnorkuveldin ynnu ekki kerfisbundið að minnkun vopnabúra sinna og drægju úr þróunarstarfi. Þann hluta sáttmálans hafa risaveldin hins vegar aldrei séð ástæðu til að virða. Skömm stjórnarinnar í Norður-Kóreu er mikil. En atburður þessi er sömuleiðis áminning til ríkisstjórna heimsins um að þá aðeins getum við vænst árangurs í baráttunni við kjarnorkuvopn að núverandi kjarnorkuveldi láti af tilraunum sínum og vinni þess í stað að afvopnun. Stefán Pálsson

Færslur

SHA_forsida_top

Kertafleytingar í Reykjavík og á Akureyri

Kertafleytingar í Reykjavík og á Akureyri

Kjarnorkusprengju var varpað á japönsku borgina Nagasakí þann 9. ágúst árið 1945. Þremur dögum fyrr …

SHA_forsida_top

Ávarp flutt við færeyska sendiráðið, 21. júlí 2021

Ávarp flutt við færeyska sendiráðið, 21. júlí 2021

Kæru félagar Ég er að safna sendiráðum. Hef enga tölu á þeim fjölda skipta sem …

SHA_forsida_top

Samstöðumótmæli með Færeyingum

Samstöðumótmæli með Færeyingum

Færeyskir hernaðarandstæðingar efna til mótmæla í Þórshöfn vegna áforma um að reisa á ný …

SHA_forsida_top

Ályktanir Landsfundar SHA 2021

Ályktanir Landsfundar SHA 2021

Ályktun um vígbúnað á norðurslóðum Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga, haldinn 29. maí 2021, varar við …

SHA_forsida_top

Hvað er á seyði í Hvíta-Rúss?

Hvað er á seyði í Hvíta-Rúss?

Miðvikudaginn 9. júní kl. 20:00 verður Valur Gunnarsson sagnfræðingur með fræðslufund í …

SHA_forsida_top

Gamall draugur lætur á sér kræla í Færeyjum

Gamall draugur lætur á sér kræla í Færeyjum

Á landsfundi SHA mætti góður gestur, í gegnum fjarfundarbúnað þó. Það var Högni Höydal leiðtogi …

SHA_forsida_top

Kjarnorkuveldunum mótmælt

Kjarnorkuveldunum mótmælt

Stöðvum vígvæðingu norðurslóða Í kvöld, 19. maí, munu utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands setjast …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA 29. maí

Landsfundur SHA 29. maí

Vegna samkomutakmarkanna neyddumst við til þess að fresta landsfundi SHA sem átti að fara fram …

SHA_forsida_top

Landsfundi frestað

Landsfundi frestað

Vegna samkomutakmarkana neyðumst við til að fresta landsfundi SHA sem átti að fara fram á …

SHA_forsida_top

Landsfundur 2021 *Frestað*

Landsfundur 2021 *Frestað*

Landsfundur SHA verður í Friðarhúsi laugardaginn 27. mars n.k. Dagskrá er eftirfarandi: …

SHA_forsida_top

Andstaða við kjarnorkuvopn þvert á flokkslínur - áhugaverð tölfræði úr skoðanakönnun

Andstaða við kjarnorkuvopn þvert á flokkslínur - áhugaverð tölfræði úr skoðanakönnun

Í tilefni af því að Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum hefur tekið gildi, …

SHA_forsida_top

Sameiginleg áskorun til íslenskra stjórnvalda að fullgilda samning SÞ um bann við kjarnorkuvopnum

Sameiginleg áskorun til íslenskra stjórnvalda að fullgilda samning SÞ um bann við kjarnorkuvopnum

Eftirtalin félög skora á íslensk stjórnvöld að fullgilda Samning Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum …

SHA_forsida_top

Friðargöngu á Þorláksmessu aflýst

Friðargöngu á Þorláksmessu aflýst

Samstarfshópur friðarhreyfinga hefur ákveðið að ekki sé kostur á því að halda Friðargönguna að þessu …

SHA_forsida_top

Dagfari 2020

Dagfari 2020

Dagfari er kominn út og má lesa hér fyrir neðan. Hann er að þessu sinni …

SHA_forsida_top

Ályktun um afvopnun og forgangsröðun

Ályktun um afvopnun og forgangsröðun

Í ágústmánuði síðastliðnum tilkynnti Bandaríkjastjórn að hún hefði varið níu milljörðum Bandaríkjadala til þróunar á …