BREYTA

Ótíðindi frá Kóreuskaga

top korea specialÞað eru ill tíðindi sem berast nú frá Kóreu. Stjórnvöld í Norður-Kóreu sprengdu í nótt kjarnorkusprengju í tilraunaskyni. Er þetta formleg staðfesting á kjarnorkuvopnaeign ráðamanna þar í landi. Tíðindin eru svo sem ekki óvænt, en nokkur misseri eru frá því að stjórnin í Norður-Kóreu sagðist fyrst hafa yfir þessum skelfilegu vopnum að búa. Langt er síðan friðarsinnar tóku að vara við hættunni á ríki á borð við Norður-Kóreu gætu komið höndum yfir kjarnorkuvopn. Fyrir 20-30 árum hefði slíkt verið óhugsandi, enda krafðist gerð slíkra vopna þá tæknikunnáttu sem ekki var á færi annarra en stórvelda eða vellauðugra ríkja. Öllum mátti þó vera ljóst að með áframhaldandi þróunarvinnu kjarnorkuvopna, yrði sú tækni sem þarf til að framleiða "einföld" kjarnorkuvopn bæði auðveldari og ódýrari. Jafnframt var margoft bent á að umfangsmiklar kjarnorkuáætlanir risaveldanna hefðu það í för með sér að sífellt fjölgaði þeim vísindamönnum sem réðu yfir þekkingu á smíði þessara vopna og að með tímanum yrði stöðugt erfiðara með að hafa eftirlit með störfum þeirra fyrir erlendar ríkisstjórnir eða einkaaðila. Kjarnorkusprenging Norður-Kóreumanna í nótt er því rökrétt afleiðing þeirrar gegndarlausu þróunarvinnu á kjarnorkuvopnum sem átt hefur sér stað á undanliðnum árum og áratugum. Þar er ábyrgð tveggja ríkja mest: Bandaríkjanna og Rússlands. Sáttmálinn um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna var á sínum tíma einn markverðasti afvopnunarsamningur sögunnar. Honum var einmitt ætlað að hindra að ný ríki fengju kjarnorkuopn í hendur. Höfundar sáttmálans gerðu sér fyllilega grein fyrir því að áframhaldandi útbreiðsla væri óhjákvæmileg, ef kjarnorkuveldin ynnu ekki kerfisbundið að minnkun vopnabúra sinna og drægju úr þróunarstarfi. Þann hluta sáttmálans hafa risaveldin hins vegar aldrei séð ástæðu til að virða. Skömm stjórnarinnar í Norður-Kóreu er mikil. En atburður þessi er sömuleiðis áminning til ríkisstjórna heimsins um að þá aðeins getum við vænst árangurs í baráttunni við kjarnorkuvopn að núverandi kjarnorkuveldi láti af tilraunum sínum og vinni þess í stað að afvopnun. Stefán Pálsson

Færslur

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur - Sigurlaug Gunnlaugsdóttir segir frá rannsókn sinni um Farandverkakonur í fiskvinnslu

SHA_forsida_top

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur MFÍK

Félagsfundur - Anna Sigríður Hróðmarsdóttir og Guðríður Sigurbjörnsdóttir segja frá ESF í Malmö

SHA_forsida_top

Fróðleg umfjöllun

Fróðleg umfjöllun

Athygli er vakin á fróðlegri umfjöllun í fríblaðinu Reykjavík Grapevine, þar sem fjallað er um …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er frátekið í dag.

SHA_forsida_top

Ályktun í tilefni af heræfingunni Norðurvíkingi

Ályktun í tilefni af heræfingunni Norðurvíkingi

Samtök hernaðarandstæðinga lýsa vonbrigðum sínum með að íslensk stjórnvöld skuli eina ferðina enn ákveða að …

SHA_forsida_top

Varnaræfingin Norður Víkingur 2008

Varnaræfingin Norður Víkingur 2008

Fréttatilkynning frá utanríkisráðuneytinu http://www.utanrikisraduneyti.is/frettaefni/frettatilkynningar/nr/4433 Varnaræfingin Norður Víkingur 2008 verður haldin á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli …

SHA_forsida_top

Ályktanir um friðargæslu & vopnaflutninga

Ályktanir um friðargæslu & vopnaflutninga

Miðnefnd SHA hefur sent frá sér eftirfarandi ályktanir: Samtök hernaðarandstæðinga fagna yfirlýsingu utanríkisráðherra þess efnis …

SHA_forsida_top

Sjálfstæði Suður-Ossetíu, hagsmunir heimsveldanna og hlutverk NATO

Sjálfstæði Suður-Ossetíu, hagsmunir heimsveldanna og hlutverk NATO

Samræmi og samfella í stefnu stórveldanna markast einungis af hagsmunum þeirra. Þessa vegna hafna Bandaríkin …

SHA_forsida_top

Misminni utanríkisráðherra

Misminni utanríkisráðherra

Í Kastljósi Sjónvarps, mánudagskvöldið 25. ágúst, sat Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra fyrir svörum. Meðal þess …

SHA_forsida_top

Bandaríkin hafa komið sér fyrir

Bandaríkin hafa komið sér fyrir

eftir Peter M. Johansen Þessi grein birtist 18. ágúst í vefritinu Eggin, sem …

SHA_forsida_top

Söngur & súpa: Friðarhús á Menningarnótt

Söngur & súpa: Friðarhús á Menningarnótt

Að venju verður fjölbreytt dagskrá í Friðarhúsi, á horni Njálsgötu og Snorrabrautar, á Menningarnótt Reykjavíkur …

SHA_forsida_top

Kerti fyrir Tíbet - raddir fyrir Tíbet

Kerti fyrir Tíbet - raddir fyrir Tíbet

Kerti fyrir Tíbet við kínverska sendiráðið við Víðimel 23. ágúst Laugardagskvöldið 23. ágúst klukkan …

SHA_forsida_top

Menningarnótt í Friðarhúsi

Menningarnótt í Friðarhúsi

Margháttuð dagskrá verður í Friðarhúsi á Menningarnótt Reykjavíkur.

SHA_forsida_top

Frelsi Suður-Ossetíu?

Frelsi Suður-Ossetíu?

eftir Sverri Jakobsson Eftirfarandi grein birtist í Fréttablaðinu 12. ágúst Innrás Georgíu í Suður-Ossetíu …

SHA_forsida_top

Átökin í Kákasus

Átökin í Kákasus

eftir Árna Þór Sigurðsson Eftirfarandi grein birtist í Morgunblaðinu 11. ágúst Hernaðarátökin í Kákasus …