BREYTA

Óttinn er slæmur ráðgjafi - Hugleiðing um sjálfsforræði

Greinin birtist áður í Morgunblaðinu, en er hér óstytt. Fyrir fjörutíu árum var svokölluð viðreisnarstjórn hér á Íslandi. Gylfi Þ. Gíslason mun hafa verið viðskiptaráðherra. Eftir að hafa heimsótt ráðamenn í V. Þýskalandi, lét hann svo ummælt að eina leiðin til að halda sjálfstæðinu, kynni að vera sú að fórna því. Það er að segja, ganga í Evrópusambandið Núverandi viðskiptaráðherra, Björgvin G. hefur sömu trú. Öll þessi fjörutíu ár hefur þessum stóra sannleik verið haldið að okkur. Nú hefur ráðherrann því líkan grátkór í kringum sig að allir eiga að geta skilið, að nú eru síðustu forvöð ef landið á ekki að farast með manni og mús. En hver er ógnin? Jú, krónan ónýt. Enginn vill lána okkur nema með afarkostum. Það er bara híað á okkur eftir allan oflátungshátt okkar á síðustu árum. O, jamm og jæja. Sumir geta haft gott af að kollsigla sig. En því ekki að vera djörf áfram? Auðvitað náum við samningum um viðskipti okkar við stóra bróður og við önnur ríki, án þess að spyrja hann um leyfi, þó hann vilji gjarnan ráðskast með okkar viðskiptasamninga. Er ekki E.S.B. málsvari lýðræðis og frelsis? Af hverju erum við ekki löngu búin að tapa sjálfsforræðinu? Það er nú ráðgátan. Mér finnst ofur eðlilegt að ráðamenn hjá E.S.B. eins og hjá öðrum mannlegum samfélögum, vilji bæta við umdæmi sitt. Sambandið hefur alltaf minnt mig á latan kött sem býður eftir rétta tækifærinu, - að hremma bráð. Raunar hefur mest öll fjölmiðlaflóran rætt um aðild, eins og eitthvað sem hlýtur að koma. Nú sagði þessi prófessor þetta og nú sagði þessi bankastjóri hitt og loksins er stóra stundin upprunnin, skoðanakannanir segja öruggan meiri hluta fyrir aðild. Bara að drífa í að sækja um. Ekki skal ég véfengja að við Íslendingar kynnum að hafa nokkurn fjárhagslegan ávinning af inngöngu í E.S.B. um eitthvert árabil, en það er bara ekki á nokkurs manns færi að segja til um, hver stendur uppi með ávinninginn eftir 10, 30 eða 60 ár svo nefndar séu einhverjar tölur. Því er það fyrst og fremst trú sem ræður afstöðu manna í þessu máli. Ég er fullur bjartsýni fyrir okkar hönd. Fyrst við höfum slampast til að hafa það öllu betra en félagar okkar, sem búið var að innbyrða í sambandið, og þrátt fyrir mörg asnastrik í stjórn okkar peningamála, gengur þjóðfélagið enn og líklega er gengisskráningin öllu réttari heldur en í fyrra. Verum minnug þess að það er auðvelt að framselja sjálfstæðið, en þungt mun verða að ná því aftur. Óttinn er ekki góður ráðunautur. Það sem ég hef sagt hér að framan er þó fremur léttvægt í mínum huga. Ef við lítum til þriðja heimsins, þá snúast okkar mál um velsæld eða ofurvelsæld. En það sem veldur, að okkur ber alveg hiklaust að hafna aðild, er okkar menningarlega sérstaða. Þið munið mörg kalla það þjóðernishroka og draumóra. Ég kalla það hins vegar kalt raunsæi að segja, að á meðan hagkerfi heimsins eru drifin áfram af hergagnaframleiðslu og sríðsrekstri, er ekki rétt að láta eitt þeirra gleypa sig. Hvernig væri að fá það upplýst hversu mörg % af útfluttningstekjum E.S.B. fáist fyrir hergögn. Þó Bandaríkin séu stórtækari á öllum sviðum, þ.e.a.s. í vopnasölu, stríðsrekstri og hótunum, þá er sauðtryggð V. Evrópumanna við þau, á öllum þessum sviðum, ótrúleg. Hver sá sem þorir að afneita þátttöku í þeim blekkingaleik að með þessu sé verið að skapa öryggi, á samúð mína óskerta. Ég nefni Stefán Jón Hafstein, sem lét þess getið í fréttapistli frá Afríku, að kostnaður Bandaríkjamanna við stríðið í Írak væri jafnmikill á 10 dögum og öll framlög þeirra til þróunarmála. Stefán Gíslason umhverfisfr. í Borgarnesi telur að útrýming hungurs og smitsjúkdóma í öllum heimi myndi kosta mun minna heldur en framlög til hernaðar eru nú. Ég nefni líka Jimmy Carter frv. forseta U.S.A. sem segir kjarnorkustefnu síns lands vera stærstu ógnina við heimsfriðinn í dag. Mig minnir að í því ríki séu 32.ooo kjarnaoddar geymdir. Hver spyr um háskann af þeim? Hvað eru þeir margir hjá E.S.B.? Raunsæi er það eitt, að gera sér grein fyrir, að aðeins ein leið er fær, það er leið gagnkvæmrar virðingar, samninga og afvopnunar. Við höfum allar forsendur til þess að breyta heiminum ef við berum gæfu til að virkja sérstöðuna. Skref fyrir skref getum við náð árangri ef við bendum grönnum okkar á það, í allri vinsemd, að við getum ekki bundið trúss okkar við félagsskap sem ber ábyrgð á lítt dulbúnum þjóðarmorðum. Ég nefni Palestínu, Írak og Afganistan. Nú segið þið. Hvað er maðurinn að fara? Það verður að ganga á milli bols og höfuðs á Talibönum. Ég segi: Það eru til vænlegri leiðir til að aflétta ógnarstjórn á einu landssvæði heldur en að ausa yfir það sprengjum. Ég sé engan mun á því athæfi og öðum hryðjuverkum. Sprengja verður ekki himnesk þó hún falli úr lofti yfir þolendur. Í mínum huga eru Talíbanar þjóðflokkar sem búnir eru að verjast innrásum mestu hervelda heimsins í nærri 30 ár. fyrst Rússum síðan vesturlandabúum. En hver er sök þeirra? Trúir því einhver að þeir hafi stjórnað árasunum 11. sept 2001 Hvað er E.S.B.? Það er samtryggingarklúbbur fremur ríkra þjóða. Flestar áttu þær nýlendur í þriðja heiminum. þau lönd teljast flest sjálfstæð ríki nú, en voru raunar skilin eftir í upplausn efnahagslega og stjórnmálalega og er nú neitað um verslunarfrelsi af fyrum herraþjóðum sínum. Hvaða hlutverk dreymir okkur að Ísland sækist eftir meðal þjóða? Vegna tilurðar og sögu höfum við einstaka möguleika á að gera raunverulegt gagn í samfélagi þjóðanna. við eigum ekki að skerða þá möguleika með því að ganga neinni ríkjasamsteypu á hönd, þó reikna megi sér fáeinar krónur í hagnað um stundar sakir. Okkar styrkur liggur í því að: 1) vera staðsett á krossgötum. 2) hafa vinsamleg samskipti við öll stórveldi heimsins. 3) hafa verið nýlenda. 4) að hafa leyst okkar sjálfstæðismál með rökum en ekki vopnum. 5) hafa lýst því yfir að við munum aldrei hervæðast. Hitt er auðvitað afar dapurlegt, þegar við óvænt losnuðum við erlenda hersetu í landinu, skyldi við hafa svo hugsjónalausa ríkisstjórn að hún flækti okkur í marga nýja samninga við hernaðaryfirvöld austan Atlandshafsins án þess að losa okkur undan þeirri kvöð sem gamli herverndarsamningurinn frá ´51 lagði okkur á herðar, þ.e. að taka við bandarískum her hvenær sem stjórnendum í U.S.A. telja sér hagkvæmt. Nú munu margir lesendur segja sem svo, að ég sé að blanda saman óskylum málum. Þeim sömu vil ég benda á grein í Mbl. 5. júlí s.l. ,,Öryggi í hnattvæddum heimi” eftir Einar Benediktss. og Jónas Haralds, þar sem þeir leggja áherslu á að innganga E.S.B. sé einmitt nauðsyn vegna varna Íslands. Ég lýk þessari samantekt með tilvitnun í klettafjallabóndann: Heimsborgari er ógeðs yfirklór. Alþjóðrækni er hverjum manni of stór, út úr seiling okkar stuttu höndum. En sá sem mennir mannafæstu þjóð, menning heimsins þokar fram á slóð sparar hræ og hrösun stærri löndum. Þetta orti Stephan G. sennilega eftir að hafa horft uppá, að ungum mönnum væri smalað í Kanadíska herinn, til að berjast fyrir breska heimsveldið fyrir tæpum 100 árum. Þar sem þeir stráféllu í tilgangslausu sríði. Er hann leit yfir heim og himin virðist hann eygja þann möguleika að frumkvæði hinnar mannfæstu þjóðar, Íslendinga, kunni að bjarga stórveldunum af braut sjálfseyðingarinnar. Sævar Sigbjarnarson

Færslur

SHA_forsida_top

Friðarbaráttan og SHA

Friðarbaráttan og SHA

Þórarinn Hjartarson á Akureyri, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þessa hugvekju um stöðu friðarhreyfinga. Aðsendar …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA í kvöld, miðvikudag

Landsfundur SHA í kvöld, miðvikudag

Sem kunnugt er, þurfti að fresta landsfundi Samtaka hernaðarandstæðinga um liðna helgi. Hann verður því …

SHA_forsida_top

FRESTAÐ VEGNA VEÐURS

FRESTAÐ VEGNA VEÐURS

Í ljósi þess að strætisvagnar ganga ekki í fárviðrinu og fólk er varað við að …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA: Ný dagsetning

Landsfundur SHA: Ný dagsetning

Fresta þurfti landsfundi SHA vegna óveðursins á laugardag. Nýr fundartími hefur nú verið ákveðinn: miðvikudagskvöldið …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA, 14. mars

Landsfundur SHA, 14. mars

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga verður haldinn laugardaginn 14. mars í Friðarhúsi, Njálsgötu 87. Dagskrá: 11:00 Hefðbundin …

SHA_forsida_top

Feminismi gegn fasisma - 8. mars

Feminismi gegn fasisma - 8. mars

Í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna fyrir friði og jafnrétti verður efnt til baráttufundar í Iðnó …

SHA_forsida_top

Landsfundur SHA 2015

Landsfundur SHA 2015

Landsfundur Samtaka hernaðarandstæðinga árið 2015 verður haldinn laugardaginn 14. mars n.k. í Friðarhúsi og hefst …

SHA_forsida_top

Freistandi febrúarmálsverður

Freistandi febrúarmálsverður

Næsti fjáröflunarmálsverður Friðarhúss verður haldinn föstudaginn 27. febúar nk. Það verða félagar í Alþýðufylkingunni sem …

SHA_forsida_top

Hin óþarfa sviðsetning

Hin óþarfa sviðsetning

Stefán Pálsson bregst við grein Þórarins Hjartarsonar hér á Friðarvefnum. Aðsendar greinar á Friðarvefnum eru …

SHA_forsida_top

Sviðsett hryðjuverk: verkfæri stríðs og yfirdrottnunar

Sviðsett hryðjuverk: verkfæri stríðs og yfirdrottnunar

Þórarinn Hjartarson á Akureyri, félagsmaður í SHA, sendi Friðarvefnum þessa samantekt á því hvernig óttinn …

SHA_forsida_top

Öberg um Úkraínu

Öberg um Úkraínu

Íslandsvinurinn Jan Öberg er merkur sérfræðingur á sviði friðarmála og lausnar deilumála. Hann heldur úti …

SHA_forsida_top

Janúarmálsverður í Friðarhúsi

Janúarmálsverður í Friðarhúsi

Það verður miðausturlenskt þema í matseðli fjáröflunarmálsverðarins í Friðarhúsi föstudagskvöldið 30. janúar. Daníel Haukar …

SHA_forsida_top

Ávarp í lok friðargöngu

Ávarp í lok friðargöngu

Eyrún Ósk Jónsdóttir flutti ávarp í lok friðargöngu á Þorláksmessu í Reykjavík. Í sumar …

SHA_forsida_top

Friðargöngur á Þorláksmessu

Friðargöngur á Þorláksmessu

Að venju stendur Samstarfshópur friðarhreyfinga fyrir friðargöngu í Reykjavík þann 23.desember. Safnast verður saman …

SHA_forsida_top

Jólahlaðborð Friðarhúss, 28. nóvember

Jólahlaðborð Friðarhúss, 28. nóvember

Fullveldisfögnuður SHA, hið rómaða jólahlaðborð Friðarhúss, verður haldið föstudagskvöldið 28. nóvember nk. Guðrún Bóasdóttir (Systa) …