BREYTA

Þotugeymslu og hermangi hafnað

Ályktun frá SHA: Samtök hernaðarandstæðinga lýsa miklum vonbrigðum sínum vegna frétta af hugmyndum um stofnun hergagnageymslu og æfingaaðstöðu fyrir NATO-heri á Keflavíkurflugvelli. Þrjú ár eru nú liðin frá því jákvæða skrefi sem lokun herstöðvar Bandaríkjamanna hér á landi var. Íslendingar eiga sem þjóð að leggja sitt að mörkum til að stuðla að afvopnun og vinna að friðsamlegri heimi. Það gerum við ekki með því þjónusta hernaðarmaskínur grannríkjanna. Allt tal um að orrustuþotur og herþyrlur þær sem hér kunna að vera geymdar muni ekki bera vopn er aumt yfirklór. Það er enginn eðlismunur á því að þjónusta herþotur og þjálfa herflugmenn annars vegar, en varpa sprengjum í fjarlægum löndum með þessum sömu vélum hins vegar. Í fréttum af málinu hefur talsvert verið fjallað um hversu mörg störf kynnu að skapast vegna starfseminnar, en minna hefur farið fyrir umræðu um hversu margir muni láta lífið vegna hennar. Samtök hernaðarandstæðinga vekja athygli á því að í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir að hún ætli sér að gera Ísland að vettvangi fyrir friðarumræðu og leggja áherslu á baráttu fyrir friði og afvopnum í heiminum. Vandséð er að hergagnageymslur og þjálfunarbúðir hermanna samrýmast þessari stefnu. Hugmyndir af þessu tagi eru ekki samboðnar virðingu íslensku þjóðarinnar og ættu með réttu að ganga gegn siðferðiskennd landsmanna allra. Ljóst er að enginn friður mun ríkja um þessa fyrirhuguðu starfsemi, verði hún að veruleika og Samtök hernaðarandstæðinga munu beita sér af krafti gegn henni.

Færslur

SHA_forsida_top

Ályktun um laxveiðar og herþyrlur

Ályktun um laxveiðar og herþyrlur

Ályktun frá Samtökun hernaðarandstæðinga: Samtök hernaðarandstæðinga lýsa ánægju sinni yfir fréttum af laxveiðiferðum íslenskra banka- …

SHA_forsida_top

Hugað að viðhaldinu

Hugað að viðhaldinu

Sumarið er tími framkvæmda. Um þessar mundir er unnið að ýmis konar viðhaldsverkefnum í Friðarhúsi. …

SHA_forsida_top

Ferðasaga í Friðarhúsi

Ferðasaga í Friðarhúsi

Gríðarmiklar mótmælaaðgerðir voru skipulagðar í frönsku borginni Strasbourg í tengslum við sextíu ára afmæli Nató …

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni þetta kvöld.

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA: Hvað er að gerast í Rússlandi?

Félagsfundur SHA: Hvað er að gerast í Rússlandi?

Rússland hefur komið mikið við sögu alþjóðamála upp á síðkastið. Miðvikudagskvöldið 20. maí kl. 20 …

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Einkasamkvæmi í Friðarhúsi

Friðarhús er í útláni þennan dag.

SHA_forsida_top

Söguhópur SHA fundar

Söguhópur SHA fundar

Söguhópur SHA fundar í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Til stuðnings flóttamanni

Til stuðnings flóttamanni

Stríðsátök og afleiðingar þeirra eru helstu ástæður þess að fólk neyðist til að flýja heimalönd …

SHA_forsida_top

1. maí í Friðarhúsi

1. maí í Friðarhúsi

Hið árvissa og sívinsæla 1. maí kaffi SHA verður í Friðarhúsi og hefst kl. 11 …

SHA_forsida_top

Hlutabréf í Friðarhúsi SHA ehf - einstakt tilboð til 30. apríl

Hlutabréf í Friðarhúsi SHA ehf - einstakt tilboð til 30. apríl

Eftir 30. apríl hækkar hlutur í Friðarhúsi SHA ehf úr 10 þúsund krónum í …

SHA_forsida_top

ESB, Evrópuherinn og Lissabonsáttmálinn

ESB, Evrópuherinn og Lissabonsáttmálinn

Félagsfundur SHA í Friðarhúsi fimmtudaginn 16. apríl kl. 20. Evrópusambandið hefur tekið örum breytingum …

SHA_forsida_top

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA

Félagsfundur SHA í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Söguhópur SHA fundar

Söguhópur SHA fundar

Fundur í söguhópi í Friðarhúsi.

SHA_forsida_top

Sýning í Friðarhúsi: Frá inngöngunni í Nató til bankahruns og búsáhaldabyltingar

Sýning í Friðarhúsi: Frá inngöngunni í Nató til bankahruns og búsáhaldabyltingar

Í Friðarhúsinu Njálsgötu 87 hefur verið sett hefur verið upp myndlistarsýningin 1949 til 2009: Frá …