BREYTA

Þotugeymslu og hermangi hafnað

Ályktun frá SHA: Samtök hernaðarandstæðinga lýsa miklum vonbrigðum sínum vegna frétta af hugmyndum um stofnun hergagnageymslu og æfingaaðstöðu fyrir NATO-heri á Keflavíkurflugvelli. Þrjú ár eru nú liðin frá því jákvæða skrefi sem lokun herstöðvar Bandaríkjamanna hér á landi var. Íslendingar eiga sem þjóð að leggja sitt að mörkum til að stuðla að afvopnun og vinna að friðsamlegri heimi. Það gerum við ekki með því þjónusta hernaðarmaskínur grannríkjanna. Allt tal um að orrustuþotur og herþyrlur þær sem hér kunna að vera geymdar muni ekki bera vopn er aumt yfirklór. Það er enginn eðlismunur á því að þjónusta herþotur og þjálfa herflugmenn annars vegar, en varpa sprengjum í fjarlægum löndum með þessum sömu vélum hins vegar. Í fréttum af málinu hefur talsvert verið fjallað um hversu mörg störf kynnu að skapast vegna starfseminnar, en minna hefur farið fyrir umræðu um hversu margir muni láta lífið vegna hennar. Samtök hernaðarandstæðinga vekja athygli á því að í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir að hún ætli sér að gera Ísland að vettvangi fyrir friðarumræðu og leggja áherslu á baráttu fyrir friði og afvopnum í heiminum. Vandséð er að hergagnageymslur og þjálfunarbúðir hermanna samrýmast þessari stefnu. Hugmyndir af þessu tagi eru ekki samboðnar virðingu íslensku þjóðarinnar og ættu með réttu að ganga gegn siðferðiskennd landsmanna allra. Ljóst er að enginn friður mun ríkja um þessa fyrirhuguðu starfsemi, verði hún að veruleika og Samtök hernaðarandstæðinga munu beita sér af krafti gegn henni.

Færslur

SHA_forsida_top

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf.

Aðalfundur Friðarhúss SHA ehf. verður haldinn laugardaginn 21. apríl n.k. kl. 14 í Friðarhúsi. Á …

SHA_forsida_top

Friðarhús í útleigu

Friðarhús í útleigu

Friðarhús er í útleigu þetta kvöld.

SHA_forsida_top

Barnagull

Barnagull

Það er talsvert um að börn friðarsinna mæti á fundi og samkomur í Friðarhús ásamt …

SHA_forsida_top

Mikil andstaða við NATO á Spáni

Mikil andstaða við NATO á Spáni

Samantekt á íslensku: Fyrirætlun NATO að staðsetja herstöðvar í Saragossa (á Spáni) og á …

SHA_forsida_top

Palindrome að kvöldi 30. mars

Palindrome að kvöldi 30. mars

Staðfest hefur verið að hljómsveitin Palindrome mun spila fyrir gesti að kvöldi 30. mars að …

SHA_forsida_top

Miðjarðarhafsmatseðill á 30. mars

Miðjarðarhafsmatseðill á 30. mars

30. mars er mikilvæg dagsetning í baráttusögu íslenskra friðarsinna, en á þeim degi samþykkti Alþingi …

SHA_forsida_top

Afnám hernáms

Afnám hernáms

eftir Ólaf Hannibalsson Eftirfarandi grein Ólafs Hannibalssonar birtist í Fréttablaðinu 21. mars, sjá einnig …

SHA_forsida_top

Velheppnaður fundur í Reykjavík gegn Íraksstríðinu – aðgerðir um allan heim

Velheppnaður fundur í Reykjavík gegn Íraksstríðinu – aðgerðir um allan heim

Baráttufundur gegn Íraksstríðinu í Austurbæ að kvöldi 19. mars tókst með ágætum. Guðfríður Lilja Grétarsdóttir …

SHA_forsida_top

Íslendingar taka beinan þátt í stríðinu í Írak – og leggja til einn hermann

Íslendingar taka beinan þátt í stríðinu í Írak – og leggja til einn hermann

Í Morgunblaðinu 21. mars er frétt þess efnis að Herdís Sigurgrímsdóttir, 26 ára fjölmiðlamaður, sé …

SHA_forsida_top

Bætt aðgengi að Friðarvefnum

Bætt aðgengi að Friðarvefnum

Sífellt er unnið að endurbótum á Friðarvefnum, í því skyni að gera hann aðgengilegri fyrir …

SHA_forsida_top

Fyrirlestur Elíasar Davíðssonar á Akureyri

Fyrirlestur Elíasar Davíðssonar á Akureyri

Norðurlandsdeild SHA stóð fyrir fundi á Akureyri laugardaginn 17. mars í tilefni af 4 ára …

SHA_forsida_top

Ríkisstjórnarflokkarnir studdu innrásina í Írak

Ríkisstjórnarflokkarnir studdu innrásina í Írak

eftir Magnús Má Guðmundsson formann Ungra jafnaðarmanna Greinin birtist í Morgunblaðinu 18. mars …

SHA_forsida_top

Mótmælasamkoma í Austurbæ

Mótmælasamkoma í Austurbæ

Á fjögurra ára afmæli Íraksstríðsins efna ýmsir hópar og samtök til baráttusamkomu í Austurbæ, þar …

SHA_forsida_top

Kjarni málsins

Kjarni málsins

Stundin: Mánudagskvöldið 19. mars, kl. 20 Staðurinn: Austurbær (gamla Austurbæjarbíó) Dagskráin: Ávörp: Guðfríður Lilja Grétarsdóttir …

SHA_forsida_top

Friðsöm utanríkisstefna

Friðsöm utanríkisstefna

Höfundur: Lárus Páll Birgisson Hér er hvatningarbréf sem Lárus Páll Birgisson, sjúkraliði og friðarsinni, …